Tengja mikla fjölgun við Fósturbörn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2017 09:00 Skjáskot úr þáttunum Fósturbörn. Sindri Sindrason fór til Svíþjóðar og hitti þar Lilju, íslenska móður sem á sex börn en býr ekki með neinu þeirra í dag. Tólf einstaklingar lögðu inn beiðni hjá Borgarskjalasafni Reykjavíkur um aðgang að skjölum er varða þeirra eigin barnaverndarmál í október og nóvember. Það er mikil fjölgun sé miðað við fyrstu níu mánuði ársins en þá bárust alls 23 beiðnir um aðgang að gögnum um barnaverndarmál. Borgarskjalasafn tengir þessa fjölgun beiðna við sjónvarpsþættina Fósturbörn sem sýndir voru á Stöð 2 í haust en barnaverndarmál voru þar til umfjöllunar. „Maður sér það í raun alltaf þegar það kemur svona fjölmiðlaumfjöllun um barnaverndarmál að þá fara að berast fleiri beiðnir,“ segir Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður, og rifjar upp að beiðnum hafi til að mynda fjölgað þegar mikið var fjallað um vistheimili barna á Breiðavík árið 2007. Borgarskjalasafn varðveitir skjöl frá öllum borgarstofnunum, þar á meðal trúnaðarskjöl frá barnavernd Reykjavíkur, grunnskólum, leikskólum og þjónustumiðstöðvum. Ná skjöl barnaverndar allt aftur til ársins 1932 þegar fyrstu lögin um barnavernd voru sett hér á landi. Aðeins þeir einstaklingar sem málin snúa að hafa rétt á aðgangi að gögnum og þarf til að mynda að framvísa persónuskilríkjum þegar gögn eru sótt. Aðrir hafa ekki rétt á að sjá eða að fá aðgang að gögnum. Afrit er tekið af frumgögnuum sem Borgarskjalasafn geymir og fær viðkomandi afrit gagnanna. Ekkert er rukkað fyrir þjónustuna. Svanhildur segir að þetta séu oft tímafrek mál að vinna. „Þetta eru misjafnlega umfangsmikil mál en það þarf að lesa vandlega yfir þetta, til dæmis hylja upplýsingar um systkini og ótengda aðila ,“ segir Svanhildur. Að sögn Svanhildar er fólk oft komið á miðjan aldur þegar það fer að biðja um aðgang að gögnum um eigin barnaverndarmál. Í haust hefur þó fólk á öllum aldri lagt fram beiðnir og yngra fólk en áður. Fósturbörn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Heldur fullum launum Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira
Tólf einstaklingar lögðu inn beiðni hjá Borgarskjalasafni Reykjavíkur um aðgang að skjölum er varða þeirra eigin barnaverndarmál í október og nóvember. Það er mikil fjölgun sé miðað við fyrstu níu mánuði ársins en þá bárust alls 23 beiðnir um aðgang að gögnum um barnaverndarmál. Borgarskjalasafn tengir þessa fjölgun beiðna við sjónvarpsþættina Fósturbörn sem sýndir voru á Stöð 2 í haust en barnaverndarmál voru þar til umfjöllunar. „Maður sér það í raun alltaf þegar það kemur svona fjölmiðlaumfjöllun um barnaverndarmál að þá fara að berast fleiri beiðnir,“ segir Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður, og rifjar upp að beiðnum hafi til að mynda fjölgað þegar mikið var fjallað um vistheimili barna á Breiðavík árið 2007. Borgarskjalasafn varðveitir skjöl frá öllum borgarstofnunum, þar á meðal trúnaðarskjöl frá barnavernd Reykjavíkur, grunnskólum, leikskólum og þjónustumiðstöðvum. Ná skjöl barnaverndar allt aftur til ársins 1932 þegar fyrstu lögin um barnavernd voru sett hér á landi. Aðeins þeir einstaklingar sem málin snúa að hafa rétt á aðgangi að gögnum og þarf til að mynda að framvísa persónuskilríkjum þegar gögn eru sótt. Aðrir hafa ekki rétt á að sjá eða að fá aðgang að gögnum. Afrit er tekið af frumgögnuum sem Borgarskjalasafn geymir og fær viðkomandi afrit gagnanna. Ekkert er rukkað fyrir þjónustuna. Svanhildur segir að þetta séu oft tímafrek mál að vinna. „Þetta eru misjafnlega umfangsmikil mál en það þarf að lesa vandlega yfir þetta, til dæmis hylja upplýsingar um systkini og ótengda aðila ,“ segir Svanhildur. Að sögn Svanhildar er fólk oft komið á miðjan aldur þegar það fer að biðja um aðgang að gögnum um eigin barnaverndarmál. Í haust hefur þó fólk á öllum aldri lagt fram beiðnir og yngra fólk en áður.
Fósturbörn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Heldur fullum launum Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira