Mikil mannekla í lögreglunni en einungis 41 komast í starfsnám Elín Margrét Böðvarsdóttir og Þórdís Valsdóttir skrifar 30. desember 2017 21:57 Færri nemendur í lögreglufræðum komast að en vilja í starfsnám á sama tíma og mannekla ríkir í lögreglunni. Ætla má að tugir lögreglumanna fari á eftirlaun á næstu árum, á meðan nýliðun gengur hægar. Aftur á móti virðast kynjahlutföll innan lögreglunnar fara batnandi. Ríflega tvö hundruð nemendur í lögreglufræðum sóttu um starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar í ár. 96 þeirra þreyttu þrekpróf og stóðust 79 þeirra prófið. Af þeim voru alls 69 nemendur sem stóðust allar aðrar kröfur til að hefja starfsnám en aðeins 41 komst að. „Þetta er auðvitað nemendur sem eru búnir að ljúka einni önn í námi og búnir að standast allar aðrar kröfur þannig að við hefðum gjarnan viljað taka inn fleiri nemendur,“ segir Ólafur Örn Bragason forstöðumaður mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar. „Það kemur til með að vanta í hið minnsta 170 lögreglumenn á næstu árum til að halda í horfið, hvað þá aukningu. Það er þörf á fleiri lögreglumönnum,“ segir Ólafur.Kynjahlutföllin verða æ jafnari Lögreglunám var flutt á háskólastig árið 2016 og er kennt í fjarnámi fá Háskólanum á Akureyri. Af þeim 41 sem komust að í starfsnámi eru 21 karl og 20 konur. Ólafur ætlar að hlutfall kvenna í lögregluskóla ríkisins þegar hann var og hét hafi aðeins verið á bilinu 25 til 30 prósent. Nú er kynjahlutfallið öllu jafnara. „Við höfum lítið náð að hreyfa við þessu kynjahlutfalli innan lögreglunnar. Það hefur verið í kringum 15 prósent konur og 85 prósent karlar í nokkurn tíma.“ Aðspurður hvort hann telji þetta vera að breytast segir Ólafur að svo geti verið og að hann voni það. Skóla - og menntamál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Færri nemendur í lögreglufræðum komast að en vilja í starfsnám á sama tíma og mannekla ríkir í lögreglunni. Ætla má að tugir lögreglumanna fari á eftirlaun á næstu árum, á meðan nýliðun gengur hægar. Aftur á móti virðast kynjahlutföll innan lögreglunnar fara batnandi. Ríflega tvö hundruð nemendur í lögreglufræðum sóttu um starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar í ár. 96 þeirra þreyttu þrekpróf og stóðust 79 þeirra prófið. Af þeim voru alls 69 nemendur sem stóðust allar aðrar kröfur til að hefja starfsnám en aðeins 41 komst að. „Þetta er auðvitað nemendur sem eru búnir að ljúka einni önn í námi og búnir að standast allar aðrar kröfur þannig að við hefðum gjarnan viljað taka inn fleiri nemendur,“ segir Ólafur Örn Bragason forstöðumaður mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar. „Það kemur til með að vanta í hið minnsta 170 lögreglumenn á næstu árum til að halda í horfið, hvað þá aukningu. Það er þörf á fleiri lögreglumönnum,“ segir Ólafur.Kynjahlutföllin verða æ jafnari Lögreglunám var flutt á háskólastig árið 2016 og er kennt í fjarnámi fá Háskólanum á Akureyri. Af þeim 41 sem komust að í starfsnámi eru 21 karl og 20 konur. Ólafur ætlar að hlutfall kvenna í lögregluskóla ríkisins þegar hann var og hét hafi aðeins verið á bilinu 25 til 30 prósent. Nú er kynjahlutfallið öllu jafnara. „Við höfum lítið náð að hreyfa við þessu kynjahlutfalli innan lögreglunnar. Það hefur verið í kringum 15 prósent konur og 85 prósent karlar í nokkurn tíma.“ Aðspurður hvort hann telji þetta vera að breytast segir Ólafur að svo geti verið og að hann voni það.
Skóla - og menntamál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira