Spá mikilli fjölgun hælisleitenda í Evrópu með hækkandi hita Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. desember 2017 07:00 Loftslagsbreytingar eru taldar hafa áhrif á fjölda hælisleitenda. Nígerskir hælisleitendur á leið til Evrópu. Nordicphotos/AFP Haldi hnattræn losun gróðurhúsalofttegunda áfram með óbreyttum hætti næstu áratugina er von á að fjöldi hælisleitenda í Evrópu þrefaldist fyrir árið 2100. Þannig er áætlað að hælisleitendum fjölgi um 660 þúsund á ári. Þetta eru meginniðurstöður nýrrar rannsóknar frá Columbia-háskóla sem birtar voru í vísindaritinu Science á dögunum. Rannsóknarhöfundarnir könnuðu hvernig óvæntar veðurfarsbreytingar köstuðust á við hælisumsóknir í Evrópusambandinu á árunum 2000 til 2014. Meðalfjöldi hælisleitenda á tímabilinu var 351 þúsund á ári. Höfundarnir leggja áherslu á tvær sviðsmyndir í baráttu alþjóðasamfélagsins við losun gróðurhúsalofttegunda. Báðar byggjast þær á losunarlíkönum vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Annars vegar er um að ræða líkan sem gerir ráð fyrir tiltölulega öflugum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en í þeirri sviðsmynd fjölgar hælisleitendum í ESB um 28 prósent fyrir árið 2100, eða um 98 þúsund manns á ári. Hins vegar er það sviðsmynd sem byggist á óbreyttri stöðu í losun gróðurhúsalofttegunda, þar sem hælisleitendum fjölgar um 188 prósent, eða um 660 þúsund á ári. Á þessu fimmtán ára tímabili bárust hælisumsóknir frá 103 mismunandi löndum. Þegar rannsóknarhöfundarnir könnuðu frávik í hitastigi á landbúnaðarsvæðum þeirra kom í ljós að því meira sem hiti fór yfir 20 gráður á vaxtartíma, því líklegra var fólk á svæðinu til að leita hælis annars staðar. Parísarsamningurinn, sem langflestar þjóðir heims eiga aðild að, var samþykktur þann 12. desember árið 2015 og gerir ráð fyrir hnattrænu átaki í losun gróðurhúsalofttegunda með það að markmiði að halda hlýnun Jarðar í eða undir tveimur gráðum, sé miðað við hitastig fyrir tíma iðnbyltingarinnar. Þannig gera jafnvel bjartsýnustu áætlanir ráð fyrir talsverðri hækkun og þar með mikilli fjölgun hælisleitenda í Evrópu, ef marka má rannsóknina frá Columbia-háskóla. Kenningar hafa lengi verið á lofti um að snöggar breytingar á veðurfari stuðli að fólksflótta, átökum og óstöðugleika. Árið 2011 sýndu vísindamenn fram á tengsl milli þurrkatíðar vegna El Niño-veðurfyrirbærisins og aukinna átaka og ofbeldis. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Haldi hnattræn losun gróðurhúsalofttegunda áfram með óbreyttum hætti næstu áratugina er von á að fjöldi hælisleitenda í Evrópu þrefaldist fyrir árið 2100. Þannig er áætlað að hælisleitendum fjölgi um 660 þúsund á ári. Þetta eru meginniðurstöður nýrrar rannsóknar frá Columbia-háskóla sem birtar voru í vísindaritinu Science á dögunum. Rannsóknarhöfundarnir könnuðu hvernig óvæntar veðurfarsbreytingar köstuðust á við hælisumsóknir í Evrópusambandinu á árunum 2000 til 2014. Meðalfjöldi hælisleitenda á tímabilinu var 351 þúsund á ári. Höfundarnir leggja áherslu á tvær sviðsmyndir í baráttu alþjóðasamfélagsins við losun gróðurhúsalofttegunda. Báðar byggjast þær á losunarlíkönum vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Annars vegar er um að ræða líkan sem gerir ráð fyrir tiltölulega öflugum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en í þeirri sviðsmynd fjölgar hælisleitendum í ESB um 28 prósent fyrir árið 2100, eða um 98 þúsund manns á ári. Hins vegar er það sviðsmynd sem byggist á óbreyttri stöðu í losun gróðurhúsalofttegunda, þar sem hælisleitendum fjölgar um 188 prósent, eða um 660 þúsund á ári. Á þessu fimmtán ára tímabili bárust hælisumsóknir frá 103 mismunandi löndum. Þegar rannsóknarhöfundarnir könnuðu frávik í hitastigi á landbúnaðarsvæðum þeirra kom í ljós að því meira sem hiti fór yfir 20 gráður á vaxtartíma, því líklegra var fólk á svæðinu til að leita hælis annars staðar. Parísarsamningurinn, sem langflestar þjóðir heims eiga aðild að, var samþykktur þann 12. desember árið 2015 og gerir ráð fyrir hnattrænu átaki í losun gróðurhúsalofttegunda með það að markmiði að halda hlýnun Jarðar í eða undir tveimur gráðum, sé miðað við hitastig fyrir tíma iðnbyltingarinnar. Þannig gera jafnvel bjartsýnustu áætlanir ráð fyrir talsverðri hækkun og þar með mikilli fjölgun hælisleitenda í Evrópu, ef marka má rannsóknina frá Columbia-háskóla. Kenningar hafa lengi verið á lofti um að snöggar breytingar á veðurfari stuðli að fólksflótta, átökum og óstöðugleika. Árið 2011 sýndu vísindamenn fram á tengsl milli þurrkatíðar vegna El Niño-veðurfyrirbærisins og aukinna átaka og ofbeldis.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira