Vill breytingar í þágu allra fjölmiðla Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. desember 2017 06:00 Rekstur Ríkisútvarpsins er fjármagnaður með opinberum fjárframlögum. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir ekki pólitískan vilja til að breyta því. Þess vegna verði gripið til annarra ráðstafana. vísir/anton brink „Það liggur alveg fyrir og stendur í stjórnarsáttmálanum að við ætlum að skoða starfsumhverfi íslenskra fjölmiðla til að styrkja það. Eitt af því sem hefur verið nefnt er skattalegt umhverfi og ég hef í hyggju að koma með tillögur sem miða að þessu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann leggur til að virðisaukaskattur á áskriftum prent-, ljósvaka- og netmiðla verði afnuminn. Slíkar breytingar geti orðið mikilvægt skref til að styrkja rekstur sjálfstæðra fjölmiðla og væri um leið yfirlýsing um nauðsyn þess að leiðrétta samkeppnisstöðuna. Lilja AlfreðsdóttirEðli málsins samkvæmt myndi slík aðgerð gagnast betur þeim fjölmiðlum sem byggja rekstur sinn á áskriftartekjum í bland við auglýsingatekjur en þeim sem byggja reksturinn einvörðungu á auglýsingatekjum. „Vandinn er sá að þú ert alltaf með fílinn í herberginu og fíllinn heitir Ríkisútvarpið,“ segir Óli Björn við Fréttablaðið. Ríkisútvarpið taki stóran hluta af því ráðstöfunarfé sem fólk ver í fjölmiðla með lögþvinguðum hætti og hann sjái enga möguleika á að því verði hætt í fyrirsjáanlegri framtíð. „Ég held að það sé ekki pólitískur vilji til þess. Þá kemur að því að þú getur að minnsta kosti komið til móts við sjálfstæða fjölmiðla er varðar virðisaukaskattinn.“ Óli Björn segir þingið líka standa frammi fyrir því hvort hægt sé að ganga enn lengra í að jafna stöðuna með því að þrengja að stöðu RÚV í því að keppa við einkarekna fjölmiðla á auglýsingamarkaði. Jafnframt þurfi að setja þrengri skorður við kostun. „Ég held að velflestir ríkisreknir fjölmiðlar í nágrannalöndunum séu ekki á auglýsingamarkaði.“ Lilja segir að nálgast verði málið heildstætt. „Það verður tekið tillit til allra þeirra fjölmiðla sem eru starfandi og til þess hvernig samkeppni þeir eru í, við erlenda aðila og annað.“ Lilja fagnar því að formaður efnahags- og viðskiptanefndar vilji styrkja rekstrarumhverfi fjölmiðla. „Ég er líka að nálgast þetta út frá því að setja íslenskuna í öndvegi. Því öflugri fjölmiðla sem við erum með, því meiri líkur eru á því að við náum að styrkja umhverfi íslenskunnar,“ segir hún. Lilja segist geta hugsað sér að leggja fram þingsályktunartillögu um íslenskuna. Hafa svo fimm liði undir því, það eru fjölmiðlar, kvikmyndir, bókmenntir, tónlist og máltækni. Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
„Það liggur alveg fyrir og stendur í stjórnarsáttmálanum að við ætlum að skoða starfsumhverfi íslenskra fjölmiðla til að styrkja það. Eitt af því sem hefur verið nefnt er skattalegt umhverfi og ég hef í hyggju að koma með tillögur sem miða að þessu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann leggur til að virðisaukaskattur á áskriftum prent-, ljósvaka- og netmiðla verði afnuminn. Slíkar breytingar geti orðið mikilvægt skref til að styrkja rekstur sjálfstæðra fjölmiðla og væri um leið yfirlýsing um nauðsyn þess að leiðrétta samkeppnisstöðuna. Lilja AlfreðsdóttirEðli málsins samkvæmt myndi slík aðgerð gagnast betur þeim fjölmiðlum sem byggja rekstur sinn á áskriftartekjum í bland við auglýsingatekjur en þeim sem byggja reksturinn einvörðungu á auglýsingatekjum. „Vandinn er sá að þú ert alltaf með fílinn í herberginu og fíllinn heitir Ríkisútvarpið,“ segir Óli Björn við Fréttablaðið. Ríkisútvarpið taki stóran hluta af því ráðstöfunarfé sem fólk ver í fjölmiðla með lögþvinguðum hætti og hann sjái enga möguleika á að því verði hætt í fyrirsjáanlegri framtíð. „Ég held að það sé ekki pólitískur vilji til þess. Þá kemur að því að þú getur að minnsta kosti komið til móts við sjálfstæða fjölmiðla er varðar virðisaukaskattinn.“ Óli Björn segir þingið líka standa frammi fyrir því hvort hægt sé að ganga enn lengra í að jafna stöðuna með því að þrengja að stöðu RÚV í því að keppa við einkarekna fjölmiðla á auglýsingamarkaði. Jafnframt þurfi að setja þrengri skorður við kostun. „Ég held að velflestir ríkisreknir fjölmiðlar í nágrannalöndunum séu ekki á auglýsingamarkaði.“ Lilja segir að nálgast verði málið heildstætt. „Það verður tekið tillit til allra þeirra fjölmiðla sem eru starfandi og til þess hvernig samkeppni þeir eru í, við erlenda aðila og annað.“ Lilja fagnar því að formaður efnahags- og viðskiptanefndar vilji styrkja rekstrarumhverfi fjölmiðla. „Ég er líka að nálgast þetta út frá því að setja íslenskuna í öndvegi. Því öflugri fjölmiðla sem við erum með, því meiri líkur eru á því að við náum að styrkja umhverfi íslenskunnar,“ segir hún. Lilja segist geta hugsað sér að leggja fram þingsályktunartillögu um íslenskuna. Hafa svo fimm liði undir því, það eru fjölmiðlar, kvikmyndir, bókmenntir, tónlist og máltækni.
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira