Sjö milljónir króna til „ýmissa verkefna“ Ólafs Ragnars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2017 10:50 Ólafur Ragnar, eiginkona hans Dorrit Moussaieff, ásamt Vigdísi Finnbogadóttur. Vísir/Pjetur Meirihluti fjárlaganefndar gerir tillögu að sjö milljóna tímabundnu framlagi til utanríkisþjónustunnar í nefndaráliti um frumvarp til fjárlaga. Peningarnir eru ætlaðir Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta Íslands, til ýmissa verkefna sem séu enn á hans borði eftir að hann lét af embætti árið 2016. Áætlað er að viðbótarkostnaður utanríkisráðuneytis vegna þessa nemi allt að 7 millj. kr. á ári, um 5,5 millj. kr. vegna launakostnaðar og um 1,5 millj. kr. vegna ferðakostnaðar að því er segir í álitinu. Vísar nefndin til þess að í nágrannalöndunum sé viðtekin venja að fyrrverandi þjóðarleiðtogum bjóðist slík þjónusta. Þá hafi fyrrverandi forseta Íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, verið tryggð aðstoð og þjónusta af þessu tagi. Lífið eftir Bessastaði Ólafur Ragnar hefur verið á faraldsfæti undanfarna mánuði og sagðist í viðtali í Fréttablaðinu í september upplifa meira frelsi en hann hefði gert um áratuga skeið. „Þetta hefur að mörgu leyti verið mjög skemmtilegur og gefandi tími, þó að ferðalögin hafi kannski verið nokkuð mikil. Það var tekið saman í fjölskyldunni fyrir skömmu að á þessu rúma ári síðan ég hætti sem forseti væri ég búinn að halda fyrirlestra og ræður á ráðstefnum og þingum í 15 borgum í fimm heimsálfum,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann hefur farið til Bandaríkjanna, Kanada, Evrópu, Rússlands, Kína, Kasakstan, Miðausturlanda, Afríku og Suður-Ameríku á undnaförnu ári. „Tíminn hefur því að mörgu leyti verið annasamari en hann var á tíðum meðan ég var á Bessastöðum. Þá tóku daglegar annir og föst verkefni forsetaembættisins ansi mikinn tíma. Það var oft erfitt að sinna meginmálum og höfuðáherslum sem ég hafði haft mikinn áhuga á og skipta Ísland miklu máli. En eftir að ég lét af embætti þá hef ég frelsi til að velja og hafna. Það eru ánægjuleg viðbrigði. Það er eiginlega í fyrsta skipti sem ég hef haft það vegna þess að meðan ég var þingmaður og ráðherra þá voru skyldurnar, kvöðin að vera á vettvangi dagsdaglega svo mikil að ég hafði ekki slíkt frelsi.“ Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar gerir tillögu að sjö milljóna tímabundnu framlagi til utanríkisþjónustunnar í nefndaráliti um frumvarp til fjárlaga. Peningarnir eru ætlaðir Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta Íslands, til ýmissa verkefna sem séu enn á hans borði eftir að hann lét af embætti árið 2016. Áætlað er að viðbótarkostnaður utanríkisráðuneytis vegna þessa nemi allt að 7 millj. kr. á ári, um 5,5 millj. kr. vegna launakostnaðar og um 1,5 millj. kr. vegna ferðakostnaðar að því er segir í álitinu. Vísar nefndin til þess að í nágrannalöndunum sé viðtekin venja að fyrrverandi þjóðarleiðtogum bjóðist slík þjónusta. Þá hafi fyrrverandi forseta Íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, verið tryggð aðstoð og þjónusta af þessu tagi. Lífið eftir Bessastaði Ólafur Ragnar hefur verið á faraldsfæti undanfarna mánuði og sagðist í viðtali í Fréttablaðinu í september upplifa meira frelsi en hann hefði gert um áratuga skeið. „Þetta hefur að mörgu leyti verið mjög skemmtilegur og gefandi tími, þó að ferðalögin hafi kannski verið nokkuð mikil. Það var tekið saman í fjölskyldunni fyrir skömmu að á þessu rúma ári síðan ég hætti sem forseti væri ég búinn að halda fyrirlestra og ræður á ráðstefnum og þingum í 15 borgum í fimm heimsálfum,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann hefur farið til Bandaríkjanna, Kanada, Evrópu, Rússlands, Kína, Kasakstan, Miðausturlanda, Afríku og Suður-Ameríku á undnaförnu ári. „Tíminn hefur því að mörgu leyti verið annasamari en hann var á tíðum meðan ég var á Bessastöðum. Þá tóku daglegar annir og föst verkefni forsetaembættisins ansi mikinn tíma. Það var oft erfitt að sinna meginmálum og höfuðáherslum sem ég hafði haft mikinn áhuga á og skipta Ísland miklu máli. En eftir að ég lét af embætti þá hef ég frelsi til að velja og hafna. Það eru ánægjuleg viðbrigði. Það er eiginlega í fyrsta skipti sem ég hef haft það vegna þess að meðan ég var þingmaður og ráðherra þá voru skyldurnar, kvöðin að vera á vettvangi dagsdaglega svo mikil að ég hafði ekki slíkt frelsi.“
Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira