Við útskrift nemenda í gær, þar sem forsetinn var sæmdur heiðursdoktorsnafnbótinni, flutti hann stutt ávarp samkvæmt frétt á vefsíðu forsetans. Minnti hann þar á mikilvægi menntunar og sérfræðiþekkingar en ætíð yrði þó að hafa í huga takmörk þekkingar og nauðsyn þess að hlusta á ólík sjónarmið og nálganir á viðfangsefni.
Guðni sagði frá þessum heiðri á Facebook síðu sinni í dag og sagði frá því að Sæþór, yngsti sonur Guðna og Elizu, hafi verið með í för og verið föður sínum stoð og stytta.