Áttræð hættir að hjúkra jafnöldrum til að komast í ræktina Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. desember 2017 21:00 Gíslína Erla, eða Erla eins og hún er alltaf kölluð, hefur starfað við hjúkrun í 34 ár eða frá því hún var á fimmtugsaldri. Hún nýtur starfsins og ákvað því að mennta sig í faginu. „Ég fór að læra félagsliðann þegar ég var 68 ára og útskrifaðist sjötug,“ segir Erla sem er að verða áttræð og hefur ákveðið að fara á eftirlaun um áramótin. „Ég hef nú oft ætlað að hætta en aldrei orðið af því. En nú er aldurinn orðinn það mikill að nú hætti ég að vinna og fer að sinna öðru. Það er margt sem ég get gert - ég hef alltaf nóg að gera. Það er sundið, sundleikfimi og ræktin, og sumarbústaðurinn.“ Erla segist hafa notið starfsins alla tíð og að vaktavinna henti sér vel. „Ég hef unnið morgun-, kvöld- og næturvaktir og tek næturvaktir enn í dag,“ segir Erla en næturvaktirnar eru í sérlegu uppáhaldi. „Ég er b-manneskja," segir hún. Erla er eldri en margir skjólstæðingarnir sem hún hjúkrar og verkefnin geta verið ansi krefjandi, bæði andlega og líkamlega. En hún segist vera þakklát fyrir góða heilsu og samstarfsmenn bera henni vel söguna. „Erla er náttúrulega bara frábær starfsmaður. Hún tekur aldrei veikindadaga, kemur alltaf í vinnuna og gefur þessum tvítugu ekkert eftir - hún er mjög dugleg," segir Íris Dögg Guðjónsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á Eir. Bæði samstarfsmenn og skjólstæðingar segjast kveðja Erlu með miklum söknuði og sama segir Erla sem nýtur þess að vinna með eldra fólki. „Það er mjög skemmtilegt og gefandi að sinna því og það er alltaf mjög þakklátt fyrir allt sem gert er fyrir það,“ segir hún en hún hefur eignast marga góða vini í gegnum starfið og ætlar að koma í heimsókn eftir að hún lýkur störfum. „Já, það ætla ég að gera. Mér þykir vænt um staðinn og skjólstæðingana og starfsfólkið og mun halda áfram að koma hingað.“ Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Gíslína Erla, eða Erla eins og hún er alltaf kölluð, hefur starfað við hjúkrun í 34 ár eða frá því hún var á fimmtugsaldri. Hún nýtur starfsins og ákvað því að mennta sig í faginu. „Ég fór að læra félagsliðann þegar ég var 68 ára og útskrifaðist sjötug,“ segir Erla sem er að verða áttræð og hefur ákveðið að fara á eftirlaun um áramótin. „Ég hef nú oft ætlað að hætta en aldrei orðið af því. En nú er aldurinn orðinn það mikill að nú hætti ég að vinna og fer að sinna öðru. Það er margt sem ég get gert - ég hef alltaf nóg að gera. Það er sundið, sundleikfimi og ræktin, og sumarbústaðurinn.“ Erla segist hafa notið starfsins alla tíð og að vaktavinna henti sér vel. „Ég hef unnið morgun-, kvöld- og næturvaktir og tek næturvaktir enn í dag,“ segir Erla en næturvaktirnar eru í sérlegu uppáhaldi. „Ég er b-manneskja," segir hún. Erla er eldri en margir skjólstæðingarnir sem hún hjúkrar og verkefnin geta verið ansi krefjandi, bæði andlega og líkamlega. En hún segist vera þakklát fyrir góða heilsu og samstarfsmenn bera henni vel söguna. „Erla er náttúrulega bara frábær starfsmaður. Hún tekur aldrei veikindadaga, kemur alltaf í vinnuna og gefur þessum tvítugu ekkert eftir - hún er mjög dugleg," segir Íris Dögg Guðjónsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á Eir. Bæði samstarfsmenn og skjólstæðingar segjast kveðja Erlu með miklum söknuði og sama segir Erla sem nýtur þess að vinna með eldra fólki. „Það er mjög skemmtilegt og gefandi að sinna því og það er alltaf mjög þakklátt fyrir allt sem gert er fyrir það,“ segir hún en hún hefur eignast marga góða vini í gegnum starfið og ætlar að koma í heimsókn eftir að hún lýkur störfum. „Já, það ætla ég að gera. Mér þykir vænt um staðinn og skjólstæðingana og starfsfólkið og mun halda áfram að koma hingað.“
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira