Mótherjar Íslands á HM í Rússlandi notuðu ólöglegan leikmann í undankeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2017 08:45 Abdullahi Shehu átti að taka út leikbann en spilaði lokaleikinn. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið er að fara að mæta liði í úrslitakeppni HM í Rússlandi næsta sumar sem komst upp með að brjóta reglur í undankeppninni. Nígeríumenn notuðu ólöglegan leikmann í síðasta leiknum sínum í riðlinum þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Alsír. FIFA hefur nú tekið á málinu. Nígería missir stigið og leikurinn er dæmdur 3-0 tapaður. Þessi dómur hefur samt ekki áhrif á þátttöku Nígeríu í úrslitakeppninni því liðið var búið að tryggja sér sæti á HM fyrir lokaleikinn. Knattspyrnusamband Nígeríu þarf hinsvegar að greiða sex þúsund Bandaríkjadali í sekt eða 633 þúsund í íslenskum krónum. Abdullahi Shehu spilaði allan leikinn á móti Alsír en hann átti að taka út leikbann í leiknum eftir að hafa fengið gult spjald í tveimur fyrri leikjum í undankeppninni.Nigeria sanctioned for fielding an ineligible player, Abdullahi Shehu, in final World Cup qualifier draw vs Algeria. Match forfeited and awarded 3-0 to Algeria. Nigeria also CHF 6,000. Fortunately for Nigeria, we had secured qualification before the match. pic.twitter.com/eqdasheooA — Deji Faremi (@deejayfaremi) December 12, 2017 Nígería endar því með þrettán stig í riðlinum í stað fjórtán. Sambía varð í öðru sætinu með átta stig og Kamerún fékk sjö stig. Yfirburðir Nígeríumanna voru slíkir að sætið var aldrei í hættu. Stigin tvö sem Alsírmenn fengu eftir þennan dóm duga ekki einu sinni til að koma liðinu upp úr botnsæti riðilsins. Alsír endar nú með fjögur stig en ekki tvö stig. Nígería verður annar móherji íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi en fyrst mæta strákarnir okkar Argentínu. UPDATE: Nigeria fined by FIFA for failure to allow Abdullahi Shehu serve a one-match ban for accumulated yellow cards. World Cup 2018 slot un-affected. Match given to Algeria by a 3-0 scoreline. pic.twitter.com/GW2SmaCHlP — NTA News (@NTANewsNow) December 12, 2017 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið er að fara að mæta liði í úrslitakeppni HM í Rússlandi næsta sumar sem komst upp með að brjóta reglur í undankeppninni. Nígeríumenn notuðu ólöglegan leikmann í síðasta leiknum sínum í riðlinum þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Alsír. FIFA hefur nú tekið á málinu. Nígería missir stigið og leikurinn er dæmdur 3-0 tapaður. Þessi dómur hefur samt ekki áhrif á þátttöku Nígeríu í úrslitakeppninni því liðið var búið að tryggja sér sæti á HM fyrir lokaleikinn. Knattspyrnusamband Nígeríu þarf hinsvegar að greiða sex þúsund Bandaríkjadali í sekt eða 633 þúsund í íslenskum krónum. Abdullahi Shehu spilaði allan leikinn á móti Alsír en hann átti að taka út leikbann í leiknum eftir að hafa fengið gult spjald í tveimur fyrri leikjum í undankeppninni.Nigeria sanctioned for fielding an ineligible player, Abdullahi Shehu, in final World Cup qualifier draw vs Algeria. Match forfeited and awarded 3-0 to Algeria. Nigeria also CHF 6,000. Fortunately for Nigeria, we had secured qualification before the match. pic.twitter.com/eqdasheooA — Deji Faremi (@deejayfaremi) December 12, 2017 Nígería endar því með þrettán stig í riðlinum í stað fjórtán. Sambía varð í öðru sætinu með átta stig og Kamerún fékk sjö stig. Yfirburðir Nígeríumanna voru slíkir að sætið var aldrei í hættu. Stigin tvö sem Alsírmenn fengu eftir þennan dóm duga ekki einu sinni til að koma liðinu upp úr botnsæti riðilsins. Alsír endar nú með fjögur stig en ekki tvö stig. Nígería verður annar móherji íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi en fyrst mæta strákarnir okkar Argentínu. UPDATE: Nigeria fined by FIFA for failure to allow Abdullahi Shehu serve a one-match ban for accumulated yellow cards. World Cup 2018 slot un-affected. Match given to Algeria by a 3-0 scoreline. pic.twitter.com/GW2SmaCHlP — NTA News (@NTANewsNow) December 12, 2017
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira