Seinni bylgjan: Gísli væri ekki að fara til Kiel án FH Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. desember 2017 16:45 Eins og greint var frá í síðustu viku fær FH ekkert fyrir Gísla Þorgeir Kristjánsson sem ákvað að semja við þýska stórliðið Kiel. Hann gengur til liðs við félagið í sumar, eftir að samningur hans við FH rennur út. FH-ingar geta sótt um uppeldisbætur til EHF fyrir Gísla Þorgeir en eins og Arnar Freyr Theodórsson, umboðsmaður, ræddi í Akraborginni á X-inu þýðir lítið fyrir FH-inga að kvarta ef ekki hafi verið tekið á þessum málum í samningi hans. Sjá einnig: Umboðsmaður um mál Gísla Þorgeirs: Getur ekkert kvartað Gísli Þorgeir átti góðan leik fyrir FH þegar að liðið vann Aftureldingu á mánudag en eins og greint var frá í síðustu viku þá er hann á leiðinni til Kiel í sumar. Landsliðsmaðurinn ungi fer þó frítt til Þýskalands þar sem samningur hans við FH rennur út í sumar. Mál hans voru rædd í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á mánudagskvöldið. „Samningar eru samningar,“ sagði Sebastian Alexandersson. „Kannski höfðu þeir feðgar upplýsingar [Kristján Arason og Gísli Þorgeir] um það að Kiel myndi ekki borga fyrir hann og velt fyrir sér stöðunni.“Sebastian segist hafa viljað sjá að FH fengi eitthvað fyrir piltinn. Gunnar Berg Viktorsson tók undir þetta. „Þetta er lenska í handbolta. Ef þú átt möguleika á að komast í stórlið þá lætur þú ekkert stoppa þig. Þetta snýst allt um það,“ sagði Gunnar Berg. „En við óskum honum auðvitað til hamingju með þennan samning. En það gæti þurft að breyta þessum hugsunarhætti, að láta uppeldisfélagið fá smá pening fyrir að vera búnir að leggja allt sitt í þetta. Í félögunum eru fólk sem er að berjast á hverjum degi í því að safna peningum.“ Sebastian segir að það sé hægt að líta á þetta frá sjónarhorni beggja aðila. „Gísli vildi komast til Kiel og það er frábært að það tókst. En hann væri ekki að fara til Kiel ef ekki væri fyrir FH. Það sama á við um alla þá leikmenn sem eru að fara út.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umboðsmaður um mál Gísla Þorgeirs: Getur ekkert kvartað Í síðustu viku var greint frá því að FH fengi ekki krónu frá Kiel fyrir handboltamanninn efnilega, Gísla Þorgeir Kristjánsson. 12. desember 2017 17:15 FH fær ekki krónu frá Kiel fyrir einn efnilegasta handboltamann Evrópu Gísli Þorgeir Kristjánsson vildi aðeins gera eins árs samning við FH síðasta sumar sem þýðir að FH fær ekki neitt fyrir hann þegar hann fer til þýska stórliðsins Kiel eftir þetta tímabil. 7. desember 2017 19:15 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira
Eins og greint var frá í síðustu viku fær FH ekkert fyrir Gísla Þorgeir Kristjánsson sem ákvað að semja við þýska stórliðið Kiel. Hann gengur til liðs við félagið í sumar, eftir að samningur hans við FH rennur út. FH-ingar geta sótt um uppeldisbætur til EHF fyrir Gísla Þorgeir en eins og Arnar Freyr Theodórsson, umboðsmaður, ræddi í Akraborginni á X-inu þýðir lítið fyrir FH-inga að kvarta ef ekki hafi verið tekið á þessum málum í samningi hans. Sjá einnig: Umboðsmaður um mál Gísla Þorgeirs: Getur ekkert kvartað Gísli Þorgeir átti góðan leik fyrir FH þegar að liðið vann Aftureldingu á mánudag en eins og greint var frá í síðustu viku þá er hann á leiðinni til Kiel í sumar. Landsliðsmaðurinn ungi fer þó frítt til Þýskalands þar sem samningur hans við FH rennur út í sumar. Mál hans voru rædd í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á mánudagskvöldið. „Samningar eru samningar,“ sagði Sebastian Alexandersson. „Kannski höfðu þeir feðgar upplýsingar [Kristján Arason og Gísli Þorgeir] um það að Kiel myndi ekki borga fyrir hann og velt fyrir sér stöðunni.“Sebastian segist hafa viljað sjá að FH fengi eitthvað fyrir piltinn. Gunnar Berg Viktorsson tók undir þetta. „Þetta er lenska í handbolta. Ef þú átt möguleika á að komast í stórlið þá lætur þú ekkert stoppa þig. Þetta snýst allt um það,“ sagði Gunnar Berg. „En við óskum honum auðvitað til hamingju með þennan samning. En það gæti þurft að breyta þessum hugsunarhætti, að láta uppeldisfélagið fá smá pening fyrir að vera búnir að leggja allt sitt í þetta. Í félögunum eru fólk sem er að berjast á hverjum degi í því að safna peningum.“ Sebastian segir að það sé hægt að líta á þetta frá sjónarhorni beggja aðila. „Gísli vildi komast til Kiel og það er frábært að það tókst. En hann væri ekki að fara til Kiel ef ekki væri fyrir FH. Það sama á við um alla þá leikmenn sem eru að fara út.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umboðsmaður um mál Gísla Þorgeirs: Getur ekkert kvartað Í síðustu viku var greint frá því að FH fengi ekki krónu frá Kiel fyrir handboltamanninn efnilega, Gísla Þorgeir Kristjánsson. 12. desember 2017 17:15 FH fær ekki krónu frá Kiel fyrir einn efnilegasta handboltamann Evrópu Gísli Þorgeir Kristjánsson vildi aðeins gera eins árs samning við FH síðasta sumar sem þýðir að FH fær ekki neitt fyrir hann þegar hann fer til þýska stórliðsins Kiel eftir þetta tímabil. 7. desember 2017 19:15 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira
Umboðsmaður um mál Gísla Þorgeirs: Getur ekkert kvartað Í síðustu viku var greint frá því að FH fengi ekki krónu frá Kiel fyrir handboltamanninn efnilega, Gísla Þorgeir Kristjánsson. 12. desember 2017 17:15
FH fær ekki krónu frá Kiel fyrir einn efnilegasta handboltamann Evrópu Gísli Þorgeir Kristjánsson vildi aðeins gera eins árs samning við FH síðasta sumar sem þýðir að FH fær ekki neitt fyrir hann þegar hann fer til þýska stórliðsins Kiel eftir þetta tímabil. 7. desember 2017 19:15