Segir flugvirkja hóta verkfalli til að knýja fram himinháar launakröfur á viðkvæmasta tíma ársins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. desember 2017 19:59 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/GVA Ótímabundið verkfall flugvirkja sem boðað er á sunnudag getur haft áhrif á ferðaáætlanir þúsunda flugfarþega. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að kröfur flugvirkja séu algjörlega óraunhæfar. „Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Icelandair hafa boðið mjög sanngjarnar launahækkanir sem eru fullkomlega í takt við það sem verið er að bjóða öðrum hópum. Það einfaldlega kemur ekki til álita af hálfu Samtaka atvinnulífsins að einstaka hópar skeri sig frá þegar kemur að kjaraviðræðum og það á jafnt við um flugvirkja sem og aðra,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Hversu mikið ber í milli? „Við þurfum að hafa það í huga að launakröfur flugvirkja eru í raun himinháar og í raun óraunhæfar, eins og ég hef látið hafa eftir mér í fjölmiðlum. Þar er deilan stödd eins og sakir standa.“Búið að marka línu í sandinn Aðspurður hvort hann eigi von á því að samningar náist fyrir sunnudag segir Halldór það samningsaðila að leysa deiluna. „En við þurfum að hafa það í huga að kjaraviðræður eru í raun viðræður um bætingu á lífskjörum fólks sem jákvæða þróun samfélagsins. Það liggur fyrir að aðilar vinnumarkaðarins hafa markað línu í sandinn og frá þeirri línu hvorki munu né geta Samtök atvinnulífsins kvikað.“Hversu óraunhæfar eru kröfur flugvirkja? „Það er of snemmt að fara út í það á þessu stigi en það sem er aðalatriðið í umræðunni er þetta að flugvirkjum standa til boða sömu sanngjörnu launahækkanir og öðrum hópum á vinnumarkaði en í krafti hótunar um verkfallsaðgerðir á viðkvæmasta tíma ársins í aðdraganda jólahátíðar, freista þeir þess að knýja fram það sem ég kalla óraunhæfar launahækkanir í krafti þessarar verkfallsboðunar.“Ekki merki um það sem koma skal Aðspurður hvort þetta sé merki um það sem koma skal í komandi kjaraviðræðum á næstu misserum segist Halldór ekki eiga von á því. „Ég tel að það sé eftirspurn í samfélaginu eftir ró og yfirvegun. Þess vegna met ég það sem svo að móttökuskilyrði í samfélaginu fyrir óraunhæfum launakröfum flugvirkja séu takmörkuð, sérstaklega í aðdraganda jólahátíðar.“ Deiluaðilar hittust á sínum þrettánda fundi hjá ríkissáttasemjara í dag en sá fundur reyndist eins og aðrir árangurslaus. Eitt erfiðasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar verður að halda friði á vinnumarkaði þegar kjarasamningar losna. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra boðaði deiluaðila á sinn fund í gær og settan ríkissáttasemjara í dag, þar sem farið var yfir stöðuna. Ráðherra er skýr um aðkomu ríkisins að deilunni og segir engin áform uppi hjá ríkisstjórninni að setja lög á verkfall flugvirkja. Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi Innanríkisráðherra boðaði lagasetningu á verkfall flugvirkja í júní árið 2014 sem ríkisstjórnin studdi. Hanna Birna sagði þá að með lagasetningunni væri ekki verið að taka neina afstöðu til deilunnar heldur að tryggja almannahagsmuni. Flugvirkjum hugnaðist ekki inngrip alþingis á þeim tíma og sólarhring síðar aflýstu flugvirkjar verkfallinu áður en það hófst. Sumar- og jólaáætlanir flugfélaganna eru hvað viðkvæmastar enda mikið um bókanir. Sérstaklega í kringum jólin sem er háanna tími. Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Útilokar lög á verkfall flugvirkja Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfur flugvirkja óraunhæfar en samgönguráðherra útilokar lög á fyrirhugað verkfall. 13. desember 2017 14:23 Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira
