Segir bændur hafa farið hamförum við skurðgröft og vill að þeir fylli upp í þá Birgir Olgeirsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 7. janúar 2018 22:04 Landgræðslustjóri hvetur bændur landsins til að grafa ofan í skurð í þeim tilgangi að draga úr losun koltvísýrings út í andrúmsloftið. Hann segir að bændur hafi farið hamförum á sínum tíma við að grafa alla þessa skurði sem eru í landinu. Þegar farið er um sveitir landsins má sjá skurði nánast við hvern bæ en bændur grófu þá til að ræsa fram land, kallaðir framræsluskurðir til að veita vatni frá tilteknum svæðum og þá má líka víða sjá áveituskurði en tilgangur þeirra er að veita vatni að tilteknum svæðum. Landgræðslustjóri hvetur nú til þess að mokað verði ofan í skurði landsins til að draga úr losun koltvísýrings.Árni Bragason landgræðslustjóriMagnús Hlynur Hreiðarsson„Skurðir og illa farið beitiland er að losa gríðarlega mikinn koltvísýring í andrúmsloftið. Þetta er loftslagsaðgerð og ef við skoðum heildarlosun á Íslandi þá er mjög mikill meirihluti losunar sem kemur frá framræstu votlendi og frá illa förnu beitilandi. Það er miklu meira heldur en kemur frá iðnaði og landbúnaði og hafa verið nefndar tölur allt að 73 prósent af heildarlosuninni á Íslandi,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Árni segir að bændur noti ekki nema 15 til 20% af framræstu votlendi til ræktunar, það þurfi að endurskipuleggja skurðakerfin og fylla í skurði sem mun leiða til þess að það mun bindast aukið kolefni. En er þetta raunhæf framkvæmd ? „Já, það tel ég vera. Þetta er auðvitað fyrst og fremst háð því að landeigendur spili með og séu tilbúnir í þessa aðgerð,“ segir Árni. En þá hlýtur maður að spyrja; af hverju voru bændur að grafa alla þessa skurði á sínum tíma? „Menn fóru hreinlega hamförum og menn áttuðu sig ekkert á því á þeim tíma hverjar yrðu afleiðingarnar. Menn voru ekki farnir að tala um þessar loftslagsbreytingar fyrir fimmtíu árum þegar menn voru að grafa þessa skurði.“ Það er ekki bara landgræðslustjóri og starfsmenn Landgræðslunnar sem vilja láta grafa ofan í skurðina, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti landsins hefur sett það mál á oddinn enda segir hún nauðsynlegt að endurheimta þetta land. Landbúnaður Loftslagsmál Tengdar fréttir Losar 226% meira en iðnaður og samgöngur samtals Rök fyrir stóraukinni endurheimt votlendis sem ræst hefur verið fram á Íslandi er gríðarleg losun gróðurhúsalofttegunda frá uppþurru landinu. Losun framræsts lands hér er metin 7,74 milljónir tonna CO2-ígilda. 13. desember 2014 10:45 Þörf á átaki í landgræðslu til að sporna við óðalosun næstu ár Að óbreyttu mun Ísland þurfa að kaupa losunarheimildir til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Landgræðslustjóri segir mikil sóknarfæri í landgræðslunni þar sem 500 þúsund hektarar bíða endurheimtar. 21. október 2017 06:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Landgræðslustjóri hvetur bændur landsins til að grafa ofan í skurð í þeim tilgangi að draga úr losun koltvísýrings út í andrúmsloftið. Hann segir að bændur hafi farið hamförum á sínum tíma við að grafa alla þessa skurði sem eru í landinu. Þegar farið er um sveitir landsins má sjá skurði nánast við hvern bæ en bændur grófu þá til að ræsa fram land, kallaðir framræsluskurðir til að veita vatni frá tilteknum svæðum og þá má líka víða sjá áveituskurði en tilgangur þeirra er að veita vatni að tilteknum svæðum. Landgræðslustjóri hvetur nú til þess að mokað verði ofan í skurði landsins til að draga úr losun koltvísýrings.Árni Bragason landgræðslustjóriMagnús Hlynur Hreiðarsson„Skurðir og illa farið beitiland er að losa gríðarlega mikinn koltvísýring í andrúmsloftið. Þetta er loftslagsaðgerð og ef við skoðum heildarlosun á Íslandi þá er mjög mikill meirihluti losunar sem kemur frá framræstu votlendi og frá illa förnu beitilandi. Það er miklu meira heldur en kemur frá iðnaði og landbúnaði og hafa verið nefndar tölur allt að 73 prósent af heildarlosuninni á Íslandi,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Árni segir að bændur noti ekki nema 15 til 20% af framræstu votlendi til ræktunar, það þurfi að endurskipuleggja skurðakerfin og fylla í skurði sem mun leiða til þess að það mun bindast aukið kolefni. En er þetta raunhæf framkvæmd ? „Já, það tel ég vera. Þetta er auðvitað fyrst og fremst háð því að landeigendur spili með og séu tilbúnir í þessa aðgerð,“ segir Árni. En þá hlýtur maður að spyrja; af hverju voru bændur að grafa alla þessa skurði á sínum tíma? „Menn fóru hreinlega hamförum og menn áttuðu sig ekkert á því á þeim tíma hverjar yrðu afleiðingarnar. Menn voru ekki farnir að tala um þessar loftslagsbreytingar fyrir fimmtíu árum þegar menn voru að grafa þessa skurði.“ Það er ekki bara landgræðslustjóri og starfsmenn Landgræðslunnar sem vilja láta grafa ofan í skurðina, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti landsins hefur sett það mál á oddinn enda segir hún nauðsynlegt að endurheimta þetta land.
Landbúnaður Loftslagsmál Tengdar fréttir Losar 226% meira en iðnaður og samgöngur samtals Rök fyrir stóraukinni endurheimt votlendis sem ræst hefur verið fram á Íslandi er gríðarleg losun gróðurhúsalofttegunda frá uppþurru landinu. Losun framræsts lands hér er metin 7,74 milljónir tonna CO2-ígilda. 13. desember 2014 10:45 Þörf á átaki í landgræðslu til að sporna við óðalosun næstu ár Að óbreyttu mun Ísland þurfa að kaupa losunarheimildir til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Landgræðslustjóri segir mikil sóknarfæri í landgræðslunni þar sem 500 þúsund hektarar bíða endurheimtar. 21. október 2017 06:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Losar 226% meira en iðnaður og samgöngur samtals Rök fyrir stóraukinni endurheimt votlendis sem ræst hefur verið fram á Íslandi er gríðarleg losun gróðurhúsalofttegunda frá uppþurru landinu. Losun framræsts lands hér er metin 7,74 milljónir tonna CO2-ígilda. 13. desember 2014 10:45
Þörf á átaki í landgræðslu til að sporna við óðalosun næstu ár Að óbreyttu mun Ísland þurfa að kaupa losunarheimildir til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Landgræðslustjóri segir mikil sóknarfæri í landgræðslunni þar sem 500 þúsund hektarar bíða endurheimtar. 21. október 2017 06:00