Kofi Hrafns Gunnlaugssonar í Laugarnesinu til útleigu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. desember 2017 08:00 Víkingaskjöldur er fyrir ofan innganginn að kofanum sem Hrafn leigir út á Airbnb. Airbnb/Hrafn Jökulsson „Yndislegur staður“, „einstök hönnun“ og „geggjaðir gestgjafar“. Á þennan veg hljóma umsagnir gesta sem hafa leigt víkingakofa kvikmyndaleikstjórans Hrafns Gunnlaugssonar í Laugarnesinu undanfarna mánuði. Hrafn er með kofann til leigu í gegnum leigusíðuna Airbnb sem nokkur þúsund Íslendingar nýta sér, ýmist endrum og sinnum eða hafa meginþorra tekna sinna af viðskiptum í gegnum síðuna. Verðið er 22 þúsund krónur nóttin. Gestir virðast kunna vel að meta nuddpottinn. Nuddpotturinn slær í gegn Í lýsingu á kofanum kemur fram að hann sé 39 fermetrar og þar geti allt að fjórir gist. Þar er stærðarinnar sturta, nuddpottur, hiti í gólfi, þvottavél og eldhús. Þá sé stutt að fara út að strönd og staðsetningin sé frábær til að skima um eftir norðurljósum. Engar veislur eða viðburðir eru þó leyfðar á lóðinni, reykingar bannaðar og vera gæludýra afþökkuð. Sjö hafa veit Hrafni umsögn og hafa þær verið á einn veg, fimm og aftur fimm stjörnur, frá því útleiga hófst í sumar. Langt utan við mörk lóðar Hrafns Gunnlaugssonar hefur hann reist bátaskýli í fjöruborðinu.Vísir/Daníel „Ég naut þess sérstaklega að geta slakað á í nuddpottinum eftir langt flug,“ segir einn gestur. „Hlýtur að vera eftirsóttasta gistingin í Reykjavík!“ segir annar. Þá er Hrafni og konu hans Yairu endurtekið þökkuð gestrisnin.Rúmið í víkingakofanum hans Hrafns.Airbnb/Hrafn GunnlaugssonUmboðsmaður borgarbúa ósátturKofinn er á lóð Hrafns í Laugarnesinu þar sem Hrafn býr ásamt konu sinni. Óhætt er að segja að lóðin sé einstök að því leyti að Hrafn hefur komið upp ýmsum skúlptúr í anda víkinganna sem verið hafa honum innblástur fjölda kvikmynda í gegnum árin.Töluverður styr hefur staðið um lóðina og hefur Hrafn staðið í stappi við Reykjavíkurborg um árabil vegna óleyfisframkvæmda á lóðinni. Hrafn Gunnlaugsson leikstýrði meðal annars Myrkrahöfðingjanum og Hrafninn flýgur.visir/gvaUmboðsmaður borgarbúa hefur verið mjög harðorður í garð borgarinnar og sagt borgina bera að framfylgja ákvörðunum sínum um að fjarlægja byggingar sem reistar hafi verið í óleyfi.Íbúð Hrafns á Airbnb. Airbnb Hús og heimili Húsnæðismál Tengdar fréttir „Það mega margir verða voða hneykslaðir á mér, ég hef bara gaman af því“ Hrafn Gunnlaugsson rifjaði upp umræðu um kynferðislega áreitni í útvarpsráði og viðbrögð frægrar leikkonu við þeirri henni. 26. nóvember 2017 14:00 „Maður veltir því fyrir sér hvort garðyrkjustjóri hafi ekkert betra að gera“ Hrafn Gunnlaugsson var ósáttur við að verið væri að rífa upp tröllahvönnina. 21. júlí 2017 20:29 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
„Yndislegur staður“, „einstök hönnun“ og „geggjaðir gestgjafar“. Á þennan veg hljóma umsagnir gesta sem hafa leigt víkingakofa kvikmyndaleikstjórans Hrafns Gunnlaugssonar í Laugarnesinu undanfarna mánuði. Hrafn er með kofann til leigu í gegnum leigusíðuna Airbnb sem nokkur þúsund Íslendingar nýta sér, ýmist endrum og sinnum eða hafa meginþorra tekna sinna af viðskiptum í gegnum síðuna. Verðið er 22 þúsund krónur nóttin. Gestir virðast kunna vel að meta nuddpottinn. Nuddpotturinn slær í gegn Í lýsingu á kofanum kemur fram að hann sé 39 fermetrar og þar geti allt að fjórir gist. Þar er stærðarinnar sturta, nuddpottur, hiti í gólfi, þvottavél og eldhús. Þá sé stutt að fara út að strönd og staðsetningin sé frábær til að skima um eftir norðurljósum. Engar veislur eða viðburðir eru þó leyfðar á lóðinni, reykingar bannaðar og vera gæludýra afþökkuð. Sjö hafa veit Hrafni umsögn og hafa þær verið á einn veg, fimm og aftur fimm stjörnur, frá því útleiga hófst í sumar. Langt utan við mörk lóðar Hrafns Gunnlaugssonar hefur hann reist bátaskýli í fjöruborðinu.Vísir/Daníel „Ég naut þess sérstaklega að geta slakað á í nuddpottinum eftir langt flug,“ segir einn gestur. „Hlýtur að vera eftirsóttasta gistingin í Reykjavík!“ segir annar. Þá er Hrafni og konu hans Yairu endurtekið þökkuð gestrisnin.Rúmið í víkingakofanum hans Hrafns.Airbnb/Hrafn GunnlaugssonUmboðsmaður borgarbúa ósátturKofinn er á lóð Hrafns í Laugarnesinu þar sem Hrafn býr ásamt konu sinni. Óhætt er að segja að lóðin sé einstök að því leyti að Hrafn hefur komið upp ýmsum skúlptúr í anda víkinganna sem verið hafa honum innblástur fjölda kvikmynda í gegnum árin.Töluverður styr hefur staðið um lóðina og hefur Hrafn staðið í stappi við Reykjavíkurborg um árabil vegna óleyfisframkvæmda á lóðinni. Hrafn Gunnlaugsson leikstýrði meðal annars Myrkrahöfðingjanum og Hrafninn flýgur.visir/gvaUmboðsmaður borgarbúa hefur verið mjög harðorður í garð borgarinnar og sagt borgina bera að framfylgja ákvörðunum sínum um að fjarlægja byggingar sem reistar hafi verið í óleyfi.Íbúð Hrafns á Airbnb.
Airbnb Hús og heimili Húsnæðismál Tengdar fréttir „Það mega margir verða voða hneykslaðir á mér, ég hef bara gaman af því“ Hrafn Gunnlaugsson rifjaði upp umræðu um kynferðislega áreitni í útvarpsráði og viðbrögð frægrar leikkonu við þeirri henni. 26. nóvember 2017 14:00 „Maður veltir því fyrir sér hvort garðyrkjustjóri hafi ekkert betra að gera“ Hrafn Gunnlaugsson var ósáttur við að verið væri að rífa upp tröllahvönnina. 21. júlí 2017 20:29 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
„Það mega margir verða voða hneykslaðir á mér, ég hef bara gaman af því“ Hrafn Gunnlaugsson rifjaði upp umræðu um kynferðislega áreitni í útvarpsráði og viðbrögð frægrar leikkonu við þeirri henni. 26. nóvember 2017 14:00
„Maður veltir því fyrir sér hvort garðyrkjustjóri hafi ekkert betra að gera“ Hrafn Gunnlaugsson var ósáttur við að verið væri að rífa upp tröllahvönnina. 21. júlí 2017 20:29
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda