Innlent

Bodö mun leysa af Herjólf

Atli Ísleifsson skrifar
Herjólfur siglir milli lands og Eyja.
Herjólfur siglir milli lands og Eyja. Vísir/Vilhelm
Vegagerðin hefur tekið norsku ferjuna Bodö á leigu til að leysa Herjólf af í janúar, þegar viðgerð á gír Herjólfs verður loks kláruð. Þetta kemur fram á vef Eyjafrétta.

Hann var tekinn í slipp í haust til viðgerðar, en þá kom í ljós að nýir varahlutir stóðust ekki öryggiskröfur flokkunarfélags skipsins þannig að ráðast þurfti í smíði nýrra varahluta frá grunni.

Áætlað er að norska ferjan verði komin til landsins 24. janúar og fer Herjólfur þá í slipp. Hún er áttatíu metra löng og tekur 345 farþega, 80 fólksbíla og tíu flutningabíla og er búin fjórum stöðugleika uggum.

Áætlað er að viðgerð á Herjólfi taki um tvær vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×