Barnlaus á aðfangadag: Sá fyrir sér að grenja ofan í möndlugrautinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. desember 2017 19:30 Björk og Karl á Hesteyri í sumar. Vísir / Úr einkasafni Björk Eiðsdóttir, ritstýra tímaritsins MAN eyddi aðfangadegi með sambýlismanni sínum, Karli Ægi Karlssyni. Þau eiga samtals sex börn úr fyrri samböndum, hann þrjú og hún þrjú, og eru börnin á aldrinum sex ára til 24 ára. Á aðfangadag voru Björk og Karl tvö ein í kotinu. Björk var í fyrsta sinn án barna sinna á aðfangadag í hitteðfyrra og segir það hafa valdið sér miklum kvíða. „Þessi fyrsti aðfangadagur án þeirra var mér gríðarlega kvíðvænlegur og ég get alveg viðurkennt að ég var hálfóþolandi allan desember. Ég hef eins og margir aðrir gert mér svolítið erfitt fyrir í gegnum tíðina með því að vera fastheldin á hefðir og ætla að hafa jól barna minna helst eins og jólin voru í minni barnæsku – frekar háleitt og ómögulegt verkefni þegar aðstæður eru allt aðrar. Svo lengi lærir sem lifir og allt það. Þegar þau svo voru ekki hjá mér í fyrsta sinn sá ég fyrir mér að stara á auða stólana og grenja ofan í möndlugrautinn, en ákvað að snúa vörn í sókn,“ segir Björk. Hún og Karl gripu til sinna ráða og ákváðu að gera eitthvað alveg nýtt á jólum. Kærustuparið á áramótunum í fyrra. Einu Íslendingarnir á hótelinu „Ég og maðurinn minn pöntuðum okkur kvöldverð og gistingu á hóteli úti á landi á aðfangadag og tékkuðum okkur þar inn um miðjan dag. Okkur var tilkynnt við komuna að við værum einu Íslendingarnir á hótelinu og þóttum greinilega áhugaverð í augum starfsfólks – enda hafa augljóslega ekki margir Íslendingar fengið slíka hugdettu. Eftir að hafa hlýtt á kirkjuklukkurnar á RÚV hringja jólin inn gengum við prúðbúin til veitingastaðar hótelsins og nutum dýrindis þjónustu og matar. Allur jólablús hvarf eins og dögg fyrir sólu enda aðstæður allt aðrar en vanalega og auðveldara að gleyma stað og stund en þó njóta hátíðleikans.“ Fjandi rómantískt aðfangadagskvöld Eins og áður segir voru Björk og Karl líka barnlaus á aðfangadag í ár, en sáu enga ástæðu til að flýja út á land. Á jólunum 2016 klæddu Björk og Karl sig í svuntur í stíl.Vísir / Úr einkasafni „Jólin okkar í ár voru svo frábær og alveg óþarft að flýja heimilið í þetta sinn enda reynsla komin á að skipta aðeins um gír og njóta sín á öðrum og ekkert síðri forsendum,“ segir Björk og bætir við að þessi dagur hafi verið stresslaus og frekar rómantískur.„Á aðfangadag vorum við tvö á nýja heimilinu okkar og elduðum meira að segja tvíréttað, enda er sumt enn heilagt og allir ættu að fá það sem þeim finnst best að borða á jólunum. Hér voru því á boðstólum rjúpur og hamborgarhryggur: Fyrir tvo. Aðfangadagur var sérlega rólegur eins og gefur að skilja og stressið víðs fjarri. Dekka borð fyrir tvo, ganga frá eftir tvo, opna pakka fyrir tvo. Þetta er fljótgert allt saman – og bara fjandi rómantískt!“Jólin ekki aðeins einn dagurBjörk segir að hinir jóladagarnir séu vel nýttir með börnunum, enda séu jólin sem betur fer ekki bara einn dagur.„Eftir aðfangadag koma svo jóladagur, annar í jólum og svo framvegis og við höfum nýtt þá daga með börnunum okkar, opnað pakka, farið í jólaboð og notið samverunnar. Jólin eru ekki aðeins einn dagur og það er bara þakklátt að teygja aðeins á stemningunni,“ segir ritstýran og bætir við að á gamlárskvöld verði mikið stuð á heimilinu.Björk og börnin: Blær, Birta og Eiður.Vísir / Úr einkasafni„Gamlárskvöld verður svo allt önnur saga! Þá erum við með fullt hús af afkomendum, foreldrum og vinum. Gott dæmi um hversu gaman það getur verið að hafa þetta alls konar er að hálfsystir minna barna ætlar meira að segja að fagna nýju ári með okkur. Tilhlökkunin er gríðarleg og ég er að beita mig hörðu með að fara ekki að leggja á borð og skreyta núna strax.“Björk segist hafa fengið ýmis viðbrögð við þessu barnleysi á aðfangadag en segir mikilvægt að börnin fái að halda jól með þeim sem þau elski.„Ef við meinum það að jólin séu hátíð barnanna ættum við að setja okkar eigin þarfir örlítið til hliðar og leyfa afkomendunum að njóta með öllum þeim sem þau elska – og elska þau. Þau græða þá bara fleiri daga sem haldið er upp á sérstaklega og fullorðna fólkið græðir öðruvísi jól – sem þeim er engin vorkunn yfir. Ég hef nefnilega fengið alls konar viðbrögð við því að vera barnlaus á aðfangadag: vorkunn, dóm og öfund. Allt alveg sérlega óþarft. Gleðileg alls konar jól!