Landnotkun manna hefur helmingað kolefnisbindingu gróðurs Kjartan Kjartansson skrifar 21. desember 2017 21:00 Kenningar hafa verið um að menn hafi verið byrjaðir að breyta loftslagi jarðar þegar fyrir þúsundum ára með landnotkun sinni sem leysti kolefni út í lofthjúpinn. Rannsóknin nú bendir til þess að menn hafi vissulega haft verulega áhrif þegar fyrir iðnbyltingu. Vísir/AFP Skógar og annar gróður á jörðinni gæti bundið tvöfalt meira kolefni en hann gerir nú ef ekki væri fyrir landnotkun manna. Þetta er niðurstaða nýrrar fjölþjóðlegrar rannsóknar. Þær benda til að beit dýra og nytjaskógar hafi skaðlegri áhrif en talið var. Rannsakendurnir lögðust yfir gervihnattakort af jörðinni og aðrar vistfræðilægar athuganir til að meta hversu mikið kolefni gróðurhula jarðar bindur. Þeir komust að því að um 450 milljarðar tonna kolefnis séu bundin í skógum og gróðri. Losnaði þetta kolefni út í lofthjúpinn í formi koltvísýrings jafngilti það um þúsund milljörðum tonna. Í umfjöllun Washington Post um rannsóknina kemur fram að vísindamennirnir reiknuðu einnig út að gróður gæti bundið tvöfalt meira magn kolefnis, um 916 milljarða tonna, ef menn hættu skyndilega allri landnotkun sinni og leyfðu landinu að gróa aftur. Vísindamennirnir komust að því að stórfelld nýting á grónu landi fyrir beit og nytjaskógar hafi mun meiri áhrif á kolefnisbindinguna en menn hafa gert sér grein fyrir fram að þessu. Þar sé skógareyðingu ekki einni um að kenna. „Áhrifin er virkilega mikil, mun meiri en við bjuggumst raunar við,“ segir Karl-Heinz Erb frá Félagsvistfræðistofnun Austurríkis sem leiddi rannsóknina. Tólf vísindamenn frá stofnunum í Austurríki, Portúgal, Þýskaland, Svíþjóð og Hollandi tóku þátt í rannsókninni. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Nature.Skapar efa um bruna og bindingu lífmassa sem vænlega leiðSéu niðurstöður vísindamannanna réttar gæti endurheimt skóga og gróðurs skipt enn meira máli í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun af völdum manna en áður var talið. Á sama tíma vekja niðurstöðurnar efasemdir um aðferð sem hefur verið nefnd til að kolefnisjafna raforkuframleiðslu manna. Áhrif landnotkunar gætu þannig þýtt að endurskoða þyrfti svonefnda BECCS-tækni, hugmyndir um að brenna lífmassa fyrir raforku og fanga kolefnið sem af brunanum hlytist. Erb segir að vegna taps kolefnis út í lofthjúpinn af völdum skógnýtingar af þessu tagi sé ólíklegt að þessi tækni muni leika þýðingarmikið hlutverk í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Skógar og annar gróður á jörðinni gæti bundið tvöfalt meira kolefni en hann gerir nú ef ekki væri fyrir landnotkun manna. Þetta er niðurstaða nýrrar fjölþjóðlegrar rannsóknar. Þær benda til að beit dýra og nytjaskógar hafi skaðlegri áhrif en talið var. Rannsakendurnir lögðust yfir gervihnattakort af jörðinni og aðrar vistfræðilægar athuganir til að meta hversu mikið kolefni gróðurhula jarðar bindur. Þeir komust að því að um 450 milljarðar tonna kolefnis séu bundin í skógum og gróðri. Losnaði þetta kolefni út í lofthjúpinn í formi koltvísýrings jafngilti það um þúsund milljörðum tonna. Í umfjöllun Washington Post um rannsóknina kemur fram að vísindamennirnir reiknuðu einnig út að gróður gæti bundið tvöfalt meira magn kolefnis, um 916 milljarða tonna, ef menn hættu skyndilega allri landnotkun sinni og leyfðu landinu að gróa aftur. Vísindamennirnir komust að því að stórfelld nýting á grónu landi fyrir beit og nytjaskógar hafi mun meiri áhrif á kolefnisbindinguna en menn hafa gert sér grein fyrir fram að þessu. Þar sé skógareyðingu ekki einni um að kenna. „Áhrifin er virkilega mikil, mun meiri en við bjuggumst raunar við,“ segir Karl-Heinz Erb frá Félagsvistfræðistofnun Austurríkis sem leiddi rannsóknina. Tólf vísindamenn frá stofnunum í Austurríki, Portúgal, Þýskaland, Svíþjóð og Hollandi tóku þátt í rannsókninni. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Nature.Skapar efa um bruna og bindingu lífmassa sem vænlega leiðSéu niðurstöður vísindamannanna réttar gæti endurheimt skóga og gróðurs skipt enn meira máli í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun af völdum manna en áður var talið. Á sama tíma vekja niðurstöðurnar efasemdir um aðferð sem hefur verið nefnd til að kolefnisjafna raforkuframleiðslu manna. Áhrif landnotkunar gætu þannig þýtt að endurskoða þyrfti svonefnda BECCS-tækni, hugmyndir um að brenna lífmassa fyrir raforku og fanga kolefnið sem af brunanum hlytist. Erb segir að vegna taps kolefnis út í lofthjúpinn af völdum skógnýtingar af þessu tagi sé ólíklegt að þessi tækni muni leika þýðingarmikið hlutverk í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira