„Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. desember 2017 18:30 Móðir Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. Gríðarleg sorg hefur heltekið fjölskylduna en þau lýsa Klevis sem ljúfum manni sem talaði um hvað Ísland væri öruggur og góður staður að búa á.Klevis Sula var fæddur þann 31. mars árið 1997 og var því aðeins tvítugur þegar hann lést af sárum sínum hér á landi á föstudag. Íslendingur á þrítugsaldri stakk Klevis og albanskan vin hans með hnífi á Austurvelli um síðustu helgi en vinurinn hefur jafnað sig að mestu eftir árásina. Meintur árásarmaður situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins en hann á enga afbrotasögu. Gríðarleg sorg hefur heltekið fjölskyldu Klevis en móðir hans og bróðir, komu til landsins um leið og þau heyrðu af því sem gerðist og voru með Klevis síðustu daga lífs hans. „Klevis var ljúfur og góður. Hann kom til Íslands til að vinna og öðlast betra líf,“ segir Enea Sula, bróðir Klevis. „Hann var yndislegur, Hann vildi hjálpa öllum. Vinum sínum og fjölskyldu. Hann talaði mjög vel um Íslendinga og kunni vel að meta fólkið hérna. Hann var mjög hamingjusamur að vera hérna,“ segir Natasha Sula, móðir Klevis. Vitnisburður vinar Klevis, sem einnig var stunginn umrætt kvöld, er á þá leið að Klevis hafi tekið eftir manni sem var grátandi. Hann hafi boðið honum aðstoð en þá verið stunginn með hnífi. Lögregla hefur sagt að stutt samskipti hafi verið milli mannanna áður en árásin átti sér stað. „Hann þekkti hann ekkert samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum. Hann vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann,“ segir Natasha.Klevis hafði aðeins verið hér í nokkra mánuði áður en hann lést en hann hafði áður dvalið hér á landi í einhverja mánuði. Hans draumur var að búa á Íslandi og talaði hann afar vel um landið að sögn Natasha. „Við héldum að Ísland væri mjög öruggt land og að svona myndi ekki gerast hérna. Klevis hafði líka alltaf sagt að það gæti ekkert slæmt gerst á Íslandi því hér væri fólk svo gott,“ segir Natasha. Vinir Klevis hófu fjársöfnun til styrktar fjölskyldunni á dögunum til að standa straum af útfararkostnaði og kostnaði við að láta flytja líkið til Albaníu. Söfnuninni er nú lokið og segja þau hana hafa gengið vel og eru afar þakklát. Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Annar mannanna sem varð fyrir hnífaárás á Austurvelli er látinn Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. 8. desember 2017 17:09 Áttu í stuttum samskiptum áður en árásin átti sér stað Blóðslóð frá vettvangi og upp á Ránaragötu 4. desember 2017 19:15 Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
Móðir Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. Gríðarleg sorg hefur heltekið fjölskylduna en þau lýsa Klevis sem ljúfum manni sem talaði um hvað Ísland væri öruggur og góður staður að búa á.Klevis Sula var fæddur þann 31. mars árið 1997 og var því aðeins tvítugur þegar hann lést af sárum sínum hér á landi á föstudag. Íslendingur á þrítugsaldri stakk Klevis og albanskan vin hans með hnífi á Austurvelli um síðustu helgi en vinurinn hefur jafnað sig að mestu eftir árásina. Meintur árásarmaður situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins en hann á enga afbrotasögu. Gríðarleg sorg hefur heltekið fjölskyldu Klevis en móðir hans og bróðir, komu til landsins um leið og þau heyrðu af því sem gerðist og voru með Klevis síðustu daga lífs hans. „Klevis var ljúfur og góður. Hann kom til Íslands til að vinna og öðlast betra líf,“ segir Enea Sula, bróðir Klevis. „Hann var yndislegur, Hann vildi hjálpa öllum. Vinum sínum og fjölskyldu. Hann talaði mjög vel um Íslendinga og kunni vel að meta fólkið hérna. Hann var mjög hamingjusamur að vera hérna,“ segir Natasha Sula, móðir Klevis. Vitnisburður vinar Klevis, sem einnig var stunginn umrætt kvöld, er á þá leið að Klevis hafi tekið eftir manni sem var grátandi. Hann hafi boðið honum aðstoð en þá verið stunginn með hnífi. Lögregla hefur sagt að stutt samskipti hafi verið milli mannanna áður en árásin átti sér stað. „Hann þekkti hann ekkert samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum. Hann vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann,“ segir Natasha.Klevis hafði aðeins verið hér í nokkra mánuði áður en hann lést en hann hafði áður dvalið hér á landi í einhverja mánuði. Hans draumur var að búa á Íslandi og talaði hann afar vel um landið að sögn Natasha. „Við héldum að Ísland væri mjög öruggt land og að svona myndi ekki gerast hérna. Klevis hafði líka alltaf sagt að það gæti ekkert slæmt gerst á Íslandi því hér væri fólk svo gott,“ segir Natasha. Vinir Klevis hófu fjársöfnun til styrktar fjölskyldunni á dögunum til að standa straum af útfararkostnaði og kostnaði við að láta flytja líkið til Albaníu. Söfnuninni er nú lokið og segja þau hana hafa gengið vel og eru afar þakklát.
Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Annar mannanna sem varð fyrir hnífaárás á Austurvelli er látinn Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. 8. desember 2017 17:09 Áttu í stuttum samskiptum áður en árásin átti sér stað Blóðslóð frá vettvangi og upp á Ránaragötu 4. desember 2017 19:15 Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
Annar mannanna sem varð fyrir hnífaárás á Austurvelli er látinn Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. 8. desember 2017 17:09
Áttu í stuttum samskiptum áður en árásin átti sér stað Blóðslóð frá vettvangi og upp á Ránaragötu 4. desember 2017 19:15
Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29