Ráðherra segir vel hægt að leggja veginn um Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 21. desember 2017 20:39 Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit. Vegagerðin vill í staðinn að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Nýr samgönguráðherra segist enn þeirrar skoðunar, eftir vettvangskönnun, að skynsamt sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg en kveðst þó reiðubúinn að skoða aðra valkosti. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra. Vegurinn um Ódrjúgsháls er með þeim sem heitast brenna á Vestfirðingum en á Stöð 2 var sýnt myndband, sem Patreksfirðingurinn Páll Vilhjálmsson tók í fyrradag, af flutningabíl í vandræðum á hálsinum. „Það er eitt af þessum brýnustu verkefnum sem stjórnvöld hafa að einhverju leyti heykst á að klára í allt of langan tíma. Það er svona eitt af því sem ég myndi vilja leggja áherslu á,“ segir Sigurður Ingi um Vestfjarðaveg um Gufudalssveit. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra vegamála.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ráðherrann segir að nú sé beðið eftir því að Reykhólahreppur breyti aðalskipulagi. En hvaða skoðun hefur hann sjálfur á vegarlagningu um Teigsskóg? „Ég var nú umhverfisráðherra þegar við lögðum af stað í þetta verkefni. Mér fannst þær leiðir sem þá voru farnar vera skynsamar, það er að segja að reyna að fara þessar réttu skipulagsleiðir. Mér finnst við hafa lent einhvern veginn upp á skeri. Ég var á þeirri skoðun, - fór í vettvangsskoðun með þingflokki framsóknarmanna á sínum tíma, - að þarna væri vel hægt að fara í þessar framkvæmdir, á þann hátt sem þá var lagt upp með, - með mótvægisaðgerðum. Og ég hef svo sem ekkert skipt um skoðun hvað það varðar. En ég þarf auðvitað að fara yfir hvaða valkostum við stöndum frammi fyrir.“Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi ráðherra vegamála, skoðuðu Teigsskóg árið 2013.Vísir/DaníelÞegar spurt er hvort ráðherra telji unnt að fjármagna jarðgöng undir Hjallaháls á næstu árum bendir hann á að Dýrafjarðargöng verði tilbúin haustið 2020. Miðað hefur verið við að Seyðisfjarðargöng yrðu næst í röðinni en kæmi til greina að göng undir Hjallaháls yrðu tekin fram fyrir þau? „Það hefur verið planið, eins og þú réttilega nefnir, að Seyðisfjarðargöng, eða sem sagt vegbætur þangað, séu næstar í röðinni. Og ég hef ekki séð neina ástæðu til að breyta því. En þetta er eitt af þeim stóru verkefnum sem ég þarf að leggjast yfir.“ En gæti skipan nýs umhverfisráðherra úr röðum hörðustu andstæðinga Teigsskógarvegar breytt málinu, - að það verði kannski harðari andstaða frá Vinstri grænum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr umhverfisráðherra, var áður framkvæmdastjóri Landverndar.vísir/Ernir„Nei, það held ég ekki. Ég held að allir ráðherrar, alveg sama hvað þeir hafa unnið við áður, vinni vinnu sína af fagmennsku og fylgi því sem við erum að gera í ríkisstjórninni,“ svarar samgönguráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Tengdar fréttir Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Þetta segir Kjartan Gunnarsson lögmaður, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. 23. október 2017 18:30 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08 Ný veglína raskar 6% af Teigsskógi Ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, um að reyna að koma Vestfjarðavegi í gegnum Teigsskóg, var fagnað á fundi Fjórðungssambands Vestfirðinga á Tálknafirði í dag. 21. júní 2013 18:54 Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Nýr samgönguráðherra segist enn þeirrar skoðunar, eftir vettvangskönnun, að skynsamt sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg en kveðst þó reiðubúinn að skoða aðra valkosti. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra. Vegurinn um Ódrjúgsháls er með þeim sem heitast brenna á Vestfirðingum en á Stöð 2 var sýnt myndband, sem Patreksfirðingurinn Páll Vilhjálmsson tók í fyrradag, af flutningabíl í vandræðum á hálsinum. „Það er eitt af þessum brýnustu verkefnum sem stjórnvöld hafa að einhverju leyti heykst á að klára í allt of langan tíma. Það er svona eitt af því sem ég myndi vilja leggja áherslu á,“ segir Sigurður Ingi um Vestfjarðaveg um Gufudalssveit. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra vegamála.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ráðherrann segir að nú sé beðið eftir því að Reykhólahreppur breyti aðalskipulagi. En hvaða skoðun hefur hann sjálfur á vegarlagningu um Teigsskóg? „Ég var nú umhverfisráðherra þegar við lögðum af stað í þetta verkefni. Mér fannst þær leiðir sem þá voru farnar vera skynsamar, það er að segja að reyna að fara þessar réttu skipulagsleiðir. Mér finnst við hafa lent einhvern veginn upp á skeri. Ég var á þeirri skoðun, - fór í vettvangsskoðun með þingflokki framsóknarmanna á sínum tíma, - að þarna væri vel hægt að fara í þessar framkvæmdir, á þann hátt sem þá var lagt upp með, - með mótvægisaðgerðum. Og ég hef svo sem ekkert skipt um skoðun hvað það varðar. En ég þarf auðvitað að fara yfir hvaða valkostum við stöndum frammi fyrir.“Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi ráðherra vegamála, skoðuðu Teigsskóg árið 2013.Vísir/DaníelÞegar spurt er hvort ráðherra telji unnt að fjármagna jarðgöng undir Hjallaháls á næstu árum bendir hann á að Dýrafjarðargöng verði tilbúin haustið 2020. Miðað hefur verið við að Seyðisfjarðargöng yrðu næst í röðinni en kæmi til greina að göng undir Hjallaháls yrðu tekin fram fyrir þau? „Það hefur verið planið, eins og þú réttilega nefnir, að Seyðisfjarðargöng, eða sem sagt vegbætur þangað, séu næstar í röðinni. Og ég hef ekki séð neina ástæðu til að breyta því. En þetta er eitt af þeim stóru verkefnum sem ég þarf að leggjast yfir.“ En gæti skipan nýs umhverfisráðherra úr röðum hörðustu andstæðinga Teigsskógarvegar breytt málinu, - að það verði kannski harðari andstaða frá Vinstri grænum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr umhverfisráðherra, var áður framkvæmdastjóri Landverndar.vísir/Ernir„Nei, það held ég ekki. Ég held að allir ráðherrar, alveg sama hvað þeir hafa unnið við áður, vinni vinnu sína af fagmennsku og fylgi því sem við erum að gera í ríkisstjórninni,“ svarar samgönguráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Tengdar fréttir Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Þetta segir Kjartan Gunnarsson lögmaður, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. 23. október 2017 18:30 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08 Ný veglína raskar 6% af Teigsskógi Ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, um að reyna að koma Vestfjarðavegi í gegnum Teigsskóg, var fagnað á fundi Fjórðungssambands Vestfirðinga á Tálknafirði í dag. 21. júní 2013 18:54 Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Þetta segir Kjartan Gunnarsson lögmaður, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. 23. október 2017 18:30
Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15
Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08
Ný veglína raskar 6% af Teigsskógi Ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, um að reyna að koma Vestfjarðavegi í gegnum Teigsskóg, var fagnað á fundi Fjórðungssambands Vestfirðinga á Tálknafirði í dag. 21. júní 2013 18:54
Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45
Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15