Listin getur veitt öruggari leið 10. desember 2017 10:00 Jóhanna Lind Jónsdóttir, ráðgjafi og listmeðferðafræðingur hjá Stígamótum. MYND/ANTON BRINK Stígamót kynnir: Listmeðferð er meðferðarform þar sem notast er við listsköpun, ásamt samtalsmeðferð, við úrvinnslu áfalla eða erfiðrar reynslu. Listsköpunin getur veitt fólki tækifæri til að tjá sig með öðrum hætti en með orðum og því gefið aðra og dýpri innsýn í tilfinningalíf viðkomandi á þann hátt sem samtal getur ekki veitt, að sögn Jóhönnu Lindar Jónsdóttur, sem starfar sem ráðgjafi og listmeðferðarfræðingur hjá Stígamótum.Greiðari leið Hún segir listmeðferð geta gagnast fólki sem lent hefur í kynferðislegu ofbeldi. Yfirleitt sé mjög erfitt að ræða ofbeldið og afleiðingar þess en listin geti veitt öruggari leið sem er fjarlægari einstaklingnum heldur en ef hann segi frá í fyrstu persónu. „Minningar og hugsanir sem tengjast ofbeldinu geta oft á tíðum verið svo yfirþyrmandi að einstaklingurinn lokar á þær. Þegar kemur að úrvinnslu getur verið erfitt að opna aftur á slíkan sársauka. Listsköpun getur veitt greiðari leið fyrir viðkomandi að slíkum minningum og hugsunum heldur en ef um samtal væri að ræða. Einnig getur listmeðferð veitt annars konar aðgang að lokuðum minningum þar sem unnið er í efnivið sem örvar skynfæri, t.d. með lykt, áferð og hljóðum.“Samband myndað Einstaklingur sem á erfitt með að tjá sig á hefðbundinn hátt getur þannig nýtt sér listmeðferð til tjáningar á erfiðum og sársaukafullum upplifunum, líkt og kynferðisofbeldi er, segir Jóhanna. „Það fellur þá í hlut listmeðferðarfræðingsins að mynda samband við manneskjuna og veita henni öruggt rými til að opna á viðkomandi áföll og lífsreynslu. Um leið er mikilvægt að hafa í huga að ekki þarf þekkingu á listsköpun eða einhverja sérstaka hæfileika á því sviði til að nýta sér listmeðferð.“Þakklát tækifærinu Jóhanna útskrifaðist úr uppeldis- og menntunarfræði og sálfræði frá Háskóla Íslands eftir að hafa lokið fornámi í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Þaðan lá leið hennar til New York þar sem hún lærði listmeðferð í NYU háskólanum. „Eftir meistaranámið starfaði ég úti með einhverfum börnum í tæp tvö ár og síðan á Stuðlum eftir að ég kom heim. Ég er ótrúlega þakklát Stígamótum fyrir að gefa mér tækifæri til að starfa á þessum vettvangi með fullorðnum einstaklingum.“ Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Fleiri fréttir Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Sjá meira
Stígamót kynnir: Listmeðferð er meðferðarform þar sem notast er við listsköpun, ásamt samtalsmeðferð, við úrvinnslu áfalla eða erfiðrar reynslu. Listsköpunin getur veitt fólki tækifæri til að tjá sig með öðrum hætti en með orðum og því gefið aðra og dýpri innsýn í tilfinningalíf viðkomandi á þann hátt sem samtal getur ekki veitt, að sögn Jóhönnu Lindar Jónsdóttur, sem starfar sem ráðgjafi og listmeðferðarfræðingur hjá Stígamótum.Greiðari leið Hún segir listmeðferð geta gagnast fólki sem lent hefur í kynferðislegu ofbeldi. Yfirleitt sé mjög erfitt að ræða ofbeldið og afleiðingar þess en listin geti veitt öruggari leið sem er fjarlægari einstaklingnum heldur en ef hann segi frá í fyrstu persónu. „Minningar og hugsanir sem tengjast ofbeldinu geta oft á tíðum verið svo yfirþyrmandi að einstaklingurinn lokar á þær. Þegar kemur að úrvinnslu getur verið erfitt að opna aftur á slíkan sársauka. Listsköpun getur veitt greiðari leið fyrir viðkomandi að slíkum minningum og hugsunum heldur en ef um samtal væri að ræða. Einnig getur listmeðferð veitt annars konar aðgang að lokuðum minningum þar sem unnið er í efnivið sem örvar skynfæri, t.d. með lykt, áferð og hljóðum.“Samband myndað Einstaklingur sem á erfitt með að tjá sig á hefðbundinn hátt getur þannig nýtt sér listmeðferð til tjáningar á erfiðum og sársaukafullum upplifunum, líkt og kynferðisofbeldi er, segir Jóhanna. „Það fellur þá í hlut listmeðferðarfræðingsins að mynda samband við manneskjuna og veita henni öruggt rými til að opna á viðkomandi áföll og lífsreynslu. Um leið er mikilvægt að hafa í huga að ekki þarf þekkingu á listsköpun eða einhverja sérstaka hæfileika á því sviði til að nýta sér listmeðferð.“Þakklát tækifærinu Jóhanna útskrifaðist úr uppeldis- og menntunarfræði og sálfræði frá Háskóla Íslands eftir að hafa lokið fornámi í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Þaðan lá leið hennar til New York þar sem hún lærði listmeðferð í NYU háskólanum. „Eftir meistaranámið starfaði ég úti með einhverfum börnum í tæp tvö ár og síðan á Stuðlum eftir að ég kom heim. Ég er ótrúlega þakklát Stígamótum fyrir að gefa mér tækifæri til að starfa á þessum vettvangi með fullorðnum einstaklingum.“
Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Fleiri fréttir Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Sjá meira