Jólaleg skyrkaka sem skilur eftir bros á vör Guðný Hrönn skrifar 21. desember 2017 15:00 Jólaskyrkaka Fannars er ekki bara ljúffeng heldur líka falleg. vísir/stefán Matreiðslumaðurinn Fannar Arnarsson reiddi nýverið fram jólalega og gómsæta skyrköku fyrir lesendur Lífsins. Meðfylgjandi er uppskrift að kökunni. Fannar segir hana vera nokkuð einfalda að útbúa. „Skyrkakan er góð af því að hlutföllin af botni, skyrfyllingu og svo hlaupi eru svo mátuleg,“ segir Fannar um skyrkökuna góðu. Hann tekur fram að hana sé einfalt að útbúa og allir ættu að ráða við það. „Góð skyrkaka skilur eftir bros á vör eftir góða máltíð.“ Skyrkaka fyrir 10Skyrfylling: 50 g vatn 200 g sykur 500 g skyr 500 g léttþeyttur rjómi 5 stk. matarlímsblöð 70 g blandaðar hnetur Botn: 300 g Lu-kex 300 g Oreo-kex 120 g smjör, brætt Hlaup: 6 tsk. matarlímsblöð 150 g vatn 150 g bláber 150 g sykurAðferðSkyr: Skyrið er hrært í hrærivél í 2-5 mínútur. Léttþeyttum rjómanum bætt út í. Sykur er bræddur í potti þar til hann verður að sírópi. Matarlímsblöðunum, fimm stykkjum, bætt út í sírópið og því síðan hellt rólega saman við skyr- og rjómablönduna. Öllu hrært varlega saman. Botn: Lu-kex og Oreo-kex er mulið saman í matvinnsluvél. Bræddu smjörinu hellt út í og blöndunni svo þjappað saman við kexið í formið. Sett í kæli í um það bil 25 mínútur. Skyrblöndunni er síðan hellt yfir eftir kælinguna og hnetum stráð yfir, sett aftur í kælingu í fjórar klst. eða í frysti í 1 klst. og 20 mín. Hlaup: Öllu blandað saman og sett í pott, að undanskildum 6 stk. matarlímsblöðum. Eftir að suðan kemur upp er blandan látin sjóða í átta mínútur, síðan er matarlímsblöðunum bætt út í. Skyrkakan er tekin úr kæli og hlaupinu hellt yfir. Að lokum er kakan sett aftur í kæli og geymd þar, þar til hún er borin fram. Jólamatur Kökur og tertur Skyrkökur Uppskriftir Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Fleiri fréttir Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Sjá meira
Matreiðslumaðurinn Fannar Arnarsson reiddi nýverið fram jólalega og gómsæta skyrköku fyrir lesendur Lífsins. Meðfylgjandi er uppskrift að kökunni. Fannar segir hana vera nokkuð einfalda að útbúa. „Skyrkakan er góð af því að hlutföllin af botni, skyrfyllingu og svo hlaupi eru svo mátuleg,“ segir Fannar um skyrkökuna góðu. Hann tekur fram að hana sé einfalt að útbúa og allir ættu að ráða við það. „Góð skyrkaka skilur eftir bros á vör eftir góða máltíð.“ Skyrkaka fyrir 10Skyrfylling: 50 g vatn 200 g sykur 500 g skyr 500 g léttþeyttur rjómi 5 stk. matarlímsblöð 70 g blandaðar hnetur Botn: 300 g Lu-kex 300 g Oreo-kex 120 g smjör, brætt Hlaup: 6 tsk. matarlímsblöð 150 g vatn 150 g bláber 150 g sykurAðferðSkyr: Skyrið er hrært í hrærivél í 2-5 mínútur. Léttþeyttum rjómanum bætt út í. Sykur er bræddur í potti þar til hann verður að sírópi. Matarlímsblöðunum, fimm stykkjum, bætt út í sírópið og því síðan hellt rólega saman við skyr- og rjómablönduna. Öllu hrært varlega saman. Botn: Lu-kex og Oreo-kex er mulið saman í matvinnsluvél. Bræddu smjörinu hellt út í og blöndunni svo þjappað saman við kexið í formið. Sett í kæli í um það bil 25 mínútur. Skyrblöndunni er síðan hellt yfir eftir kælinguna og hnetum stráð yfir, sett aftur í kælingu í fjórar klst. eða í frysti í 1 klst. og 20 mín. Hlaup: Öllu blandað saman og sett í pott, að undanskildum 6 stk. matarlímsblöðum. Eftir að suðan kemur upp er blandan látin sjóða í átta mínútur, síðan er matarlímsblöðunum bætt út í. Skyrkakan er tekin úr kæli og hlaupinu hellt yfir. Að lokum er kakan sett aftur í kæli og geymd þar, þar til hún er borin fram.
Jólamatur Kökur og tertur Skyrkökur Uppskriftir Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Fleiri fréttir Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Sjá meira