Áður borist kvartanir vegna Hannesar: „Við tökum allar svona ábendingar alvarlega“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. desember 2017 14:15 Baldur Þórhallsson deildarforseti stjórnmálafræðideildar HÍ segir að mál Hannesar sé í ferli innan deildarinnar. Vísir/Samsett Núverandi og fyrrverandi nemendur í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands hafa nú formlega skilað inn yfirlýsingu og undirskriftalista tengdan kennslu Hannesar Hólmstein Gissurarsonar prófessors. Eins og fjallað var um á Vísi í gær ákváðu stjórnmálafræðinemarnir að leggja fram formlega kvörtun þar sem þeir krefjast þess að Hannes fái ekki að kenna skyldunámskeið við stjórnmálafræðideildina, námsefnið hans verði tekið úr umferð og Háskólinn áminni hann opinberlega.Sjá einnig: Stjórnmálafræðinemar rísa upp gegn Hannesi Hólmsteini „Í stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands er kennslubók og kennsluhættir sem innihalda kvenfyrirlitningu, fitufordóma, kynþáttafordóma og niðurlægjandi orð um fatlaða. Við krefjumst þess að Háskóli Íslands og stjórnmálafræðideild taki ábyrgð. Tíðar kvartanir hafa ekki skilað árangri og tökum við því þetta skref. Lítilsvirðing á hópa og einstaklinga í kennslutímum og kennslugögnum í áfanganum Stjórnmálaheimspeki undir stjórn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar er ólíðandi,“ segir meðal annars í yfirlýsingu nemanna.Bíða eftir afstöðu frá stjórnmálafræðideildÁ morgun verður deildarfundur hjá stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og samkvæmt heimildum Vísis vonast nemendur eftir því að málið verði tekið formlega fyrir á fundinum. „Deildin hefur ekki að mér vitandi tekið afstöðu til þess hvort það eigi að taka þetta upp á deildarfundi, þau hafa ekkert sagt og engu lofað,“ segir Guðmundur Ragnar Frímann formaður Politica, félags stjórnmálafræðinema í samtali við Vísi. „Ég veit ekki alveg hvernig staðan er núna.“ Guðmundur Ragnar getur óskað eftir því að fá að mæta sjálfur á deildarfundinn en hefur ekki sóst eftir því þegar þetta er skrifað. Málið komið í ferliBaldur Þórhallsson, prófessor og deildarforseti stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að fyrr í vikunni hafi deildinni borist kvartanir tengdar námskeiðinu Stjórnmálaheimspeki. Það mál sé í vinnslu eins og er. „Við höfum fengið bæði formlegar kvartanir frá nemenda og einstaklingi utan úr bæ varðandi kennslu í þessu námskeiði. Við tökum allar svona ábendingar alvarlega og málið er í ferli. Fyrsta skrefið í því er að leita afstöðu kennara til málsins.“ Í dag fékk stjórnmálafræðideildin afhentan undirskriftalistann sem fjallað var um fyrst á Vísi í gær, en samkvæmt heimildum fréttastofu höfðu tugir einstaklinga skrifað undir hann. Þar krefjast þeir þess að nemendur séu ekki skyldaðir til þess að sitja námskeið Hannesar, Stjórnmálaheimspeki, og að bókin hans Saga stjórnmálakenninga verði tafarlaust tekin úr umferð sem kennslugagn. „Ég var bara að fá hann í hendurnar fyrir fimm mínútum, ég rétt var að renna yfir hann,“ staðfestir Baldur. Þar sem listinn var að berast hefur stjórnmálafræðideildin ekki haft tíma til að bregðast við honum.Ekki á formlegri dagskráBaldur segir að ekki hafi verið ákveðið að taka fyrir ábendingar vegna námskeiðs og námsefnis Hannesar eða undirskriftalistann á deildarfundi stjórnmálafræðideildarinnar á morgun, en útilokar þó ekki að málið verði eitthvað rætt. „Varðandi deildarfundinn á morgunn þá er það bara einfaldlega þannig að dagskrá deildarfunda er ákveðin með nokkrum fyrirvara, þannig að þetta er ekki á formlegri dagskrá deildarfundar. Hins vegar er eins og á öllum svona fundum dagskrárliður „Önnur mál“ og öllum sem sitja fundinn heimilað að tala undir þeim lið. Hvort þetta mál kemur þar á dagskrá eða ekki, einfaldlega veit ég ekki.“ Í undirskriftalistanum er einnig farið fram á að nemendum verði ekki vísað úr skóla fyrir brot á höfundarlögum, svo lengi sem Hannes starfi þar, vegna þess að hann hafi sjálfur verið dæmdur fyrir ritstuld árið 2008. Svanur Kristjánsson fyrrum prófessor í stjórnmálafræði sagði í samtali við Vísi í gær að það væri fráleitt að maður dæmdur fyrir stórfelld brot á höfundarréttarlögum kenni við Háskóla Íslands. „Að krefjast þess að nemendur séu að taka skyldunámskeið hjá kennara sem hefur verið dæmdur fyrir brot á höfundarréttarlögum, er litið á sem andlegt ofbeldi.“Undirskriftalistar þegar Hannes var ráðinnBaldur staðfestir að kvartanirnar á þessari önn séu ekki þær einu sem hafa borist vegna kennslu Hannesar. „Ef ég man rétt þá hefur ein formleg kvörtun borist áður og hún var tekin mjög alvarlega og hún fór í tiltekið ferli og lauk með niðurstöðu sem ég veit ekki betur en að nemandinn hafi sætt sig við.“ Hann segir að kennarinn hafi gert ráðstafanir í námskeiðinu sem áttu að koma í veg fyrir að það sem þá var kvartað yfir myndi endurtaka sig. Baldur man ekki eftir öðru tilfelli á síðustu árum þar sem nemendur hafi skilað inn yfirlýsingu og undirskriftalista til þess að krefjast þess að ákveðinn kennari fái ekki að kenna skyldunámskeið í deildinni. „Hins vegar gekk mjög mikið á þegar Hannes Hólmsteinn var ráðinn hér inn og það eru að verða 30 ár síðan. Þá vissi ég að það voru einhverjir undirskriftalistar í gangi.“ Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stjórnmálafræðinemar rísa upp gegn Hannesi Hólmsteini Núverandi og fyrrverandi nemendur í stjórnmálafræði við HÍ krefjast þess að Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor kenni ekki skylduáfanga og að bókin hans verði tekin úr umferð. 19. desember 2017 16:30 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Núverandi og fyrrverandi nemendur í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands hafa nú formlega skilað inn yfirlýsingu og undirskriftalista tengdan kennslu Hannesar Hólmstein Gissurarsonar prófessors. Eins og fjallað var um á Vísi í gær ákváðu stjórnmálafræðinemarnir að leggja fram formlega kvörtun þar sem þeir krefjast þess að Hannes fái ekki að kenna skyldunámskeið við stjórnmálafræðideildina, námsefnið hans verði tekið úr umferð og Háskólinn áminni hann opinberlega.Sjá einnig: Stjórnmálafræðinemar rísa upp gegn Hannesi Hólmsteini „Í stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands er kennslubók og kennsluhættir sem innihalda kvenfyrirlitningu, fitufordóma, kynþáttafordóma og niðurlægjandi orð um fatlaða. Við krefjumst þess að Háskóli Íslands og stjórnmálafræðideild taki ábyrgð. Tíðar kvartanir hafa ekki skilað árangri og tökum við því þetta skref. Lítilsvirðing á hópa og einstaklinga í kennslutímum og kennslugögnum í áfanganum Stjórnmálaheimspeki undir stjórn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar er ólíðandi,“ segir meðal annars í yfirlýsingu nemanna.Bíða eftir afstöðu frá stjórnmálafræðideildÁ morgun verður deildarfundur hjá stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og samkvæmt heimildum Vísis vonast nemendur eftir því að málið verði tekið formlega fyrir á fundinum. „Deildin hefur ekki að mér vitandi tekið afstöðu til þess hvort það eigi að taka þetta upp á deildarfundi, þau hafa ekkert sagt og engu lofað,“ segir Guðmundur Ragnar Frímann formaður Politica, félags stjórnmálafræðinema í samtali við Vísi. „Ég veit ekki alveg hvernig staðan er núna.“ Guðmundur Ragnar getur óskað eftir því að fá að mæta sjálfur á deildarfundinn en hefur ekki sóst eftir því þegar þetta er skrifað. Málið komið í ferliBaldur Þórhallsson, prófessor og deildarforseti stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að fyrr í vikunni hafi deildinni borist kvartanir tengdar námskeiðinu Stjórnmálaheimspeki. Það mál sé í vinnslu eins og er. „Við höfum fengið bæði formlegar kvartanir frá nemenda og einstaklingi utan úr bæ varðandi kennslu í þessu námskeiði. Við tökum allar svona ábendingar alvarlega og málið er í ferli. Fyrsta skrefið í því er að leita afstöðu kennara til málsins.“ Í dag fékk stjórnmálafræðideildin afhentan undirskriftalistann sem fjallað var um fyrst á Vísi í gær, en samkvæmt heimildum fréttastofu höfðu tugir einstaklinga skrifað undir hann. Þar krefjast þeir þess að nemendur séu ekki skyldaðir til þess að sitja námskeið Hannesar, Stjórnmálaheimspeki, og að bókin hans Saga stjórnmálakenninga verði tafarlaust tekin úr umferð sem kennslugagn. „Ég var bara að fá hann í hendurnar fyrir fimm mínútum, ég rétt var að renna yfir hann,“ staðfestir Baldur. Þar sem listinn var að berast hefur stjórnmálafræðideildin ekki haft tíma til að bregðast við honum.Ekki á formlegri dagskráBaldur segir að ekki hafi verið ákveðið að taka fyrir ábendingar vegna námskeiðs og námsefnis Hannesar eða undirskriftalistann á deildarfundi stjórnmálafræðideildarinnar á morgun, en útilokar þó ekki að málið verði eitthvað rætt. „Varðandi deildarfundinn á morgunn þá er það bara einfaldlega þannig að dagskrá deildarfunda er ákveðin með nokkrum fyrirvara, þannig að þetta er ekki á formlegri dagskrá deildarfundar. Hins vegar er eins og á öllum svona fundum dagskrárliður „Önnur mál“ og öllum sem sitja fundinn heimilað að tala undir þeim lið. Hvort þetta mál kemur þar á dagskrá eða ekki, einfaldlega veit ég ekki.“ Í undirskriftalistanum er einnig farið fram á að nemendum verði ekki vísað úr skóla fyrir brot á höfundarlögum, svo lengi sem Hannes starfi þar, vegna þess að hann hafi sjálfur verið dæmdur fyrir ritstuld árið 2008. Svanur Kristjánsson fyrrum prófessor í stjórnmálafræði sagði í samtali við Vísi í gær að það væri fráleitt að maður dæmdur fyrir stórfelld brot á höfundarréttarlögum kenni við Háskóla Íslands. „Að krefjast þess að nemendur séu að taka skyldunámskeið hjá kennara sem hefur verið dæmdur fyrir brot á höfundarréttarlögum, er litið á sem andlegt ofbeldi.“Undirskriftalistar þegar Hannes var ráðinnBaldur staðfestir að kvartanirnar á þessari önn séu ekki þær einu sem hafa borist vegna kennslu Hannesar. „Ef ég man rétt þá hefur ein formleg kvörtun borist áður og hún var tekin mjög alvarlega og hún fór í tiltekið ferli og lauk með niðurstöðu sem ég veit ekki betur en að nemandinn hafi sætt sig við.“ Hann segir að kennarinn hafi gert ráðstafanir í námskeiðinu sem áttu að koma í veg fyrir að það sem þá var kvartað yfir myndi endurtaka sig. Baldur man ekki eftir öðru tilfelli á síðustu árum þar sem nemendur hafi skilað inn yfirlýsingu og undirskriftalista til þess að krefjast þess að ákveðinn kennari fái ekki að kenna skyldunámskeið í deildinni. „Hins vegar gekk mjög mikið á þegar Hannes Hólmsteinn var ráðinn hér inn og það eru að verða 30 ár síðan. Þá vissi ég að það voru einhverjir undirskriftalistar í gangi.“
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stjórnmálafræðinemar rísa upp gegn Hannesi Hólmsteini Núverandi og fyrrverandi nemendur í stjórnmálafræði við HÍ krefjast þess að Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor kenni ekki skylduáfanga og að bókin hans verði tekin úr umferð. 19. desember 2017 16:30 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Stjórnmálafræðinemar rísa upp gegn Hannesi Hólmsteini Núverandi og fyrrverandi nemendur í stjórnmálafræði við HÍ krefjast þess að Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor kenni ekki skylduáfanga og að bókin hans verði tekin úr umferð. 19. desember 2017 16:30