Fjölmenningarlegt samfélag að rísa á Suðurnesjum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. desember 2017 21:00 Gert er ráð fyrir að sextíu þúsund manns muni starfa í og við keflavíkurflugvöll árið 2040, í beinum og afleiddum störfum. Jafnframt spáir Framtíðarsetur Íslands að íbúm Suðurnesja muni fjölga um 55% á næstu þrettán árum og verða um 35 þúsund talsins árið 2030. Reykjanesbær hefur gert ráðstafanir vegna þessa. „Þetta er búið að vera mjög spennandi. Við höfum endurskoðað aðalskipulag og gerum ráð fyrir mikilli uppbyggingu, segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. En uppbygging er líka kostnaðarsöm. Reykjanesbær sem hefur verið skuldum hlaðinn, hefur nú gert áætlun í samstarfi við eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga sem hefur verið samþykkt. Friðjón segir reksturinn ganga vel í dag. „Við erum búin að ganga frá samningum við alla kröfuhafa þannig að við erum mjög klár í framhaldið,“ segir hann. Atvinnuleysi er vel innan við tvö prósent í Reykjanesbæ og því er stóra spurningin hvernig muni ganga að manna þessi störf. „Við vitum að það verða útlendingar sem munu sinna mikið af þessum störfum og við verðum bara að vanda okkur við að taka utan um þetta fólk. Faðma þessa útlendinga og gera þá hluta af samfélaginu. Þannig að allar byggingarframkvæmdir vera samkvæmt skipulagi. Við erum ekki að reisa nein gettó heldur verður fólk að samlagast okkur – þetta verður fjölþjóðlegt samfélag.“Fjallað hefur verið um húsnæðisskort í Reykjanesbæ síðustu mánuði en Friðjón segir jafnvægi vera að komast á markaðinn og von sé á hundruðum bygginga á næstu tveimur til þremur árum. Hundrað manns er nú á biðlista eftir félagslegu húsnæði þrátt fyrir að Reykjanesbær sé með eitt hæsta hlutfall félagslegra íbúða á Íslandi. Friðjón útskýrir það með aðsókn fólks í bæinn úr öðrum sveitarfélögum. „Nágrannasveitarfélögin eru ekki eins stórtæk í félagslegum íbúðum, þau mættu herða sig verulega,“ segir Friðjón. Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Boðist til að taka börn í fóstur við útburð hjá Sýslumanni Fimmtán eru heimilislausir í Reykjanesbæ og fjögurra ára bið eftir félagslegu húsnæði. Ástandið hefur aldrei verið jafn slæmt. Úrræðin felast fyrst og fremst í stuðningi við leigu en ekkert húsnæði er að fá. 23. júlí 2017 20:00 Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári Ef spár um fólksfjölgun á Suðurnesjum ganga eftir þarf að byggja íbúðir fyrir 10.800 fleiri íbúa á næstu þrettán árum eða allt að 400 nýjar íbúðir á hverju ári. 24. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Gert er ráð fyrir að sextíu þúsund manns muni starfa í og við keflavíkurflugvöll árið 2040, í beinum og afleiddum störfum. Jafnframt spáir Framtíðarsetur Íslands að íbúm Suðurnesja muni fjölga um 55% á næstu þrettán árum og verða um 35 þúsund talsins árið 2030. Reykjanesbær hefur gert ráðstafanir vegna þessa. „Þetta er búið að vera mjög spennandi. Við höfum endurskoðað aðalskipulag og gerum ráð fyrir mikilli uppbyggingu, segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. En uppbygging er líka kostnaðarsöm. Reykjanesbær sem hefur verið skuldum hlaðinn, hefur nú gert áætlun í samstarfi við eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga sem hefur verið samþykkt. Friðjón segir reksturinn ganga vel í dag. „Við erum búin að ganga frá samningum við alla kröfuhafa þannig að við erum mjög klár í framhaldið,“ segir hann. Atvinnuleysi er vel innan við tvö prósent í Reykjanesbæ og því er stóra spurningin hvernig muni ganga að manna þessi störf. „Við vitum að það verða útlendingar sem munu sinna mikið af þessum störfum og við verðum bara að vanda okkur við að taka utan um þetta fólk. Faðma þessa útlendinga og gera þá hluta af samfélaginu. Þannig að allar byggingarframkvæmdir vera samkvæmt skipulagi. Við erum ekki að reisa nein gettó heldur verður fólk að samlagast okkur – þetta verður fjölþjóðlegt samfélag.“Fjallað hefur verið um húsnæðisskort í Reykjanesbæ síðustu mánuði en Friðjón segir jafnvægi vera að komast á markaðinn og von sé á hundruðum bygginga á næstu tveimur til þremur árum. Hundrað manns er nú á biðlista eftir félagslegu húsnæði þrátt fyrir að Reykjanesbær sé með eitt hæsta hlutfall félagslegra íbúða á Íslandi. Friðjón útskýrir það með aðsókn fólks í bæinn úr öðrum sveitarfélögum. „Nágrannasveitarfélögin eru ekki eins stórtæk í félagslegum íbúðum, þau mættu herða sig verulega,“ segir Friðjón.
Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Boðist til að taka börn í fóstur við útburð hjá Sýslumanni Fimmtán eru heimilislausir í Reykjanesbæ og fjögurra ára bið eftir félagslegu húsnæði. Ástandið hefur aldrei verið jafn slæmt. Úrræðin felast fyrst og fremst í stuðningi við leigu en ekkert húsnæði er að fá. 23. júlí 2017 20:00 Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári Ef spár um fólksfjölgun á Suðurnesjum ganga eftir þarf að byggja íbúðir fyrir 10.800 fleiri íbúa á næstu þrettán árum eða allt að 400 nýjar íbúðir á hverju ári. 24. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Boðist til að taka börn í fóstur við útburð hjá Sýslumanni Fimmtán eru heimilislausir í Reykjanesbæ og fjögurra ára bið eftir félagslegu húsnæði. Ástandið hefur aldrei verið jafn slæmt. Úrræðin felast fyrst og fremst í stuðningi við leigu en ekkert húsnæði er að fá. 23. júlí 2017 20:00
Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00
Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári Ef spár um fólksfjölgun á Suðurnesjum ganga eftir þarf að byggja íbúðir fyrir 10.800 fleiri íbúa á næstu þrettán árum eða allt að 400 nýjar íbúðir á hverju ári. 24. ágúst 2017 07:00