Kjarri tjaldbúi kominn í skjól: „Fyrst leið mér eins og ég ætti þetta ekki skilið“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. desember 2017 20:00 Fimm einstaklingar hafa nú flutt af tjaldsvæðinu í Laugardal í húsnæði borgarinnar á Víðinesi gegn fimmtíu þúsund króna leigu á mánuði. Kjartan Theódórsson, sem er einnig þekktur sem Kjarri tjaldbúi, er einn þeirra. Víðines er í ríflega tíu kílómetra frá næstu byggð í Mosfellsbæ og leggur Kjartan til að boðið verði upp á hópferðir á morgnana og kvöldin í bæinn. „Hér eru engar strætóferðir og maður þarf að labba 4-7 kílómetra til að komast í strætó. Maður er ekkert hér á ferli á kvöldin, það er svo mikið myrkur," segir Kjartan. Annars er hann ánægður með að hafa komist í skjól fyrir jólin en segir það þó hafa verið undarlega tilfinningu að flytja inn í húsið. „Fyrst þegar ég kom hingað leið mér eins og ég ætti þetta ekki skilið. Þetta var ákveðið áfall eftir að hafa verið á götunni í sex mánuði. Ég brotnaði niður fyrsta daginn og langaði eiginlega aftur í tjaldið eða hjólhýsið. Mér fannst þetta bara of mikið," segir Kjartan sem kallar eftir áfallahjálp fyrir heimilislaust fólk. „Mér fannst vanta starfsmann sem gæti stutt mann. Það er ákveðið áfall að komast inn í húsnæði - fólk þarf meiri hjálp en að kasta því í herbergi og málið dautt.“Kleó og Svanur eru sátt á Víðinesi, loksins komin með þak yfir höfuðið.vísir/skjáskotSvanur Elí Elíasson hefur búið í bíl á tjaldsvæðinu síðustu mánuði með hundinn sinn, hana Kleó, og er alsæll með að vera loksins kominn með húsnæði fyrir þau. Hann segir ómögulegt að fá herbergi á húsnæðismarkaðnum þegar maður er með hund. „Þetta litla grey, sem ég elska út af lífinu, ég fórnaði öllu fyrir hana og fór í bílinn til að við gætum verið saman. Þetta er svo ljúft og gott grey, og ég er þakklátur fyrir að fá að hafa hana," segir Svanur og lýsir því þegar Kleó fór fyrst inn í nýja herbergið á Víðinesi og fékk víðáttubrjálæði eftir að hafa búið í þrengslum í bílnum. Baráttan heldur þó áfram. Tjaldbúar eru búnir að sigra Laugardalinn, eins og þeir orða það, en næst er að komast í varanlegt húsnæði og hjálpa þeim sem enn eru í neyð. „Það eru til dæmis 7-8 herbergi laus hérna og mér finnst skrýtið að það sé ekki búið að fylla húsið. Við í Laugardalnum erum ekki þau einu á götunni," segir Kjartan. Húsnæðismál Tengdar fréttir Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00 Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Fimm einstaklingar hafa nú flutt af tjaldsvæðinu í Laugardal í húsnæði borgarinnar á Víðinesi gegn fimmtíu þúsund króna leigu á mánuði. Kjartan Theódórsson, sem er einnig þekktur sem Kjarri tjaldbúi, er einn þeirra. Víðines er í ríflega tíu kílómetra frá næstu byggð í Mosfellsbæ og leggur Kjartan til að boðið verði upp á hópferðir á morgnana og kvöldin í bæinn. „Hér eru engar strætóferðir og maður þarf að labba 4-7 kílómetra til að komast í strætó. Maður er ekkert hér á ferli á kvöldin, það er svo mikið myrkur," segir Kjartan. Annars er hann ánægður með að hafa komist í skjól fyrir jólin en segir það þó hafa verið undarlega tilfinningu að flytja inn í húsið. „Fyrst þegar ég kom hingað leið mér eins og ég ætti þetta ekki skilið. Þetta var ákveðið áfall eftir að hafa verið á götunni í sex mánuði. Ég brotnaði niður fyrsta daginn og langaði eiginlega aftur í tjaldið eða hjólhýsið. Mér fannst þetta bara of mikið," segir Kjartan sem kallar eftir áfallahjálp fyrir heimilislaust fólk. „Mér fannst vanta starfsmann sem gæti stutt mann. Það er ákveðið áfall að komast inn í húsnæði - fólk þarf meiri hjálp en að kasta því í herbergi og málið dautt.“Kleó og Svanur eru sátt á Víðinesi, loksins komin með þak yfir höfuðið.vísir/skjáskotSvanur Elí Elíasson hefur búið í bíl á tjaldsvæðinu síðustu mánuði með hundinn sinn, hana Kleó, og er alsæll með að vera loksins kominn með húsnæði fyrir þau. Hann segir ómögulegt að fá herbergi á húsnæðismarkaðnum þegar maður er með hund. „Þetta litla grey, sem ég elska út af lífinu, ég fórnaði öllu fyrir hana og fór í bílinn til að við gætum verið saman. Þetta er svo ljúft og gott grey, og ég er þakklátur fyrir að fá að hafa hana," segir Svanur og lýsir því þegar Kleó fór fyrst inn í nýja herbergið á Víðinesi og fékk víðáttubrjálæði eftir að hafa búið í þrengslum í bílnum. Baráttan heldur þó áfram. Tjaldbúar eru búnir að sigra Laugardalinn, eins og þeir orða það, en næst er að komast í varanlegt húsnæði og hjálpa þeim sem enn eru í neyð. „Það eru til dæmis 7-8 herbergi laus hérna og mér finnst skrýtið að það sé ekki búið að fylla húsið. Við í Laugardalnum erum ekki þau einu á götunni," segir Kjartan.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00 Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00
Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55