Tveggja ára deilu lýkur með tapi Ástþórs Daníel Freyr Birkisson skrifar 22. desember 2017 13:00 Ástþór Magnússon segir starfsmann sinn ekki hafa haft umboð til þess að fara með bílinn í viðgerð. Vísir/Hanna Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt félag Ástþórs Magnússonar, Álftaborgir, til þess að greiða tæpar 800 þúsund krónur auk vaxta fyrir ógreiddan reikning vegna viðgerðar á bíl í eigu félagsins. Ástþór kveðst hafa sent starfsmann á sínum vegum með bílinn í aðalskoðun en ekki viðgerð og neitaði því að greiða reikninginn. Í samtali við Vísi segist Ástþór reikna með því að dómnum verði áfrýjað. Hann ætli sér hins vegar að skoða niðurstöðuna betur á næstu dögum og taka ákvörðun út frá því.Sendi starfsmann sinn með bílinn á verkstæðiBifreiðaverkstæðið Bíljöfur fékk það verkefni í nóvember 2015 að gera við bíl Ástþórs, sem skráður er á félagið Álftaborgir, en það var starfsmaður hans sem fór með bílinn á verkstæðið. Að lokinni viðgerð óskaði verkstæðið eftir greiðslu fyrir viðgerðirnar og benti starfsmaður Álftaborga því á Ástþór. Ástþór sagði að maðurinn sem mætti með bílinn á verkstæðið hefði ekkert umboð fyrir því að afhenda bílinn í þeirra hendur og sagði hann að það hefði ekki verið gert í samráði við sig, bíllinn hafi einungis átt að fara í aðalskoðun. Maðurinn, sem starfaði á gistiheimili félags Álftaborga, sagði fyrir dómi að hann hefði farið með bílinn á tvö önnur verkstæði sem neitað hefðu að taka viðgerðina að sér vegna fyrri viðskipta við Ástþór. Starfsmenn Bíljöfurs segja viðgerð bifreiðarinnar ekki hafa farið fram nema í höfðu samráði við starfsmanninn. Að sama skapi sagði starfsmaðurinn að ákvörðun hans að fara með bílinn til viðgerðar hafi verið gerð í samráði við Ástþór.Sagði myglu og mosa hafa myndast í bílnumStarfsmaðurinn undirritaði þrjár yfirlýsingar um samskipti sín við Bíljöfur. Hann segir Ástþór hafa skrifað undir tvær þeirra en pressað á sig að skrifa undir aðra þeirra í miklum æsingi. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að starfsmenn verkstæðisins hafi mátt standa í þeirri trú að starfsmaðurinn hefði umboð Ástþórs til að ákveða hvernig viðgerðum skyldi háttað. Segir þar einnig að svo sé metið að starfsmaðurinn hafi ekki farið út fyrir umboð sitt. Einnig vildi Ástþór meina að mosi og mygla hefðu tekið að myndast í bílnum á meðan hann var í vörslu verkstæðisins en því höfnuðu dómurinn og bifreiðaverkstæðið. Dómsmál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt félag Ástþórs Magnússonar, Álftaborgir, til þess að greiða tæpar 800 þúsund krónur auk vaxta fyrir ógreiddan reikning vegna viðgerðar á bíl í eigu félagsins. Ástþór kveðst hafa sent starfsmann á sínum vegum með bílinn í aðalskoðun en ekki viðgerð og neitaði því að greiða reikninginn. Í samtali við Vísi segist Ástþór reikna með því að dómnum verði áfrýjað. Hann ætli sér hins vegar að skoða niðurstöðuna betur á næstu dögum og taka ákvörðun út frá því.Sendi starfsmann sinn með bílinn á verkstæðiBifreiðaverkstæðið Bíljöfur fékk það verkefni í nóvember 2015 að gera við bíl Ástþórs, sem skráður er á félagið Álftaborgir, en það var starfsmaður hans sem fór með bílinn á verkstæðið. Að lokinni viðgerð óskaði verkstæðið eftir greiðslu fyrir viðgerðirnar og benti starfsmaður Álftaborga því á Ástþór. Ástþór sagði að maðurinn sem mætti með bílinn á verkstæðið hefði ekkert umboð fyrir því að afhenda bílinn í þeirra hendur og sagði hann að það hefði ekki verið gert í samráði við sig, bíllinn hafi einungis átt að fara í aðalskoðun. Maðurinn, sem starfaði á gistiheimili félags Álftaborga, sagði fyrir dómi að hann hefði farið með bílinn á tvö önnur verkstæði sem neitað hefðu að taka viðgerðina að sér vegna fyrri viðskipta við Ástþór. Starfsmenn Bíljöfurs segja viðgerð bifreiðarinnar ekki hafa farið fram nema í höfðu samráði við starfsmanninn. Að sama skapi sagði starfsmaðurinn að ákvörðun hans að fara með bílinn til viðgerðar hafi verið gerð í samráði við Ástþór.Sagði myglu og mosa hafa myndast í bílnumStarfsmaðurinn undirritaði þrjár yfirlýsingar um samskipti sín við Bíljöfur. Hann segir Ástþór hafa skrifað undir tvær þeirra en pressað á sig að skrifa undir aðra þeirra í miklum æsingi. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að starfsmenn verkstæðisins hafi mátt standa í þeirri trú að starfsmaðurinn hefði umboð Ástþórs til að ákveða hvernig viðgerðum skyldi háttað. Segir þar einnig að svo sé metið að starfsmaðurinn hafi ekki farið út fyrir umboð sitt. Einnig vildi Ástþór meina að mosi og mygla hefðu tekið að myndast í bílnum á meðan hann var í vörslu verkstæðisins en því höfnuðu dómurinn og bifreiðaverkstæðið.
Dómsmál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira