Stjörnurnar vísa veginn Lilja Alfreðsdóttir skrifar 28. desember 2017 07:00 Kjör á íþróttamanni ársins fer fram í dag. Þetta er mikilvæg hefð í íslensku íþróttalífi landans þar sem árið er gert upp. Íþróttafólk ársins í öllum greinum kemur saman og tekur við viðurkenningum fyrir góðan árangur á árinu sem er að líða. Þessi viðburður á sér sögu frá árinu 1956 þegar nokkrir starfandi íþróttafréttamenn stofnuðu Samtök íþróttafréttamanna 14. febrúar til þess að vinna að betri aðstöðu við störf sín á vettvangi. Viðburðurinn skipar mikilvægan sess í hugum manna og ávallt sýnist sitt hverjum um valið hverju sinni, sem er til merkis um ástríðu Íslendinga á íþróttum. Á undanförnum árum hefur afreksfólk okkar náð einstökum árangri. Afreksfólkið sjálft hefur lagt á sig miklar og þrotlausar æfingar til þess að ná því markmiði að geta keppt á við besta íþróttafólk veraldar. Þetta er mikilvægasti þátturinn í árangri þeirra. En það skiptir ekki síður máli að sköpuð séu góð skilyrði fyrir afreksfólkið til þess að hægt sé að ná svona langt. Stjórnvöld hafa með nýlegum samningum við íþróttahreyfinguna lagt aukinn stuðning til afreksstarfs til þess að styðja betur við þessa þróun og efla árangur afreksíþróttafólks enn frekar. Afrek íþróttafólksins okkar eru ósjaldan uppspretta samræðna og gleði. Reglulega sameinar það okkur fyrir framan sjónvarpsskjái vítt og breitt um landið og veitir ungu fólki innblástur til að stunda íþróttir, leggja sig fram og ná langt. Þetta er ómetanlegt á svo margan hátt. Forvarnargildi skipulagðs íþróttastarfs hefur til að mynda sannað gildi sitt. Rannsóknir hafa sýnt að skipulagt íþróttastarf, þar sem aðstaðan er góð og undir handleiðslu ábyrgra og vel menntaðra þjálfara og leiðbeinenda, hefur forvarnargildi þegar kemur að ýmiskonar áhættuhegðun. Einnig eru sterkar vísbendingar og fleiri rannsóknir[1] sem sýna fram á sterkt samband á milli aukinnar hreyfingar og frammistöðu í námi. Á sínum tíma var Benedikt Waage, þáverandi forseti ÍSÍ, spurður hvort réttlætanlegt væri að velja einn úr hópi íþróttafólks sem íþróttamann ársins og svaraði hann því til að stjörnurnar vísa veginn, sem fyrirmyndir unga fólksins. Hægt er að taka undir þau góðu orð. [1] Trudeau og Shepard, 2008.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Kjör á íþróttamanni ársins fer fram í dag. Þetta er mikilvæg hefð í íslensku íþróttalífi landans þar sem árið er gert upp. Íþróttafólk ársins í öllum greinum kemur saman og tekur við viðurkenningum fyrir góðan árangur á árinu sem er að líða. Þessi viðburður á sér sögu frá árinu 1956 þegar nokkrir starfandi íþróttafréttamenn stofnuðu Samtök íþróttafréttamanna 14. febrúar til þess að vinna að betri aðstöðu við störf sín á vettvangi. Viðburðurinn skipar mikilvægan sess í hugum manna og ávallt sýnist sitt hverjum um valið hverju sinni, sem er til merkis um ástríðu Íslendinga á íþróttum. Á undanförnum árum hefur afreksfólk okkar náð einstökum árangri. Afreksfólkið sjálft hefur lagt á sig miklar og þrotlausar æfingar til þess að ná því markmiði að geta keppt á við besta íþróttafólk veraldar. Þetta er mikilvægasti þátturinn í árangri þeirra. En það skiptir ekki síður máli að sköpuð séu góð skilyrði fyrir afreksfólkið til þess að hægt sé að ná svona langt. Stjórnvöld hafa með nýlegum samningum við íþróttahreyfinguna lagt aukinn stuðning til afreksstarfs til þess að styðja betur við þessa þróun og efla árangur afreksíþróttafólks enn frekar. Afrek íþróttafólksins okkar eru ósjaldan uppspretta samræðna og gleði. Reglulega sameinar það okkur fyrir framan sjónvarpsskjái vítt og breitt um landið og veitir ungu fólki innblástur til að stunda íþróttir, leggja sig fram og ná langt. Þetta er ómetanlegt á svo margan hátt. Forvarnargildi skipulagðs íþróttastarfs hefur til að mynda sannað gildi sitt. Rannsóknir hafa sýnt að skipulagt íþróttastarf, þar sem aðstaðan er góð og undir handleiðslu ábyrgra og vel menntaðra þjálfara og leiðbeinenda, hefur forvarnargildi þegar kemur að ýmiskonar áhættuhegðun. Einnig eru sterkar vísbendingar og fleiri rannsóknir[1] sem sýna fram á sterkt samband á milli aukinnar hreyfingar og frammistöðu í námi. Á sínum tíma var Benedikt Waage, þáverandi forseti ÍSÍ, spurður hvort réttlætanlegt væri að velja einn úr hópi íþróttafólks sem íþróttamann ársins og svaraði hann því til að stjörnurnar vísa veginn, sem fyrirmyndir unga fólksins. Hægt er að taka undir þau góðu orð. [1] Trudeau og Shepard, 2008.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun