Mikilvægt að gefa sér tíma þegar farið er í kirkjugarðana Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. desember 2017 10:05 Þúsundir landsmanna vitja leiða ástvina sinna í kirkjugörðum Reykjavíkur í kringum jólin. vísir/stefán Búast má við mikilli umferð við kirkjugarðana í Reykjavík, Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð, í dag, aðfangadag. Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma segir að það sem fólk þurfi helst að hafa í huga í dag sé að gefa sér tíma til að fara í garðinn. Mesta traffíkin er á milli klukkan 10 og 14 í dag en þúsundir landsmanna leggja leið sína í kirkjugarðana í kringum jólin. „Fólk var byrjað að koma hér strax upp úr klukkan átta í morgun. Garðarnir eru í raun opnir allan sólarhringinn yfir hátíðirnar þannig að fólk getur komið hvenær sem er,“ segir Kári í samtali við Vísi. Hann bendir á að lokað verði fyrir alla bílaumferð um Fossvogskirkjugarð frá klukkan 10 til 14 vegna mikils fjölda gangandi vegfarenda og slysahættum. Er ökumönnum bent á bílastæði við Fossvogskirkju, Klettaskóla, Suðurhlíð og Vesturhlíð. Þá er mikilvægt að hafa í huga að aðeins ein leið er til og frá Fossvogskirkjugarði. Lögreglan stjórnar umferð bæði í Fossvoginum og svo við Gufuneskirkjugarð. Aðkoma að þeim garði verðu aðeins frá Hallsvegi. Verður umferðinni inn í garðinn stýrt og verðu um nokkurs konar hringakstur að ræða. Farið er út úr kirkjugarðinum norðan megin og inn á Borgaveg. Eru ökumenn beðnir um að aka Borgaveg í vestur og þaðan um Strandveg. Aðspurður segir Kári að töluverð umferð hafi verið í garðana í gær og einnig undanfarna viku svo margir hafa verið snemma á ferðinni að vitja leiða ástvina sinna. „Það hefur verið þróunin undanfarin ár að fólk komi fyrr í garðana þannig að þetta dreifist meir. Hér áður fyrr var það meira þannig að allir komu á sama tíma á aðfangadag,“ segir Kári. Á vefsíðunni gardur.is er hægt að fletta upp hvar leiðin eru og nálgast kort af kirkjugörðunum. Hér má sjá kort af Gufuneskirkjugarði og svo kort hér af Fossvogskirkjugarði. Jól Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Búast má við mikilli umferð við kirkjugarðana í Reykjavík, Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð, í dag, aðfangadag. Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma segir að það sem fólk þurfi helst að hafa í huga í dag sé að gefa sér tíma til að fara í garðinn. Mesta traffíkin er á milli klukkan 10 og 14 í dag en þúsundir landsmanna leggja leið sína í kirkjugarðana í kringum jólin. „Fólk var byrjað að koma hér strax upp úr klukkan átta í morgun. Garðarnir eru í raun opnir allan sólarhringinn yfir hátíðirnar þannig að fólk getur komið hvenær sem er,“ segir Kári í samtali við Vísi. Hann bendir á að lokað verði fyrir alla bílaumferð um Fossvogskirkjugarð frá klukkan 10 til 14 vegna mikils fjölda gangandi vegfarenda og slysahættum. Er ökumönnum bent á bílastæði við Fossvogskirkju, Klettaskóla, Suðurhlíð og Vesturhlíð. Þá er mikilvægt að hafa í huga að aðeins ein leið er til og frá Fossvogskirkjugarði. Lögreglan stjórnar umferð bæði í Fossvoginum og svo við Gufuneskirkjugarð. Aðkoma að þeim garði verðu aðeins frá Hallsvegi. Verður umferðinni inn í garðinn stýrt og verðu um nokkurs konar hringakstur að ræða. Farið er út úr kirkjugarðinum norðan megin og inn á Borgaveg. Eru ökumenn beðnir um að aka Borgaveg í vestur og þaðan um Strandveg. Aðspurður segir Kári að töluverð umferð hafi verið í garðana í gær og einnig undanfarna viku svo margir hafa verið snemma á ferðinni að vitja leiða ástvina sinna. „Það hefur verið þróunin undanfarin ár að fólk komi fyrr í garðana þannig að þetta dreifist meir. Hér áður fyrr var það meira þannig að allir komu á sama tíma á aðfangadag,“ segir Kári. Á vefsíðunni gardur.is er hægt að fletta upp hvar leiðin eru og nálgast kort af kirkjugörðunum. Hér má sjá kort af Gufuneskirkjugarði og svo kort hér af Fossvogskirkjugarði.
Jól Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira