Reykskynjari bjargaði lífi fjölskyldu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. desember 2017 18:45 Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar mikill eldur kom upp í bílskúr í Mosfellsbæ í nótt. Heimilisfólk sem var í fasta svefni þegar eldurinn kom upp telur víst að reykskynjari hafa bjargað lífi þeirra. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að einbýlishúsi í Mosfellsbæ upp úr klukkan fjögur í nótt en þar logaði mikill eldur. Sex manna fjölskylda var í fasta svefni þegar eldurinn kom upp. „Við spruttum bæði fram upp úr fjögur og hlupum og byrjuðum að þefa okkur fram til reyksins og sáum að það kom úr loftinu. Þá hljóp ég út í bílskúr og ætlaði að ná mér í stiga til að kíkja inn á loftið en þá mætti mér bara svartur veggur í bílskúrnum,“ segir Jón Páll Rink, eigandi hússins. Jón segist strax hafa snúið við og hringt eftir aðstoð slökkviliðs og sótt svo slökkvitæki. Elín kona hans fór og vakti börn. „Ég tæmi úr slökkvitækinu og held í mér andanum og stend í gættinni og tæmi úr slökkvitækinu inn og loka hurðinni. Svo var ekkert sem ég gat gert lengur. Þetta var komið úr mínum höndum,“ segir Jón. Inni í bílskúrnum voru þrír gaskútar og þurfti slökkvilið að gera viðeigandi ráðstafanir. Bílskúrinn er gjörónýtur. Að sögn Sigurðar Lárusar Fossberg, varðstjóra, þurfti slökkvilið að saga sér leið inn í bílskúrinn vegna gaskútanna en Jón hafi áður gefið upplýsingar um nákvæma staðsetningu þeirra. Sigurður segir að slökkvilið hafi einbeitt sér í að verja íbúðarhúsið fyrir eldi. „Guð minn almáttugur. Jólin að koma, þannig að sem betur fer,“ segir Elín Helga Rink Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns.Þið hefðuð ekki viljað hugsa það til enda. „Nei. Fjögur börn inni sofandi og ein í heimsókn. Þau stóðu í glugganum þegar þau loksins vöknuðu og fannst þetta voðalega spennandi þar til þau uppgötvuðu að jólagjafirnar brunnu,“ segir Jón Páll. Slökkvilið segir ljóst að reykskynjari hafi bjargað fjölskyldunni og heimilinu í nótt en allt sem í bílskúrnum var sé ónýtt og að tjón sé verulega mikið ekki síst tilfinnanlega. Þetta taka Jón og Elín undir. „Ég held að við hefðum ekkert vaknað,“ segir Elín. „Ég er búinn að íhuga lengi að vera með samtengda reykskynjara og ég tel að það sé engin spurning með reykskynjara og jafnvel jóníska, sem finna lyktina. Það voru í rauninni engar agnir sem komu, þessi reykskynjari fann lyktina, segir Jón Páll. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var við rannsókn á vettvangi í dag en líklegt þykir að eldurinn hafi komið upp í rafmagnstöflu. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Sjá meira
Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar mikill eldur kom upp í bílskúr í Mosfellsbæ í nótt. Heimilisfólk sem var í fasta svefni þegar eldurinn kom upp telur víst að reykskynjari hafa bjargað lífi þeirra. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að einbýlishúsi í Mosfellsbæ upp úr klukkan fjögur í nótt en þar logaði mikill eldur. Sex manna fjölskylda var í fasta svefni þegar eldurinn kom upp. „Við spruttum bæði fram upp úr fjögur og hlupum og byrjuðum að þefa okkur fram til reyksins og sáum að það kom úr loftinu. Þá hljóp ég út í bílskúr og ætlaði að ná mér í stiga til að kíkja inn á loftið en þá mætti mér bara svartur veggur í bílskúrnum,“ segir Jón Páll Rink, eigandi hússins. Jón segist strax hafa snúið við og hringt eftir aðstoð slökkviliðs og sótt svo slökkvitæki. Elín kona hans fór og vakti börn. „Ég tæmi úr slökkvitækinu og held í mér andanum og stend í gættinni og tæmi úr slökkvitækinu inn og loka hurðinni. Svo var ekkert sem ég gat gert lengur. Þetta var komið úr mínum höndum,“ segir Jón. Inni í bílskúrnum voru þrír gaskútar og þurfti slökkvilið að gera viðeigandi ráðstafanir. Bílskúrinn er gjörónýtur. Að sögn Sigurðar Lárusar Fossberg, varðstjóra, þurfti slökkvilið að saga sér leið inn í bílskúrinn vegna gaskútanna en Jón hafi áður gefið upplýsingar um nákvæma staðsetningu þeirra. Sigurður segir að slökkvilið hafi einbeitt sér í að verja íbúðarhúsið fyrir eldi. „Guð minn almáttugur. Jólin að koma, þannig að sem betur fer,“ segir Elín Helga Rink Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns.Þið hefðuð ekki viljað hugsa það til enda. „Nei. Fjögur börn inni sofandi og ein í heimsókn. Þau stóðu í glugganum þegar þau loksins vöknuðu og fannst þetta voðalega spennandi þar til þau uppgötvuðu að jólagjafirnar brunnu,“ segir Jón Páll. Slökkvilið segir ljóst að reykskynjari hafi bjargað fjölskyldunni og heimilinu í nótt en allt sem í bílskúrnum var sé ónýtt og að tjón sé verulega mikið ekki síst tilfinnanlega. Þetta taka Jón og Elín undir. „Ég held að við hefðum ekkert vaknað,“ segir Elín. „Ég er búinn að íhuga lengi að vera með samtengda reykskynjara og ég tel að það sé engin spurning með reykskynjara og jafnvel jóníska, sem finna lyktina. Það voru í rauninni engar agnir sem komu, þessi reykskynjari fann lyktina, segir Jón Páll. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var við rannsókn á vettvangi í dag en líklegt þykir að eldurinn hafi komið upp í rafmagnstöflu.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Sjá meira