Stærstu bíósmellir ársins 2017 Birgir Olgeirsson skrifar 23. desember 2017 15:00 Árið var nokkuð gott fyrir ævintýri og hasar. IMDB Bíóárið 2017 er senn á enda og því ekki úr vegi að fara yfir hvaða kvikmyndir það voru sem flestir sáu á árinu. Líkt og fyrri ár voru ofurhetjumyndir áberandi á lista en þær áttu þó nokkuð í að ná þeim myndum sem skipuðu þrjú efstu sætin samkvæmt lista á vef Box Office Mojo. Ævintýrið um Fríðu og dýrið var vinsælasta bíómynd ársins 2017 á heimsvísu. Myndin rakaði inn 1.264 milljónum dollara, eða því sem nemur um 133 milljörðum íslenskra króna. Myndin skartaði Emmu Watson í aðalhlutverki og hlaut ágætis dóma hjá áhorfendum.Í 2. sæti er hasarmyndin The Fate of the Furious sem er áttunda myndin í flokks Fast-seríunnar. Myndin þénaði 1.223 dollara í miðasölu kvikmyndahúsa um allan heim, eða því sem nemur um 129 milljörðum íslenskra króna.Í 3. sæti er þriðja teiknimyndin um Gru og félaga, Despicable Me 3. Myndin þénaði 1.033 milljónir dollara, eða því sem nemur um 109 milljörðum íslenskra króna.Í 4. sæti er Marvel-ofurhetjumyndin Spider-Man: Homecoming sem þénaði 880 milljónir dollara á heimsvísu, eða því sem nemur um 93 milljörðum króna.Í 5. sæti er kínverska hasarmyndin Wolf Warrior 2 sem þénaði 870 milljónir dollara í miðasölu kvikmyndahúsa, eða því sem nemur um 92 milljörðum íslenskra króna.Í 6. sæti er Marvel-ofurhetjumyndin Guardians of the Galaxy Vol. 2 sem þénaði 863 milljónir dollara á heimsvísu, eða því sem nemur um 91 milljarði íslenskra króna.Í 7. sæti er er Marvel-ofurhetjumyndin Thor: Ragnarok sem þénaði um 843 milljónir dollara, eða því sem nemur um 89 milljörðum íslenskra króna.Í 8. sæti er DC-ofurhetjumyndin um Wonder Woman, en sú mynd skilaði 821 milljón dollara í miðasölu kvikmyndahúsa, eða því sem nemur um 86 milljörðum íslenskra króna. Athygli vekur að Wonder Woman var einnig í myndinni Justice League en sú mynd var langt undir væntingum með 638 milljónir dollara sem skilar henni í ellefta sæti á listanum.Í 9. sæti er fimmta sjóræningjamyndin um ævintýri Jack Sparrow. Um er að ræða myndina Pirates of the Caribbean: Dead Men Tell No Tales en myndin þénaði 794 milljónir dollara í kvikmyndahúsum, eða því sem nemur um 84 milljörðum íslenskra króna.Í 10. sæti er síðan trúðahrollvekjan IT sem þénaði 698 milljónir dollara, eða því sem nemur um 73 milljörðum íslenskra króna.Þeir sem furða sig á því að áttunda Stjörnustríðsmyndin The Last Jedi sé ekki á þessum lista þá má skýringuna finna í því að frekar stutt er síðan myndin var frumsýnd en hún hefur þénað á nokkrum vikum um 610 milljónir dollara. Bíó og sjónvarp Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Bíóárið 2017 er senn á enda og því ekki úr vegi að fara yfir hvaða kvikmyndir það voru sem flestir sáu á árinu. Líkt og fyrri ár voru ofurhetjumyndir áberandi á lista en þær áttu þó nokkuð í að ná þeim myndum sem skipuðu þrjú efstu sætin samkvæmt lista á vef Box Office Mojo. Ævintýrið um Fríðu og dýrið var vinsælasta bíómynd ársins 2017 á heimsvísu. Myndin rakaði inn 1.264 milljónum dollara, eða því sem nemur um 133 milljörðum íslenskra króna. Myndin skartaði Emmu Watson í aðalhlutverki og hlaut ágætis dóma hjá áhorfendum.Í 2. sæti er hasarmyndin The Fate of the Furious sem er áttunda myndin í flokks Fast-seríunnar. Myndin þénaði 1.223 dollara í miðasölu kvikmyndahúsa um allan heim, eða því sem nemur um 129 milljörðum íslenskra króna.Í 3. sæti er þriðja teiknimyndin um Gru og félaga, Despicable Me 3. Myndin þénaði 1.033 milljónir dollara, eða því sem nemur um 109 milljörðum íslenskra króna.Í 4. sæti er Marvel-ofurhetjumyndin Spider-Man: Homecoming sem þénaði 880 milljónir dollara á heimsvísu, eða því sem nemur um 93 milljörðum króna.Í 5. sæti er kínverska hasarmyndin Wolf Warrior 2 sem þénaði 870 milljónir dollara í miðasölu kvikmyndahúsa, eða því sem nemur um 92 milljörðum íslenskra króna.Í 6. sæti er Marvel-ofurhetjumyndin Guardians of the Galaxy Vol. 2 sem þénaði 863 milljónir dollara á heimsvísu, eða því sem nemur um 91 milljarði íslenskra króna.Í 7. sæti er er Marvel-ofurhetjumyndin Thor: Ragnarok sem þénaði um 843 milljónir dollara, eða því sem nemur um 89 milljörðum íslenskra króna.Í 8. sæti er DC-ofurhetjumyndin um Wonder Woman, en sú mynd skilaði 821 milljón dollara í miðasölu kvikmyndahúsa, eða því sem nemur um 86 milljörðum íslenskra króna. Athygli vekur að Wonder Woman var einnig í myndinni Justice League en sú mynd var langt undir væntingum með 638 milljónir dollara sem skilar henni í ellefta sæti á listanum.Í 9. sæti er fimmta sjóræningjamyndin um ævintýri Jack Sparrow. Um er að ræða myndina Pirates of the Caribbean: Dead Men Tell No Tales en myndin þénaði 794 milljónir dollara í kvikmyndahúsum, eða því sem nemur um 84 milljörðum íslenskra króna.Í 10. sæti er síðan trúðahrollvekjan IT sem þénaði 698 milljónir dollara, eða því sem nemur um 73 milljörðum íslenskra króna.Þeir sem furða sig á því að áttunda Stjörnustríðsmyndin The Last Jedi sé ekki á þessum lista þá má skýringuna finna í því að frekar stutt er síðan myndin var frumsýnd en hún hefur þénað á nokkrum vikum um 610 milljónir dollara.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira