Mótherjar Íslands á HM í Rússlandi notuðu ólöglegan leikmann í undankeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2017 08:45 Abdullahi Shehu átti að taka út leikbann en spilaði lokaleikinn. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið er að fara að mæta liði í úrslitakeppni HM í Rússlandi næsta sumar sem komst upp með að brjóta reglur í undankeppninni. Nígeríumenn notuðu ólöglegan leikmann í síðasta leiknum sínum í riðlinum þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Alsír. FIFA hefur nú tekið á málinu. Nígería missir stigið og leikurinn er dæmdur 3-0 tapaður. Þessi dómur hefur samt ekki áhrif á þátttöku Nígeríu í úrslitakeppninni því liðið var búið að tryggja sér sæti á HM fyrir lokaleikinn. Knattspyrnusamband Nígeríu þarf hinsvegar að greiða sex þúsund Bandaríkjadali í sekt eða 633 þúsund í íslenskum krónum. Abdullahi Shehu spilaði allan leikinn á móti Alsír en hann átti að taka út leikbann í leiknum eftir að hafa fengið gult spjald í tveimur fyrri leikjum í undankeppninni.Nigeria sanctioned for fielding an ineligible player, Abdullahi Shehu, in final World Cup qualifier draw vs Algeria. Match forfeited and awarded 3-0 to Algeria. Nigeria also CHF 6,000. Fortunately for Nigeria, we had secured qualification before the match. pic.twitter.com/eqdasheooA — Deji Faremi (@deejayfaremi) December 12, 2017 Nígería endar því með þrettán stig í riðlinum í stað fjórtán. Sambía varð í öðru sætinu með átta stig og Kamerún fékk sjö stig. Yfirburðir Nígeríumanna voru slíkir að sætið var aldrei í hættu. Stigin tvö sem Alsírmenn fengu eftir þennan dóm duga ekki einu sinni til að koma liðinu upp úr botnsæti riðilsins. Alsír endar nú með fjögur stig en ekki tvö stig. Nígería verður annar móherji íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi en fyrst mæta strákarnir okkar Argentínu. UPDATE: Nigeria fined by FIFA for failure to allow Abdullahi Shehu serve a one-match ban for accumulated yellow cards. World Cup 2018 slot un-affected. Match given to Algeria by a 3-0 scoreline. pic.twitter.com/GW2SmaCHlP — NTA News (@NTANewsNow) December 12, 2017 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið er að fara að mæta liði í úrslitakeppni HM í Rússlandi næsta sumar sem komst upp með að brjóta reglur í undankeppninni. Nígeríumenn notuðu ólöglegan leikmann í síðasta leiknum sínum í riðlinum þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Alsír. FIFA hefur nú tekið á málinu. Nígería missir stigið og leikurinn er dæmdur 3-0 tapaður. Þessi dómur hefur samt ekki áhrif á þátttöku Nígeríu í úrslitakeppninni því liðið var búið að tryggja sér sæti á HM fyrir lokaleikinn. Knattspyrnusamband Nígeríu þarf hinsvegar að greiða sex þúsund Bandaríkjadali í sekt eða 633 þúsund í íslenskum krónum. Abdullahi Shehu spilaði allan leikinn á móti Alsír en hann átti að taka út leikbann í leiknum eftir að hafa fengið gult spjald í tveimur fyrri leikjum í undankeppninni.Nigeria sanctioned for fielding an ineligible player, Abdullahi Shehu, in final World Cup qualifier draw vs Algeria. Match forfeited and awarded 3-0 to Algeria. Nigeria also CHF 6,000. Fortunately for Nigeria, we had secured qualification before the match. pic.twitter.com/eqdasheooA — Deji Faremi (@deejayfaremi) December 12, 2017 Nígería endar því með þrettán stig í riðlinum í stað fjórtán. Sambía varð í öðru sætinu með átta stig og Kamerún fékk sjö stig. Yfirburðir Nígeríumanna voru slíkir að sætið var aldrei í hættu. Stigin tvö sem Alsírmenn fengu eftir þennan dóm duga ekki einu sinni til að koma liðinu upp úr botnsæti riðilsins. Alsír endar nú með fjögur stig en ekki tvö stig. Nígería verður annar móherji íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi en fyrst mæta strákarnir okkar Argentínu. UPDATE: Nigeria fined by FIFA for failure to allow Abdullahi Shehu serve a one-match ban for accumulated yellow cards. World Cup 2018 slot un-affected. Match given to Algeria by a 3-0 scoreline. pic.twitter.com/GW2SmaCHlP — NTA News (@NTANewsNow) December 12, 2017
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira