Einhver hamingja er í loftinu 13. desember 2017 17:00 ,,Það kemur eitthvað yfir mann þegar maður ristar hnetur og meðlæti á pönnu á meðan John McClane segir sína helstu frasa,“ segir Sigvaldi Ástríðarson. MYND/ERNIR Þungarokk, pönk og alls kyns harðkjarnatónlist spilar stóran þátt í lífi hins síðskeggjaða Sigvalda Ástríðarsonar sem m.a. stýrir útvarpsþættinum Dordingli á Rás 2. Auk þess heldur hann úti vefjunum Dordingli og Harðkjarna sem stíla m.a. inn á svipuð mið. Þegar líða tekur að jólum breytast þó áherslurnar í lífi Sigvalda og jólastemningin færist yfir hann af miklum krafti. „Á mótþróaskeiðinu fannst mér jólin bæði hallærisleg og tilgangslaus, en eftir að ég fann ástina og eignaðist börn fann ég jólaandann í sjálfum mér. Ljúffeng hnetusteik er á borðum á aðfangadagskvöld á heimili Sigvalda. Ég er ekki hrifinn af því að hafa allt í jóladóti frá því í október eða nóvember. Hjá mér byrjar þetta allt saman í desember. Jóladagatalið, skraut eftir krakkana, draumar þeirra um hvað þau fá í gjöf og hvað hægt er að gera sér til skemmtunar, allt er þetta eitthvað sem bætir skapið og gerir jólin ólík öðrum stundum. Ég elda jólamatinn og á það til að baka örfáar smákökur líka. Í gegnum tíðina höfum við hjónin safnað fullt af jóladóti, en það er mest allt að víkja fyrir jólaföndri barnanna sem þau koma með úr skólanum.“ Rokkarar fíla jólin Nú tengja ekki allir tilhlökkun til jóla við síðskeggja þungarokkara og pönkara en þeir eru fleiri en margur heldur að sögn Sigvalda. „Það er heill hellingur af okkur, skeggjuðum þungarokkspönkhundum sem fíla jólin, allt frá jólalögum með Ladda yfir í vel skreytt heimili og jólagjafir. Það er bara einhver hamingja í loftinu. Ekki er verra að það er rosalega mikið til af skemmtilegum þungarokksjólalögum sem gleðja fleiri en þungarokkara og önnur sem fá mann til að hlæja. Einnig þau lög sem eru gerð grínsins vegna og geta hrætt viðkvæmar sálir.“ Piparkökur skreyttar að hætti harðkjarnaþungarokkarans. Börnin spila stórt hlutverk Og börnin spila sannarlega stóran þátt í jólastemningunni í lífi Sigvalda. „Mér finnst skemmtilegt að fylgjast með krökkunum mínum, sjá allar væntingarnar og tilhlökkunina, það gerir mig bara spenntan fyrir þeirra hönd. Piparkökur og mandarínur og svo er alltaf gaman þegar dóttir mín byrjar að syngja jólalögin. Það er bara eitthvað svo skemmtilegt að fylgjast með krökkunum á þessum tíma.“ Kvikmyndin Die Hard, með Bruce Willis, er nauðsynlegur hluti jólaundirbúningsins. Die Hard klassísk Jólin ná hámarki hjá Sigvalda þegar bíómyndin Die Hard er sett í spilarann og hann byrjar að elda hnetusteikina. „Þetta geri ég alltaf á Þorláksmessu og hef gert í meira en tíu ár. Það kemur eitthvað yfir mann þegar maður ristar hnetur og meðlæti á pönnu á meðan John McClane segir sína helstu frasa, enda búið að pakka, jólatréð er upp á sitt fínasta og heimilið tilbúið fyrir veisluhöld eftir vel valinn dauðarokksslagara í tilefni jólanna.“ Jól Mest lesið Heldur jólatónleika á sundlaugarbakkanum Jól Stekkjarstaur kom til byggða í nótt Jól Heimsins stærsti póstkassi er í Færeyjum Jól Jólamolar: Er ekki týpan sem skiptir gjöfum Jól Mannmergð á tjörninni Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Íslenskt jólasveinapöbbarölt að bandarískri fyrirmynd: „Þetta er ein af þessum helgum sem þú gleymir aldrei“ Jól Svona gerir þú piparkökuhúsið úr Blindum bakstri Jól Jóladagatal Vísis: Tískumyndband varð að tónlistarmyndbandi með vinsælustu hljómsveit landsins Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Þungarokk, pönk og alls kyns harðkjarnatónlist spilar stóran þátt í lífi hins síðskeggjaða Sigvalda Ástríðarsonar sem m.a. stýrir útvarpsþættinum Dordingli á Rás 2. Auk þess heldur hann úti vefjunum Dordingli og Harðkjarna sem stíla m.a. inn á svipuð mið. Þegar líða tekur að jólum breytast þó áherslurnar í lífi Sigvalda og jólastemningin færist yfir hann af miklum krafti. „Á mótþróaskeiðinu fannst mér jólin bæði hallærisleg og tilgangslaus, en eftir að ég fann ástina og eignaðist börn fann ég jólaandann í sjálfum mér. Ljúffeng hnetusteik er á borðum á aðfangadagskvöld á heimili Sigvalda. Ég er ekki hrifinn af því að hafa allt í jóladóti frá því í október eða nóvember. Hjá mér byrjar þetta allt saman í desember. Jóladagatalið, skraut eftir krakkana, draumar þeirra um hvað þau fá í gjöf og hvað hægt er að gera sér til skemmtunar, allt er þetta eitthvað sem bætir skapið og gerir jólin ólík öðrum stundum. Ég elda jólamatinn og á það til að baka örfáar smákökur líka. Í gegnum tíðina höfum við hjónin safnað fullt af jóladóti, en það er mest allt að víkja fyrir jólaföndri barnanna sem þau koma með úr skólanum.“ Rokkarar fíla jólin Nú tengja ekki allir tilhlökkun til jóla við síðskeggja þungarokkara og pönkara en þeir eru fleiri en margur heldur að sögn Sigvalda. „Það er heill hellingur af okkur, skeggjuðum þungarokkspönkhundum sem fíla jólin, allt frá jólalögum með Ladda yfir í vel skreytt heimili og jólagjafir. Það er bara einhver hamingja í loftinu. Ekki er verra að það er rosalega mikið til af skemmtilegum þungarokksjólalögum sem gleðja fleiri en þungarokkara og önnur sem fá mann til að hlæja. Einnig þau lög sem eru gerð grínsins vegna og geta hrætt viðkvæmar sálir.“ Piparkökur skreyttar að hætti harðkjarnaþungarokkarans. Börnin spila stórt hlutverk Og börnin spila sannarlega stóran þátt í jólastemningunni í lífi Sigvalda. „Mér finnst skemmtilegt að fylgjast með krökkunum mínum, sjá allar væntingarnar og tilhlökkunina, það gerir mig bara spenntan fyrir þeirra hönd. Piparkökur og mandarínur og svo er alltaf gaman þegar dóttir mín byrjar að syngja jólalögin. Það er bara eitthvað svo skemmtilegt að fylgjast með krökkunum á þessum tíma.“ Kvikmyndin Die Hard, með Bruce Willis, er nauðsynlegur hluti jólaundirbúningsins. Die Hard klassísk Jólin ná hámarki hjá Sigvalda þegar bíómyndin Die Hard er sett í spilarann og hann byrjar að elda hnetusteikina. „Þetta geri ég alltaf á Þorláksmessu og hef gert í meira en tíu ár. Það kemur eitthvað yfir mann þegar maður ristar hnetur og meðlæti á pönnu á meðan John McClane segir sína helstu frasa, enda búið að pakka, jólatréð er upp á sitt fínasta og heimilið tilbúið fyrir veisluhöld eftir vel valinn dauðarokksslagara í tilefni jólanna.“
Jól Mest lesið Heldur jólatónleika á sundlaugarbakkanum Jól Stekkjarstaur kom til byggða í nótt Jól Heimsins stærsti póstkassi er í Færeyjum Jól Jólamolar: Er ekki týpan sem skiptir gjöfum Jól Mannmergð á tjörninni Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Íslenskt jólasveinapöbbarölt að bandarískri fyrirmynd: „Þetta er ein af þessum helgum sem þú gleymir aldrei“ Jól Svona gerir þú piparkökuhúsið úr Blindum bakstri Jól Jóladagatal Vísis: Tískumyndband varð að tónlistarmyndbandi með vinsælustu hljómsveit landsins Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Íslenskt jólasveinapöbbarölt að bandarískri fyrirmynd: „Þetta er ein af þessum helgum sem þú gleymir aldrei“ Jól
Jóladagatal Vísis: Tískumyndband varð að tónlistarmyndbandi með vinsælustu hljómsveit landsins Jól
Íslenskt jólasveinapöbbarölt að bandarískri fyrirmynd: „Þetta er ein af þessum helgum sem þú gleymir aldrei“ Jól
Jóladagatal Vísis: Tískumyndband varð að tónlistarmyndbandi með vinsælustu hljómsveit landsins Jól