Ótímabundið verkfall flugvirkja sem boðað er á sunnudag getur haft áhrif á ferðaáætlanir þúsunda flugfarþega. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að kröfur flugvirkja séu algjörlega óraunhæfar. „Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Icelandair hafa boðið mjög sanngjarnar launahækkanir sem eru fullkomlega í takt við það sem verið er að bjóða öðrum hópum. Það einfaldlega kemur ekki til álita af hálfu Samtaka atvinnulífsins að einstaka hópar skeri sig frá þegar kemur að kjaraviðræðum og það á jafnt við um flugvirkja sem og aðra,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Hversu mikið ber í milli? „Við þurfum að hafa það í huga að launakröfur flugvirkja eru í raun himinháar og í raun óraunhæfar, eins og ég hef látið hafa eftir mér í fjölmiðlum. Þar er deilan stödd eins og sakir standa.“Búið að marka línu í sandinn Aðspurður hvort hann eigi von á því að samningar náist fyrir sunnudag segir Halldór það samningsaðila að leysa deiluna. „En við þurfum að hafa það í huga að kjaraviðræður eru í raun viðræður um bætingu á lífskjörum fólks sem jákvæða þróun samfélagsins. Það liggur fyrir að aðilar vinnumarkaðarins hafa markað línu í sandinn og frá þeirri línu hvorki munu né geta Samtök atvinnulífsins kvikað.“Hversu óraunhæfar eru kröfur flugvirkja? „Það er of snemmt að fara út í það á þessu stigi en það sem er aðalatriðið í umræðunni er þetta að flugvirkjum standa til boða sömu sanngjörnu launahækkanir og öðrum hópum á vinnumarkaði en í krafti hótunar um verkfallsaðgerðir á viðkvæmasta tíma ársins í aðdraganda jólahátíðar, freista þeir þess að knýja fram það sem ég kalla óraunhæfar launahækkanir í krafti þessarar verkfallsboðunar.“Ekki merki um það sem koma skal Aðspurður hvort þetta sé merki um það sem koma skal í komandi kjaraviðræðum á næstu misserum segist Halldór ekki eiga von á því. „Ég tel að það sé eftirspurn í samfélaginu eftir ró og yfirvegun. Þess vegna met ég það sem svo að móttökuskilyrði í samfélaginu fyrir óraunhæfum launakröfum flugvirkja séu takmörkuð, sérstaklega í aðdraganda jólahátíðar.“ Deiluaðilar hittust á sínum þrettánda fundi hjá ríkissáttasemjara í dag en sá fundur reyndist eins og aðrir árangurslaus. Eitt erfiðasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar verður að halda friði á vinnumarkaði þegar kjarasamningar losna. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra boðaði deiluaðila á sinn fund í gær og settan ríkissáttasemjara í dag, þar sem farið var yfir stöðuna. Ráðherra er skýr um aðkomu ríkisins að deilunni og segir engin áform uppi hjá ríkisstjórninni að setja lög á verkfall flugvirkja. Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi Innanríkisráðherra boðaði lagasetningu á verkfall flugvirkja í júní árið 2014 sem ríkisstjórnin studdi. Hanna Birna sagði þá að með lagasetningunni væri ekki verið að taka neina afstöðu til deilunnar heldur að tryggja almannahagsmuni. Flugvirkjum hugnaðist ekki inngrip alþingis á þeim tíma og sólarhring síðar aflýstu flugvirkjar verkfallinu áður en það hófst. Sumar- og jólaáætlanir flugfélaganna eru hvað viðkvæmastar enda mikið um bókanir. Sérstaklega í kringum jólin sem er háanna tími.
Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Útilokar lög á verkfall flugvirkja Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfur flugvirkja óraunhæfar en samgönguráðherra útilokar lög á fyrirhugað verkfall. 13. desember 2017 14:23 Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira
Útilokar lög á verkfall flugvirkja Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfur flugvirkja óraunhæfar en samgönguráðherra útilokar lög á fyrirhugað verkfall. 13. desember 2017 14:23
Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00