“ Börn og uppeldi Jól Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Björk Eiðsdóttir, ritstýra tímaritsins MAN eyddi aðfangadegi með sambýlismanni sínum, Karli Ægi Karlssyni. Þau eiga samtals sex börn úr fyrri samböndum, hann þrjú og hún þrjú, og eru börnin á aldrinum sex ára til 24 ára. Á aðfangadag voru Björk og Karl tvö ein í kotinu. Björk var í fyrsta sinn án barna sinna á aðfangadag í hitteðfyrra og segir það hafa valdið sér miklum kvíða. „Þessi fyrsti aðfangadagur án þeirra var mér gríðarlega kvíðvænlegur og ég get alveg viðurkennt að ég var hálfóþolandi allan desember. Ég hef eins og margir aðrir gert mér svolítið erfitt fyrir í gegnum tíðina með því að vera fastheldin á hefðir og ætla að hafa jól barna minna helst eins og jólin voru í minni barnæsku – frekar háleitt og ómögulegt verkefni þegar aðstæður eru allt aðrar. Svo lengi lærir sem lifir og allt það. Þegar þau svo voru ekki hjá mér í fyrsta sinn sá ég fyrir mér að stara á auða stólana og grenja ofan í möndlugrautinn, en ákvað að snúa vörn í sókn,“ segir Björk. Hún og Karl gripu til sinna ráða og ákváðu að gera eitthvað alveg nýtt á jólum. Kærustuparið á áramótunum í fyrra. Einu Íslendingarnir á hótelinu „Ég og maðurinn minn pöntuðum okkur kvöldverð og gistingu á hóteli úti á landi á aðfangadag og tékkuðum okkur þar inn um miðjan dag. Okkur var tilkynnt við komuna að við værum einu Íslendingarnir á hótelinu og þóttum greinilega áhugaverð í augum starfsfólks – enda hafa augljóslega ekki margir Íslendingar fengið slíka hugdettu. Eftir að hafa hlýtt á kirkjuklukkurnar á RÚV hringja jólin inn gengum við prúðbúin til veitingastaðar hótelsins og nutum dýrindis þjónustu og matar. Allur jólablús hvarf eins og dögg fyrir sólu enda aðstæður allt aðrar en vanalega og auðveldara að gleyma stað og stund en þó njóta hátíðleikans.“ Fjandi rómantískt aðfangadagskvöld Eins og áður segir voru Björk og Karl líka barnlaus á aðfangadag í ár, en sáu enga ástæðu til að flýja út á land. Á jólunum 2016 klæddu Björk og Karl sig í svuntur í stíl.Vísir / Úr einkasafni „Jólin okkar í ár voru svo frábær og alveg óþarft að flýja heimilið í þetta sinn enda reynsla komin á að skipta aðeins um gír og njóta sín á öðrum og ekkert síðri forsendum,“ segir Björk og bætir við að þessi dagur hafi verið stresslaus og frekar rómantískur.„Á aðfangadag vorum við tvö á nýja heimilinu okkar og elduðum meira að segja tvíréttað, enda er sumt enn heilagt og allir ættu að fá það sem þeim finnst best að borða á jólunum. Hér voru því á boðstólum rjúpur og hamborgarhryggur: Fyrir tvo. Aðfangadagur var sérlega rólegur eins og gefur að skilja og stressið víðs fjarri. Dekka borð fyrir tvo, ganga frá eftir tvo, opna pakka fyrir tvo. Þetta er fljótgert allt saman – og bara fjandi rómantískt!“Jólin ekki aðeins einn dagurBjörk segir að hinir jóladagarnir séu vel nýttir með börnunum, enda séu jólin sem betur fer ekki bara einn dagur.„Eftir aðfangadag koma svo jóladagur, annar í jólum og svo framvegis og við höfum nýtt þá daga með börnunum okkar, opnað pakka, farið í jólaboð og notið samverunnar. Jólin eru ekki aðeins einn dagur og það er bara þakklátt að teygja aðeins á stemningunni,“ segir ritstýran og bætir við að á gamlárskvöld verði mikið stuð á heimilinu.Björk og börnin: Blær, Birta og Eiður.Vísir / Úr einkasafni„Gamlárskvöld verður svo allt önnur saga! Þá erum við með fullt hús af afkomendum, foreldrum og vinum. Gott dæmi um hversu gaman það getur verið að hafa þetta alls konar er að hálfsystir minna barna ætlar meira að segja að fagna nýju ári með okkur. Tilhlökkunin er gríðarleg og ég er að beita mig hörðu með að fara ekki að leggja á borð og skreyta núna strax.“Björk segist hafa fengið ýmis viðbrögð við þessu barnleysi á aðfangadag en segir mikilvægt að börnin fái að halda jól með þeim sem þau elski.„Ef við meinum það að jólin séu hátíð barnanna ættum við að setja okkar eigin þarfir örlítið til hliðar og leyfa afkomendunum að njóta með öllum þeim sem þau elska – og elska þau. Þau græða þá bara fleiri daga sem haldið er upp á sérstaklega og fullorðna fólkið græðir öðruvísi jól – sem þeim er engin vorkunn yfir. Ég hef nefnilega fengið alls konar viðbrögð við því að vera barnlaus á aðfangadag: vorkunn, dóm og öfund. Allt alveg sérlega óþarft. Gleðileg alls konar jól!“
Börn og uppeldi Jól Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira