Slysið undirstriki nýjan vanda ferðaþjónustunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. desember 2017 06:34 Vignir Þór Siggeirsson er þakklátur öllum þeim sem unnu að björguninni í gær. Vísir/Vilhelm Talsmaður Hópferðabíla Akureyrar segir ökulag ferðamanna á bílaleigubílum vera einn stærsta vandann sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir í dag. Þannig sé orsaka rútuslyssins á Suðurlandsvegi í gær meðal annars að leita í aksturslagi bílstjóra fólksbifreiðarinnar sem rúta fyrirtækisins hafnaði á með þeim afleiðingum að einn lést og tólf slösuðust alvarlega. Talsmaðurinn, Vignir Þór Siggeirsson, segist í færslu á Facebook vera þakklátur öllum þeim viðbragðsaðilum og íbúum Skaftárhrepps sem komu að björguninni í gær. Hann harmar slysið og segir hug allra starfsmanna Hópferðabíla Akureyrar vera hjá aðstandendum stúlkunnar sem lést, rétt eins og hjá bílstjóra fyrirtækisins og öðrum sem slösuðst í Eldhrauni. Segist hann hafa nefnt það við löggæslumenn á vettvangi í gær að íslensk ferðaþjónusta ætti við nýtt vandamál að stríða. „Bílstjórar hefðu frá fyrstu dögum bílamenningar barist við veður, snjó, hálku og lausagöngu búfjár,“ segir Vignir og bætir við að sum þessara vandamála væru úr sögunni en önnur ekki. Hins vegar búi ferðaþjónustan við eitt stórt og mikið vandamál sem Vignir áætlar að sé hættulegasti farartálmi og slysavaldur á íslenskum þjóðvegum.Sjá einnig: Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu „Það eru skyndiákvarðanir ökumanna á bílaleigubílum sem snarhemla á miðjum þjóðvegi ef eitthvað áhugavert sést eða gerist. Eða þá að þeir átta sig á að þeir eru að fara ranga leið og taka U-beygju á vegi fyrirvararlaust án þess að hugsa eða sjá fyrir sér aðra umferð í kringum sig,“ segir Vignir í færslunni. Hann kallar jafnframt eftir meira eftirliti með umferð á milli Víkur í Mýrdal og Jökulsárslón. Þó svo að leiðin sé undir umferðarmörkum Vegagerðarinnar um hálkuvarnir í efsta flokki - „verður Vegagerðin að átta sig á því að sennilega er yfir 70% af farartækjum þeirrar talningar með alls-óvana ökumenn undir stýri!“ segir Vignir. Tekur hann þar í sama streng og Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, sem sagði í gær að það væri furða að vegurinn austan Víkur sé í svo lágum þjónustuflokki í ljósi umferðarinnar um veginn. Vignir lýkur færslu sinni á því að brýna fyrir starfsmönnum ferðaþjónustunnar að hleypa ekki farþegum út úr bíl á slysstað. „Farþegar eiga ekkert erindi inn á slysstað, því miður gerðist það í dag á slysstað að rúta hleypti öllum sínum farþegum út úr bílnum sem tafði fyrir og raskaði verksummerkjum á slysstað. Við hljótum öll að vera sammála um að halda farþegum inn í bíl, þó að leiðsögumaður og bílstjóri geti komið til aðstoðar á slysstað,“ segir talsmaður Hópferðabíla Akureyrar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01 Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11 Búið að opna Suðurlandsveg á ný Lokað var fyrir umferð um þjóðveginn í dag vegna rútuslyss. 27. desember 2017 21:20 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Talsmaður Hópferðabíla Akureyrar segir ökulag ferðamanna á bílaleigubílum vera einn stærsta vandann sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir í dag. Þannig sé orsaka rútuslyssins á Suðurlandsvegi í gær meðal annars að leita í aksturslagi bílstjóra fólksbifreiðarinnar sem rúta fyrirtækisins hafnaði á með þeim afleiðingum að einn lést og tólf slösuðust alvarlega. Talsmaðurinn, Vignir Þór Siggeirsson, segist í færslu á Facebook vera þakklátur öllum þeim viðbragðsaðilum og íbúum Skaftárhrepps sem komu að björguninni í gær. Hann harmar slysið og segir hug allra starfsmanna Hópferðabíla Akureyrar vera hjá aðstandendum stúlkunnar sem lést, rétt eins og hjá bílstjóra fyrirtækisins og öðrum sem slösuðst í Eldhrauni. Segist hann hafa nefnt það við löggæslumenn á vettvangi í gær að íslensk ferðaþjónusta ætti við nýtt vandamál að stríða. „Bílstjórar hefðu frá fyrstu dögum bílamenningar barist við veður, snjó, hálku og lausagöngu búfjár,“ segir Vignir og bætir við að sum þessara vandamála væru úr sögunni en önnur ekki. Hins vegar búi ferðaþjónustan við eitt stórt og mikið vandamál sem Vignir áætlar að sé hættulegasti farartálmi og slysavaldur á íslenskum þjóðvegum.Sjá einnig: Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu „Það eru skyndiákvarðanir ökumanna á bílaleigubílum sem snarhemla á miðjum þjóðvegi ef eitthvað áhugavert sést eða gerist. Eða þá að þeir átta sig á að þeir eru að fara ranga leið og taka U-beygju á vegi fyrirvararlaust án þess að hugsa eða sjá fyrir sér aðra umferð í kringum sig,“ segir Vignir í færslunni. Hann kallar jafnframt eftir meira eftirliti með umferð á milli Víkur í Mýrdal og Jökulsárslón. Þó svo að leiðin sé undir umferðarmörkum Vegagerðarinnar um hálkuvarnir í efsta flokki - „verður Vegagerðin að átta sig á því að sennilega er yfir 70% af farartækjum þeirrar talningar með alls-óvana ökumenn undir stýri!“ segir Vignir. Tekur hann þar í sama streng og Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, sem sagði í gær að það væri furða að vegurinn austan Víkur sé í svo lágum þjónustuflokki í ljósi umferðarinnar um veginn. Vignir lýkur færslu sinni á því að brýna fyrir starfsmönnum ferðaþjónustunnar að hleypa ekki farþegum út úr bíl á slysstað. „Farþegar eiga ekkert erindi inn á slysstað, því miður gerðist það í dag á slysstað að rúta hleypti öllum sínum farþegum út úr bílnum sem tafði fyrir og raskaði verksummerkjum á slysstað. Við hljótum öll að vera sammála um að halda farþegum inn í bíl, þó að leiðsögumaður og bílstjóri geti komið til aðstoðar á slysstað,“ segir talsmaður Hópferðabíla Akureyrar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01 Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11 Búið að opna Suðurlandsveg á ný Lokað var fyrir umferð um þjóðveginn í dag vegna rútuslyss. 27. desember 2017 21:20 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01
Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11
Búið að opna Suðurlandsveg á ný Lokað var fyrir umferð um þjóðveginn í dag vegna rútuslyss. 27. desember 2017 21:20