Ekki fleiri konur í Kvennaathvarfinu á þessari öld Þórdís Valsdóttir skrifar 27. desember 2017 16:15 Sigþrúður Guðmundsdóttir er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Vísir/stefán Jólin voru haldin hátíðleg í Kvennaathvarfinu og dvöldu 20 manns í húsinu yfir hátíðarnar, konur og börn. Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir að hátt í 150 konur hafi dvalið í athvarfinu það sem af er ári. „Það hafa ekki verið svo margar konur í dvöl hjá okkur á þessari öld. Meðaldvölin er líka alltaf að lengjast þannig að hópurinn er alltaf að stækka og það eru fleiri í dvöl á hverjum degi heldur en áður hefur verið,“ segir Sigþrúður. Sigþrúður segir að jólin hafi verið haldin hátíðleg með pompi og prakt og að vel hafi tekist til. „Það var allt til alls og húsið var fallega skreytt. Það voru einnig mikið af gjöfum sem biðu þeirra sem voru hjá okkur,“ segir Sigþrúður en Kvennaathvarfið fékk mikinn stuðning frá ýmsum aðilum til að geta haldið jól með þessum hætti fyrir íbúana. Jólahaldið í athvarfinu byrjaði á hádegi á aðfangadegi jóla. „Við vorum með möndlugraut og fengum til okkar góða gesti og ýmsa sem höfðu tengst okkur á árinu. Við áttum ótrúlega skemmtilega stund.“ Sigþrúður segir að jólahaldið hafi verið tiltölulega eðlilegt og að gleði hafi ríkt miðað við aðstæður. „Þetta er auðvitað hópur sem velur sér ekki að halda jól saman og margir vildu kannski vera annars staðar en það var ótrúlega falleg stemning sem myndaðist og það var góður andi. Öllum virtist líða vel.“Meðaldvölin lengistÁ síðasta ári voru að sögn Sigþrúðar að meðaltali 25 íbúar í húsinu á hverjum degi, 13 konur og 12 börn. „Við eigum ekki tölurnar ennþá fyrir þetta ár en ég get ímyndað mér að þetta sé eitthvað svipað,“ segir Sigþrúður. Á árinu fjölgaði herbergjunum í Kvennaathvarfinu úr átta í ellefu og einnig eru önnur herbergi nýtt sem vistarverur. „Á þessu ári hafa allt að 35 íbúar verið í húsinu í einu, sem er í raun of mikið svo fólk geti fengið þá ró sem þau þurfa á að halda,“ segir Sigþrúður. Meðaldvöl kvenna í húsinu hefur einnig aukist á árinu og Sigþrúður segir að ástæða þess sé bæði erfið staða á húsnæðismarkaði og einnig ákvarðanir sem teknar voru innanhúss um að leyfa konum að taka sér lengri tíma í athvarfinu. „Þetta verður til þess að við sjáum alltaf færri og færri konur fara aftur til ofbeldismanna. Þessi þróun kemur því ekki endilega til af slæmu.“ Félagsmál Jól Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Jólin voru haldin hátíðleg í Kvennaathvarfinu og dvöldu 20 manns í húsinu yfir hátíðarnar, konur og börn. Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir að hátt í 150 konur hafi dvalið í athvarfinu það sem af er ári. „Það hafa ekki verið svo margar konur í dvöl hjá okkur á þessari öld. Meðaldvölin er líka alltaf að lengjast þannig að hópurinn er alltaf að stækka og það eru fleiri í dvöl á hverjum degi heldur en áður hefur verið,“ segir Sigþrúður. Sigþrúður segir að jólin hafi verið haldin hátíðleg með pompi og prakt og að vel hafi tekist til. „Það var allt til alls og húsið var fallega skreytt. Það voru einnig mikið af gjöfum sem biðu þeirra sem voru hjá okkur,“ segir Sigþrúður en Kvennaathvarfið fékk mikinn stuðning frá ýmsum aðilum til að geta haldið jól með þessum hætti fyrir íbúana. Jólahaldið í athvarfinu byrjaði á hádegi á aðfangadegi jóla. „Við vorum með möndlugraut og fengum til okkar góða gesti og ýmsa sem höfðu tengst okkur á árinu. Við áttum ótrúlega skemmtilega stund.“ Sigþrúður segir að jólahaldið hafi verið tiltölulega eðlilegt og að gleði hafi ríkt miðað við aðstæður. „Þetta er auðvitað hópur sem velur sér ekki að halda jól saman og margir vildu kannski vera annars staðar en það var ótrúlega falleg stemning sem myndaðist og það var góður andi. Öllum virtist líða vel.“Meðaldvölin lengistÁ síðasta ári voru að sögn Sigþrúðar að meðaltali 25 íbúar í húsinu á hverjum degi, 13 konur og 12 börn. „Við eigum ekki tölurnar ennþá fyrir þetta ár en ég get ímyndað mér að þetta sé eitthvað svipað,“ segir Sigþrúður. Á árinu fjölgaði herbergjunum í Kvennaathvarfinu úr átta í ellefu og einnig eru önnur herbergi nýtt sem vistarverur. „Á þessu ári hafa allt að 35 íbúar verið í húsinu í einu, sem er í raun of mikið svo fólk geti fengið þá ró sem þau þurfa á að halda,“ segir Sigþrúður. Meðaldvöl kvenna í húsinu hefur einnig aukist á árinu og Sigþrúður segir að ástæða þess sé bæði erfið staða á húsnæðismarkaði og einnig ákvarðanir sem teknar voru innanhúss um að leyfa konum að taka sér lengri tíma í athvarfinu. „Þetta verður til þess að við sjáum alltaf færri og færri konur fara aftur til ofbeldismanna. Þessi þróun kemur því ekki endilega til af slæmu.“
Félagsmál Jól Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu