Sjö hinna slösuðu enn á spítala Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 29. desember 2017 14:32 Tólf voru fluttir alvarlega slasaðir með tveimur þyrlum til Reykjavíkur eftir slysið á miðvikudag. Vísir/Anton Brink Sjö farþegar sem voru í hópferðabifreið er hafnaði utan vegar eftir árekstur við fólksbíl í grennd við Kirkjubæjarklaustur í fyrradag eru enn á sjúkrahúsi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Tólf voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar í kjölfar slyssins en einn farþegi var úrskurðaður látinn á slysstað. Í hópferðabifreiðinni voru 44 kínverskir ferðamenn auk bifreiðastjóra og leiðsögumanns. Í tilkynningu frá Landspítalanum segir að af þeim sjö sem enn dveljast á spítala séu fimm á almennum legudeildum en tveir á gjörgæsludeild. Stefán Hrafn Hagalín deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans staðfesti í samtali við Vísi að líðan sjúklinganna fimm sem ekki eru á gjörgæslu sé nokkuð góð og vonast er til þess að tveir þeirra verði útskrifaðir í dag. Rútubílstjórinn sem ók rútunni er meðal þeirra sem hafa verið útskrifaður af spítalanum. Rútan var á vegum Hópferðabíla Akureyrar. Stefán vildi ekki veita nánari upplýsingar um líðan þeirra tveggja sem enn eru á gjörgæslu en ákvörðun um að veita ekki slíkar upplýsingar var tekin á fundi í gær. Mikið álag var á sjúkrahúsinu á miðvikudaginn vegna slyssins en að sögn Ólafs Baldurssonar framkvæmdastjóra lækninga á Landspítalanum gekk samvinna þeirra sem komu að aðgerðunum vel. „Ljóst er að starfsfólk bráðamóttöku, gjörgæslu, skurðdeilda og skurðstofa Landspítala hefur enn einu sinni unnið þrekvirki sem við erum öll stolt af,“ segir Ólafur. Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Tengdar fréttir Slysið hefði getað orðið hvar sem er á landinu Fyrrverandi samgönguráðherra segir að rútuslysið á Suðurlandsvegi í gær hefði getað orðið hvar sem er á landinu. Ekki sé hægt að taka þennan tiltekna vegarkafla út fyrir sviga þegar talað er um umbætur í vegakerfinu. 28. desember 2017 12:15 Berjast fyrir lífi sínu eftir rútuslysið Einn lést og fjöldi er sár eftir að rúta endaði utan vegar skammt frá Kirkjubæjarklaustri. 28. desember 2017 11:15 Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11 Búið að opna Suðurlandsveg á ný Lokað var fyrir umferð um þjóðveginn í dag vegna rútuslyss. 27. desember 2017 21:20 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Sjö farþegar sem voru í hópferðabifreið er hafnaði utan vegar eftir árekstur við fólksbíl í grennd við Kirkjubæjarklaustur í fyrradag eru enn á sjúkrahúsi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Tólf voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar í kjölfar slyssins en einn farþegi var úrskurðaður látinn á slysstað. Í hópferðabifreiðinni voru 44 kínverskir ferðamenn auk bifreiðastjóra og leiðsögumanns. Í tilkynningu frá Landspítalanum segir að af þeim sjö sem enn dveljast á spítala séu fimm á almennum legudeildum en tveir á gjörgæsludeild. Stefán Hrafn Hagalín deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans staðfesti í samtali við Vísi að líðan sjúklinganna fimm sem ekki eru á gjörgæslu sé nokkuð góð og vonast er til þess að tveir þeirra verði útskrifaðir í dag. Rútubílstjórinn sem ók rútunni er meðal þeirra sem hafa verið útskrifaður af spítalanum. Rútan var á vegum Hópferðabíla Akureyrar. Stefán vildi ekki veita nánari upplýsingar um líðan þeirra tveggja sem enn eru á gjörgæslu en ákvörðun um að veita ekki slíkar upplýsingar var tekin á fundi í gær. Mikið álag var á sjúkrahúsinu á miðvikudaginn vegna slyssins en að sögn Ólafs Baldurssonar framkvæmdastjóra lækninga á Landspítalanum gekk samvinna þeirra sem komu að aðgerðunum vel. „Ljóst er að starfsfólk bráðamóttöku, gjörgæslu, skurðdeilda og skurðstofa Landspítala hefur enn einu sinni unnið þrekvirki sem við erum öll stolt af,“ segir Ólafur.
Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Tengdar fréttir Slysið hefði getað orðið hvar sem er á landinu Fyrrverandi samgönguráðherra segir að rútuslysið á Suðurlandsvegi í gær hefði getað orðið hvar sem er á landinu. Ekki sé hægt að taka þennan tiltekna vegarkafla út fyrir sviga þegar talað er um umbætur í vegakerfinu. 28. desember 2017 12:15 Berjast fyrir lífi sínu eftir rútuslysið Einn lést og fjöldi er sár eftir að rúta endaði utan vegar skammt frá Kirkjubæjarklaustri. 28. desember 2017 11:15 Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11 Búið að opna Suðurlandsveg á ný Lokað var fyrir umferð um þjóðveginn í dag vegna rútuslyss. 27. desember 2017 21:20 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Slysið hefði getað orðið hvar sem er á landinu Fyrrverandi samgönguráðherra segir að rútuslysið á Suðurlandsvegi í gær hefði getað orðið hvar sem er á landinu. Ekki sé hægt að taka þennan tiltekna vegarkafla út fyrir sviga þegar talað er um umbætur í vegakerfinu. 28. desember 2017 12:15
Berjast fyrir lífi sínu eftir rútuslysið Einn lést og fjöldi er sár eftir að rúta endaði utan vegar skammt frá Kirkjubæjarklaustri. 28. desember 2017 11:15
Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11
Búið að opna Suðurlandsveg á ný Lokað var fyrir umferð um þjóðveginn í dag vegna rútuslyss. 27. desember 2017 21:20