Viðskipti erlent

Banki greiði sekt í kjölfar Panamalekans

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Nordea-stórbankinn þarf að greiða 2 milljónir evra í sekt í Lúxemborg.
Nordea-stórbankinn þarf að greiða 2 milljónir evra í sekt í Lúxemborg.
Fjármálaeftirlitið í Lúxemborg hefur sektað Nordea-stórbankann í kjölfar afhjúpana í Panamaskjölunum sem lekið var í apríl 2016.

Þar kom fram að Nordea hafði aðstoðað ríka skjólstæðinga við að stofna skúffufyrirtæki í gegnum lögmannsstofu í Panama.

Fjármálaeftirlitið í Lúxemborg segir bankann og átta aðrar fjármálastofnanir hafa brotið gegn lögum um peningaþvætti.

Sektin sem Nordea og aðrar peningastofnanir þurfa að greiða nemur rúmlega 2 milljónum evra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×