Landnotkun manna hefur helmingað kolefnisbindingu gróðurs Kjartan Kjartansson skrifar 21. desember 2017 21:00 Kenningar hafa verið um að menn hafi verið byrjaðir að breyta loftslagi jarðar þegar fyrir þúsundum ára með landnotkun sinni sem leysti kolefni út í lofthjúpinn. Rannsóknin nú bendir til þess að menn hafi vissulega haft verulega áhrif þegar fyrir iðnbyltingu. Vísir/AFP Skógar og annar gróður á jörðinni gæti bundið tvöfalt meira kolefni en hann gerir nú ef ekki væri fyrir landnotkun manna. Þetta er niðurstaða nýrrar fjölþjóðlegrar rannsóknar. Þær benda til að beit dýra og nytjaskógar hafi skaðlegri áhrif en talið var. Rannsakendurnir lögðust yfir gervihnattakort af jörðinni og aðrar vistfræðilægar athuganir til að meta hversu mikið kolefni gróðurhula jarðar bindur. Þeir komust að því að um 450 milljarðar tonna kolefnis séu bundin í skógum og gróðri. Losnaði þetta kolefni út í lofthjúpinn í formi koltvísýrings jafngilti það um þúsund milljörðum tonna. Í umfjöllun Washington Post um rannsóknina kemur fram að vísindamennirnir reiknuðu einnig út að gróður gæti bundið tvöfalt meira magn kolefnis, um 916 milljarða tonna, ef menn hættu skyndilega allri landnotkun sinni og leyfðu landinu að gróa aftur. Vísindamennirnir komust að því að stórfelld nýting á grónu landi fyrir beit og nytjaskógar hafi mun meiri áhrif á kolefnisbindinguna en menn hafa gert sér grein fyrir fram að þessu. Þar sé skógareyðingu ekki einni um að kenna. „Áhrifin er virkilega mikil, mun meiri en við bjuggumst raunar við,“ segir Karl-Heinz Erb frá Félagsvistfræðistofnun Austurríkis sem leiddi rannsóknina. Tólf vísindamenn frá stofnunum í Austurríki, Portúgal, Þýskaland, Svíþjóð og Hollandi tóku þátt í rannsókninni. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Nature.Skapar efa um bruna og bindingu lífmassa sem vænlega leiðSéu niðurstöður vísindamannanna réttar gæti endurheimt skóga og gróðurs skipt enn meira máli í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun af völdum manna en áður var talið. Á sama tíma vekja niðurstöðurnar efasemdir um aðferð sem hefur verið nefnd til að kolefnisjafna raforkuframleiðslu manna. Áhrif landnotkunar gætu þannig þýtt að endurskoða þyrfti svonefnda BECCS-tækni, hugmyndir um að brenna lífmassa fyrir raforku og fanga kolefnið sem af brunanum hlytist. Erb segir að vegna taps kolefnis út í lofthjúpinn af völdum skógnýtingar af þessu tagi sé ólíklegt að þessi tækni muni leika þýðingarmikið hlutverk í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Skógar og annar gróður á jörðinni gæti bundið tvöfalt meira kolefni en hann gerir nú ef ekki væri fyrir landnotkun manna. Þetta er niðurstaða nýrrar fjölþjóðlegrar rannsóknar. Þær benda til að beit dýra og nytjaskógar hafi skaðlegri áhrif en talið var. Rannsakendurnir lögðust yfir gervihnattakort af jörðinni og aðrar vistfræðilægar athuganir til að meta hversu mikið kolefni gróðurhula jarðar bindur. Þeir komust að því að um 450 milljarðar tonna kolefnis séu bundin í skógum og gróðri. Losnaði þetta kolefni út í lofthjúpinn í formi koltvísýrings jafngilti það um þúsund milljörðum tonna. Í umfjöllun Washington Post um rannsóknina kemur fram að vísindamennirnir reiknuðu einnig út að gróður gæti bundið tvöfalt meira magn kolefnis, um 916 milljarða tonna, ef menn hættu skyndilega allri landnotkun sinni og leyfðu landinu að gróa aftur. Vísindamennirnir komust að því að stórfelld nýting á grónu landi fyrir beit og nytjaskógar hafi mun meiri áhrif á kolefnisbindinguna en menn hafa gert sér grein fyrir fram að þessu. Þar sé skógareyðingu ekki einni um að kenna. „Áhrifin er virkilega mikil, mun meiri en við bjuggumst raunar við,“ segir Karl-Heinz Erb frá Félagsvistfræðistofnun Austurríkis sem leiddi rannsóknina. Tólf vísindamenn frá stofnunum í Austurríki, Portúgal, Þýskaland, Svíþjóð og Hollandi tóku þátt í rannsókninni. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Nature.Skapar efa um bruna og bindingu lífmassa sem vænlega leiðSéu niðurstöður vísindamannanna réttar gæti endurheimt skóga og gróðurs skipt enn meira máli í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun af völdum manna en áður var talið. Á sama tíma vekja niðurstöðurnar efasemdir um aðferð sem hefur verið nefnd til að kolefnisjafna raforkuframleiðslu manna. Áhrif landnotkunar gætu þannig þýtt að endurskoða þyrfti svonefnda BECCS-tækni, hugmyndir um að brenna lífmassa fyrir raforku og fanga kolefnið sem af brunanum hlytist. Erb segir að vegna taps kolefnis út í lofthjúpinn af völdum skógnýtingar af þessu tagi sé ólíklegt að þessi tækni muni leika þýðingarmikið hlutverk í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira