Hjón dæmd fyrir stórfelldan fjárdrátt á nokkurra ára tímabili Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. desember 2017 06:00 Hjónin játuðu brot sín skýlaust fyrir dómi. Vísir/Valli Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku hjón í átta og fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt á nokkurra ára tímabili. Hjónin voru ákærð í þremur liðum fyrir fjárdráttarbrot í einkahlutafélagi sínu sem úrskurðað var gjaldþrota í febrúar 2014. Alls námu fjárdráttarbrotin rúmum 13 milljónum króna og ná aftur til ársins 2006. Hjónin voru ákærð í sameiningu í fyrsta liðnum fyrir að hafa á tímabilinu janúar 2010 til janúar 2014, sem eigendur, stjórnarmenn og prókúruhafar ónefnds félags dregið sér samtals 8,4 milljónir króna og millifært inn á persónulega bankareikninga sína. Þar hafi þau notað féð í eigin þágu á sama tíma og félagið var í viðvarandi vanskilum á opinberum gjöldum við Tollstjóraembættið sem ýmist voru gjaldfallin eða gjaldféllu á tímabilinu og félaginu bar að greiða. Félagið var úrskurðað gjaldþrota 19. febrúar 2014 að kröfu Tollstjóra en ekkert fékkst upp í ríflega 14 milljóna króna lýstar kröfur í búið. Annað þeirra er síðan í öðrum ákærulið ákært fyrir að draga sér 1,7 milljónir úr félaginu frá desember 2006 til ágúst 2013 til að greiða af persónulegu láni sínu hjá Landsbankanum. Í þriðja lið var sami einstaklingur ákærður fyrir að draga sér ríflega 3,2 milljónir á tímabilinu janúar 2009 til mars 2013 til að greiða greiðslukortaskuldir sínar. Hjónin játuðu brot sín skýlaust fyrir dómi og hlaut annað þeirra átta mánaða skilorðsbundið fangelsi en hitt fjögurra mánaða. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku hjón í átta og fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt á nokkurra ára tímabili. Hjónin voru ákærð í þremur liðum fyrir fjárdráttarbrot í einkahlutafélagi sínu sem úrskurðað var gjaldþrota í febrúar 2014. Alls námu fjárdráttarbrotin rúmum 13 milljónum króna og ná aftur til ársins 2006. Hjónin voru ákærð í sameiningu í fyrsta liðnum fyrir að hafa á tímabilinu janúar 2010 til janúar 2014, sem eigendur, stjórnarmenn og prókúruhafar ónefnds félags dregið sér samtals 8,4 milljónir króna og millifært inn á persónulega bankareikninga sína. Þar hafi þau notað féð í eigin þágu á sama tíma og félagið var í viðvarandi vanskilum á opinberum gjöldum við Tollstjóraembættið sem ýmist voru gjaldfallin eða gjaldféllu á tímabilinu og félaginu bar að greiða. Félagið var úrskurðað gjaldþrota 19. febrúar 2014 að kröfu Tollstjóra en ekkert fékkst upp í ríflega 14 milljóna króna lýstar kröfur í búið. Annað þeirra er síðan í öðrum ákærulið ákært fyrir að draga sér 1,7 milljónir úr félaginu frá desember 2006 til ágúst 2013 til að greiða af persónulegu láni sínu hjá Landsbankanum. Í þriðja lið var sami einstaklingur ákærður fyrir að draga sér ríflega 3,2 milljónir á tímabilinu janúar 2009 til mars 2013 til að greiða greiðslukortaskuldir sínar. Hjónin játuðu brot sín skýlaust fyrir dómi og hlaut annað þeirra átta mánaða skilorðsbundið fangelsi en hitt fjögurra mánaða.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira