„Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. desember 2017 18:30 Móðir Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. Gríðarleg sorg hefur heltekið fjölskylduna en þau lýsa Klevis sem ljúfum manni sem talaði um hvað Ísland væri öruggur og góður staður að búa á.Klevis Sula var fæddur þann 31. mars árið 1997 og var því aðeins tvítugur þegar hann lést af sárum sínum hér á landi á föstudag. Íslendingur á þrítugsaldri stakk Klevis og albanskan vin hans með hnífi á Austurvelli um síðustu helgi en vinurinn hefur jafnað sig að mestu eftir árásina. Meintur árásarmaður situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins en hann á enga afbrotasögu. Gríðarleg sorg hefur heltekið fjölskyldu Klevis en móðir hans og bróðir, komu til landsins um leið og þau heyrðu af því sem gerðist og voru með Klevis síðustu daga lífs hans. „Klevis var ljúfur og góður. Hann kom til Íslands til að vinna og öðlast betra líf,“ segir Enea Sula, bróðir Klevis. „Hann var yndislegur, Hann vildi hjálpa öllum. Vinum sínum og fjölskyldu. Hann talaði mjög vel um Íslendinga og kunni vel að meta fólkið hérna. Hann var mjög hamingjusamur að vera hérna,“ segir Natasha Sula, móðir Klevis. Vitnisburður vinar Klevis, sem einnig var stunginn umrætt kvöld, er á þá leið að Klevis hafi tekið eftir manni sem var grátandi. Hann hafi boðið honum aðstoð en þá verið stunginn með hnífi. Lögregla hefur sagt að stutt samskipti hafi verið milli mannanna áður en árásin átti sér stað. „Hann þekkti hann ekkert samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum. Hann vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann,“ segir Natasha.Klevis hafði aðeins verið hér í nokkra mánuði áður en hann lést en hann hafði áður dvalið hér á landi í einhverja mánuði. Hans draumur var að búa á Íslandi og talaði hann afar vel um landið að sögn Natasha. „Við héldum að Ísland væri mjög öruggt land og að svona myndi ekki gerast hérna. Klevis hafði líka alltaf sagt að það gæti ekkert slæmt gerst á Íslandi því hér væri fólk svo gott,“ segir Natasha. Vinir Klevis hófu fjársöfnun til styrktar fjölskyldunni á dögunum til að standa straum af útfararkostnaði og kostnaði við að láta flytja líkið til Albaníu. Söfnuninni er nú lokið og segja þau hana hafa gengið vel og eru afar þakklát. Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Annar mannanna sem varð fyrir hnífaárás á Austurvelli er látinn Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. 8. desember 2017 17:09 Áttu í stuttum samskiptum áður en árásin átti sér stað Blóðslóð frá vettvangi og upp á Ránaragötu 4. desember 2017 19:15 Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Móðir Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. Gríðarleg sorg hefur heltekið fjölskylduna en þau lýsa Klevis sem ljúfum manni sem talaði um hvað Ísland væri öruggur og góður staður að búa á.Klevis Sula var fæddur þann 31. mars árið 1997 og var því aðeins tvítugur þegar hann lést af sárum sínum hér á landi á föstudag. Íslendingur á þrítugsaldri stakk Klevis og albanskan vin hans með hnífi á Austurvelli um síðustu helgi en vinurinn hefur jafnað sig að mestu eftir árásina. Meintur árásarmaður situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins en hann á enga afbrotasögu. Gríðarleg sorg hefur heltekið fjölskyldu Klevis en móðir hans og bróðir, komu til landsins um leið og þau heyrðu af því sem gerðist og voru með Klevis síðustu daga lífs hans. „Klevis var ljúfur og góður. Hann kom til Íslands til að vinna og öðlast betra líf,“ segir Enea Sula, bróðir Klevis. „Hann var yndislegur, Hann vildi hjálpa öllum. Vinum sínum og fjölskyldu. Hann talaði mjög vel um Íslendinga og kunni vel að meta fólkið hérna. Hann var mjög hamingjusamur að vera hérna,“ segir Natasha Sula, móðir Klevis. Vitnisburður vinar Klevis, sem einnig var stunginn umrætt kvöld, er á þá leið að Klevis hafi tekið eftir manni sem var grátandi. Hann hafi boðið honum aðstoð en þá verið stunginn með hnífi. Lögregla hefur sagt að stutt samskipti hafi verið milli mannanna áður en árásin átti sér stað. „Hann þekkti hann ekkert samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum. Hann vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann,“ segir Natasha.Klevis hafði aðeins verið hér í nokkra mánuði áður en hann lést en hann hafði áður dvalið hér á landi í einhverja mánuði. Hans draumur var að búa á Íslandi og talaði hann afar vel um landið að sögn Natasha. „Við héldum að Ísland væri mjög öruggt land og að svona myndi ekki gerast hérna. Klevis hafði líka alltaf sagt að það gæti ekkert slæmt gerst á Íslandi því hér væri fólk svo gott,“ segir Natasha. Vinir Klevis hófu fjársöfnun til styrktar fjölskyldunni á dögunum til að standa straum af útfararkostnaði og kostnaði við að láta flytja líkið til Albaníu. Söfnuninni er nú lokið og segja þau hana hafa gengið vel og eru afar þakklát.
Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Annar mannanna sem varð fyrir hnífaárás á Austurvelli er látinn Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. 8. desember 2017 17:09 Áttu í stuttum samskiptum áður en árásin átti sér stað Blóðslóð frá vettvangi og upp á Ránaragötu 4. desember 2017 19:15 Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Annar mannanna sem varð fyrir hnífaárás á Austurvelli er látinn Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. 8. desember 2017 17:09
Áttu í stuttum samskiptum áður en árásin átti sér stað Blóðslóð frá vettvangi og upp á Ránaragötu 4. desember 2017 19:15
Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29