Afhjúpanir um kerfisbundið kynferðisofbeldi Guðrún Jónsdóttir 12. desember 2017 08:00 Það hefur verið vaxandi virkni og kraftur í grasrótinni undanfarin misseri. Konur hafa lýst frelsi yfir eigin líkömum með brjóstabyltingunni. Druslugangan hefur stækkað ár eftir ár og þúsundum saman hafa konur mótmælt drusluskömmun. Fjöldi kvenna og þó nokkrir karlar hafa gefið út yfirlýsingar um að hafa verið beitt ofbeldi með forsíðumyndum á samfélagsmiðlum og nú hefur skollið á #metoo eða Églíka byltingin. Það er eins og flóðgáttir hafi opnast. Það er nú ljóst að sterku konurnar í stjórnmálunum hafa ekki sloppið. Gáfuðu vísindakonurnar og hæfileikaríku listakonurnar ekki heldur og fleiri kvennahópar eru að kortleggja ástandið í sínum röðum. Mesta sjokkið og þarfast verður það, ef stelpur frá unga aldri fá sömu hvatningu og styrk til þess að segja frá því ofbeldi sem þær eru beittar. Það gildir að sjálfsögðu líka um stráka. Ég líka byltingin hefur leitt í ljós að ofbeldið hefur verið framið í augsýn og með vitneskju margra. Ofbeldismennirnir hafa notið þess að þeir sem áttu eitthvað undir þeim, sáu sér þann kost vænstan að bregðast ekki við, eða jafnvel hvetja til frekara ofbeldis. Þannig virkar samsæri þagnarinnar.Karlar eru í lykilhlutverki Afhjúpanirnar verða að leiða til þess að við tökum meiri ábyrgð. Nú verður að eiga sér stað kröftug vitundarvakning gegn meðvirkni því hlutleysi er afstaða í sjálfu sér. Við verðum öll að taka okkur tak og beita okkur gegn hvers kyns niðurlægingu og ofbeldi sem við verðum vitni að. Skiptum okkur af og segjum hátt og skýrt frá þegar okkur misbýður. Vinnustaðir, skólar, stofnanir og stjórnvöld verða að endurskoða sofandahátt gegn ofbeldi. Fyrirbyggja það, gera það ljóst að það verði ekki látið viðgangast og draga til ábyrgðar þá sem því beita. Hinn ósanngjarni samfélagssáttmáli kynjanna hefur gengið út á það að nógu margir karlar beiti ofbeldi til þess að valdamynstrið breytist ekki. Því verður ekki lengur á móti mælt að karlar í öllum stéttum hafa kerfisbundið varið valdastöðu sína með því að beita konur hvers kyns kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi eða hótunum um ofbeldi. Það er óþægileg staðreynd að karlar almennt njóta afleiðinga þess að sumir þeirra beita ofbeldi. Það er vegna þess að ofbeldi sumra gerir því miður alla karla tortryggilega og það getur verið nóg til þess að konur leitist við að haga sér þannig að sem mestar líkur séu á að þær sleppi. Það mikilvægasta sem þarf að eiga sér stað nú er að allir karlar skilji og viðurkenni að ofbeldi byggist alltaf á valdi og að það hafi ótal birtingarmyndir. Að þeir axli ekki bara ábyrgð á sjálfum sér heldur líka á kynbræðrum sínum. Að þeir hrökkvi ekki í vörn, heldur beiti sér bæði persónulega og í hópum til þess að skapa með okkur konum nýjan og réttlátari samfélagssáttmála.Ofbeldismenn Frá opnun Stígamóta hafa ofbeldismenn alltaf talist mun fleiri en brotaþolar. Raunverulegur fjöldi þeirra er óþekktur, sumir eru margtaldir, en önnur ástæða fyrir þessum mikla fjölda er sú að stundum kemur fólk eftir hópnauðganir eða endurtekið ofbeldi.Á síðasta ári voru það 515 karlar og 22 konur sem beittu 372 manneskjur ofbeldi. Þessi kynjahlutföll hafa verið svipuð í fjölda ára.Ofbeldismenn byrja oft feril sinn ungir og sumir hafa langan brotaferil. Á síðasta ári voru 125 ofbeldismenn undir 18 ára aldri. Aðspurðir sögðust 100 brotaþolar vita til þess að viðkomandi hefði beitt aðra ofbeldi líka.Samkvæmt rannsókn Hildigunnar Magnúsdóttur og Katrínar Erlingsdóttur frá árinu 2006 virðast ungu kynferðisbrotamennirnir árásargjarnari en þeir eldri. Þannig var oftast um fullframdar nauðganir að ræða þegar þeir voru á aldrinum 16-18 ára. Þeir sem nauðguðu fullorðnum konum voru um það bil hættir um þrítugt á meðan þeir sem beittu börn kynferðisofbeldi voru á öllum aldri.Meðferð kynferðisbrotamanna er almennt lítil á Íslandi, áhrifaríkasta leiðin til þess að sporna við kynferðisofbeldi eru öflugar forvarnir.Höfundur er talskona Stígamóta. Greinin er hluti af aukablaði Stígamóta, sem dreift var með Fréttablaðinu. Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Fleiri fréttir Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Sjá meira
Það hefur verið vaxandi virkni og kraftur í grasrótinni undanfarin misseri. Konur hafa lýst frelsi yfir eigin líkömum með brjóstabyltingunni. Druslugangan hefur stækkað ár eftir ár og þúsundum saman hafa konur mótmælt drusluskömmun. Fjöldi kvenna og þó nokkrir karlar hafa gefið út yfirlýsingar um að hafa verið beitt ofbeldi með forsíðumyndum á samfélagsmiðlum og nú hefur skollið á #metoo eða Églíka byltingin. Það er eins og flóðgáttir hafi opnast. Það er nú ljóst að sterku konurnar í stjórnmálunum hafa ekki sloppið. Gáfuðu vísindakonurnar og hæfileikaríku listakonurnar ekki heldur og fleiri kvennahópar eru að kortleggja ástandið í sínum röðum. Mesta sjokkið og þarfast verður það, ef stelpur frá unga aldri fá sömu hvatningu og styrk til þess að segja frá því ofbeldi sem þær eru beittar. Það gildir að sjálfsögðu líka um stráka. Ég líka byltingin hefur leitt í ljós að ofbeldið hefur verið framið í augsýn og með vitneskju margra. Ofbeldismennirnir hafa notið þess að þeir sem áttu eitthvað undir þeim, sáu sér þann kost vænstan að bregðast ekki við, eða jafnvel hvetja til frekara ofbeldis. Þannig virkar samsæri þagnarinnar.Karlar eru í lykilhlutverki Afhjúpanirnar verða að leiða til þess að við tökum meiri ábyrgð. Nú verður að eiga sér stað kröftug vitundarvakning gegn meðvirkni því hlutleysi er afstaða í sjálfu sér. Við verðum öll að taka okkur tak og beita okkur gegn hvers kyns niðurlægingu og ofbeldi sem við verðum vitni að. Skiptum okkur af og segjum hátt og skýrt frá þegar okkur misbýður. Vinnustaðir, skólar, stofnanir og stjórnvöld verða að endurskoða sofandahátt gegn ofbeldi. Fyrirbyggja það, gera það ljóst að það verði ekki látið viðgangast og draga til ábyrgðar þá sem því beita. Hinn ósanngjarni samfélagssáttmáli kynjanna hefur gengið út á það að nógu margir karlar beiti ofbeldi til þess að valdamynstrið breytist ekki. Því verður ekki lengur á móti mælt að karlar í öllum stéttum hafa kerfisbundið varið valdastöðu sína með því að beita konur hvers kyns kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi eða hótunum um ofbeldi. Það er óþægileg staðreynd að karlar almennt njóta afleiðinga þess að sumir þeirra beita ofbeldi. Það er vegna þess að ofbeldi sumra gerir því miður alla karla tortryggilega og það getur verið nóg til þess að konur leitist við að haga sér þannig að sem mestar líkur séu á að þær sleppi. Það mikilvægasta sem þarf að eiga sér stað nú er að allir karlar skilji og viðurkenni að ofbeldi byggist alltaf á valdi og að það hafi ótal birtingarmyndir. Að þeir axli ekki bara ábyrgð á sjálfum sér heldur líka á kynbræðrum sínum. Að þeir hrökkvi ekki í vörn, heldur beiti sér bæði persónulega og í hópum til þess að skapa með okkur konum nýjan og réttlátari samfélagssáttmála.Ofbeldismenn Frá opnun Stígamóta hafa ofbeldismenn alltaf talist mun fleiri en brotaþolar. Raunverulegur fjöldi þeirra er óþekktur, sumir eru margtaldir, en önnur ástæða fyrir þessum mikla fjölda er sú að stundum kemur fólk eftir hópnauðganir eða endurtekið ofbeldi.Á síðasta ári voru það 515 karlar og 22 konur sem beittu 372 manneskjur ofbeldi. Þessi kynjahlutföll hafa verið svipuð í fjölda ára.Ofbeldismenn byrja oft feril sinn ungir og sumir hafa langan brotaferil. Á síðasta ári voru 125 ofbeldismenn undir 18 ára aldri. Aðspurðir sögðust 100 brotaþolar vita til þess að viðkomandi hefði beitt aðra ofbeldi líka.Samkvæmt rannsókn Hildigunnar Magnúsdóttur og Katrínar Erlingsdóttur frá árinu 2006 virðast ungu kynferðisbrotamennirnir árásargjarnari en þeir eldri. Þannig var oftast um fullframdar nauðganir að ræða þegar þeir voru á aldrinum 16-18 ára. Þeir sem nauðguðu fullorðnum konum voru um það bil hættir um þrítugt á meðan þeir sem beittu börn kynferðisofbeldi voru á öllum aldri.Meðferð kynferðisbrotamanna er almennt lítil á Íslandi, áhrifaríkasta leiðin til þess að sporna við kynferðisofbeldi eru öflugar forvarnir.Höfundur er talskona Stígamóta. Greinin er hluti af aukablaði Stígamóta, sem dreift var með Fréttablaðinu.
Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Fleiri fréttir Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Sjá meira