Hátt í helmingur les smáskilaboð undir stýri Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. desember 2017 19:15 Hátt í helmingur ökumanna les skilaboð í símanum á meðan á akstri stendur samkvæmt nýrri könnun Samgöngustofu. Þá hefur það færst í aukana að ungmenni noti símann undir stýri. Þetta er mikið áhyggjuefni segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur hjá stofnuninni.Það að slá inn símanúmer á meðan verið er að keyra tólf faldar líkurnar á að það verði umferðarslys - samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn. Þá eru 25 prósent allra umferðarslysa í Bandaríkjunum rakin til þess að ökumaður var að lesa eða skrifa skilaboð á símann. Hér á landi liggur ekki fyrir bein tölfræði um slys af völdum farsímanotkunar enda oft mjög erfitt að sanna slíkt. Hins vegar er það alveg vitað mál að farsímanotkun undir stýri veldur fjölda slysa. Niðurstöður nýrrar könnunar Samgöngustofu, sem Maskína framkvæmdi, sýna að farsímanotkun er nokkuð algeng við akstur. 45 prósent ökumanna sögðust lesa skilaboð í símanum við akstur og 33 prósent skrifa skilaboð. Þá kemur einnig fram að farsímanotkun undir stýri sé sá þáttur sem veldur mestri truflun í umferðinni að mati ökumannanna sjálfra. 99 prósent svarenda telja að það sé hættulegt eða stórhættulegt að nota farsíma á meðan á akstri stendur. „Þrátt fyrir þetta þá eru 33 prósent sem viðhafa það að skrifa skilaboð í farsíma á meðan á akstri stendur þrátt fyrir það að þeir standi í þeirri meiningu að þetta sé hættulegt,“ segir Einar. Einar getur ekki útskýrt hver ástæða þess sé. „Ég veit ekki hvort ég eigi að þora að segja að þetta sé eitthvað í mannlegu eðli. Álit um að við sleppum alltaf. Það kemur ekkert fyrir mig.“ Einar Magnús segir að símanotkun undir stýri hafi færst í aukana. „Sérstaklega hjá ungu fólki og þá eru það fyrst og fremst samskipti mörg önnur en það að tala í símann og af því höfum við miklar áhyggjur,“ segir Einar og tekur dæmi um að verið sé að senda skilaboð á samskiptaforritinu Snapchat undir stýri. Samgöngustofa er nú að fara af stað með átakið „Gerum ekki neitt“ til að reyna stemma stigu við þróuninni. „Við erum að hvetja landsmenn til að gefa sér það heit núna um áramótin að gera einfaldlega ekki neitt þegar síminn kallar á það á meðan á akstri stendur,“ segir Einar Magnús. Samgöngur Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Hátt í helmingur ökumanna les skilaboð í símanum á meðan á akstri stendur samkvæmt nýrri könnun Samgöngustofu. Þá hefur það færst í aukana að ungmenni noti símann undir stýri. Þetta er mikið áhyggjuefni segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur hjá stofnuninni.Það að slá inn símanúmer á meðan verið er að keyra tólf faldar líkurnar á að það verði umferðarslys - samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn. Þá eru 25 prósent allra umferðarslysa í Bandaríkjunum rakin til þess að ökumaður var að lesa eða skrifa skilaboð á símann. Hér á landi liggur ekki fyrir bein tölfræði um slys af völdum farsímanotkunar enda oft mjög erfitt að sanna slíkt. Hins vegar er það alveg vitað mál að farsímanotkun undir stýri veldur fjölda slysa. Niðurstöður nýrrar könnunar Samgöngustofu, sem Maskína framkvæmdi, sýna að farsímanotkun er nokkuð algeng við akstur. 45 prósent ökumanna sögðust lesa skilaboð í símanum við akstur og 33 prósent skrifa skilaboð. Þá kemur einnig fram að farsímanotkun undir stýri sé sá þáttur sem veldur mestri truflun í umferðinni að mati ökumannanna sjálfra. 99 prósent svarenda telja að það sé hættulegt eða stórhættulegt að nota farsíma á meðan á akstri stendur. „Þrátt fyrir þetta þá eru 33 prósent sem viðhafa það að skrifa skilaboð í farsíma á meðan á akstri stendur þrátt fyrir það að þeir standi í þeirri meiningu að þetta sé hættulegt,“ segir Einar. Einar getur ekki útskýrt hver ástæða þess sé. „Ég veit ekki hvort ég eigi að þora að segja að þetta sé eitthvað í mannlegu eðli. Álit um að við sleppum alltaf. Það kemur ekkert fyrir mig.“ Einar Magnús segir að símanotkun undir stýri hafi færst í aukana. „Sérstaklega hjá ungu fólki og þá eru það fyrst og fremst samskipti mörg önnur en það að tala í símann og af því höfum við miklar áhyggjur,“ segir Einar og tekur dæmi um að verið sé að senda skilaboð á samskiptaforritinu Snapchat undir stýri. Samgöngustofa er nú að fara af stað með átakið „Gerum ekki neitt“ til að reyna stemma stigu við þróuninni. „Við erum að hvetja landsmenn til að gefa sér það heit núna um áramótin að gera einfaldlega ekki neitt þegar síminn kallar á það á meðan á akstri stendur,“ segir Einar Magnús.
Samgöngur Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira