Aðalmeðferð lýkur í dag: Segja lögbannið ekki snúast um fyrrverandi forsætisráðherra Daníel Freyr Birkisson skrifar 5. janúar 2018 14:43 Ólafur Eiríkssön, lögmaður Glitnis HoldCo (t.h), við aðalmeðferðina í morgun. vísir/ernir Í dag lýkur aðalmeðferð við Héraðsdóm Reykjavíkur í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn fjölmiðlunum Stundinni og Reykjavik Media. Skýrslutökum er lokið yfir vitnum og helstu leikendum í málinu. Auk þess flutti lögmaður stefnenda, Ólafur Eiríksson, mál sitt sem og Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður stefndu. Stefnendur þrotabús Glitnis segja að málið snúist ekki um Bjarna Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og tengsl hans við bankann. Meðferðin hófst snemma í morgun með skýrslutöku á þeim Jóni Trausta Reynissyni, framkvæmdastjóra og ritstjóra Stundarinnar, og Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, hjá Reykjavik Media. Var það mat beggja að upplýsingar sem miðlarnir hefðu undir höndum ættu fullt erindi við almenning enda væri um að ræða viðskipti einnar af æðstu opinberu persónum á Íslandi dagana fyrir efnahagshrunið árið 2008. Er þá átt við viðskipti Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, auk venslamanna hans við Glitni.Sjá einnig:„Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi?“Sagði Jón Trausti fyrir dómi að það hafi aldrei verið ætlunin að birta allar upplýsingar úr gögnunum, sem eru talin vera um viðskipti yfir þúsund einstaklinga og fyrirtækja, heldur einungis að birta hluti sem miðlarnir töldu varða almannahagsmuni. Það væri því fullkomlega eðlilegt og raunar sjálfsagt að fjalla um tengsl opinberra persóna við viðskiptalífið.Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar.vísir/ernirBeittu fyrir sig 25. gr. fjölmiðlalagaLögmenn stefnenda, Glitnis HoldCo, óskuðu svara frá Jóni Trausta og Jóhannesi um hvers konar gögn væri að ræða og hvert umfang þeirra væri. Vísuðu þeir báðir til 25. gr. fjölmiðlalaga um vernd heimildarmanna. Í framhaldinu var Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóri Stundarinnar, leidd til skýrslutöku og voru svörin á sömu leið. Óskaði lögmaður Glitnis eftir því að úrskurðað yrði hvort vitnin þyrftu efnislega að svara þeim spurningum sem fram höfðu verið bornar. Þeirri beiðni var synjað af dómara málsins, Kjartani Bjarna Björgvinssyni. Því næst voru þeir Ingi Freyr Vilhjálmsson og Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamenn Stundarinnar leiddir fyrir dóminn. Svöruðu þeir á sömu leið og vísuðu til 25. greinarinnar eftir úrskurð dómsins.Málið snúist ekki um forsætisráðherrann fyrrverandiÍ málflutningi Ólafs Eiríkssonar, lögmanns Glitnis, segir að af hálfu bankans snúist málið ekki um viðskipti Bjarna Benediktssonar dagana örlagaríku fyrir efnahagshrun. Tímasetning þingkosninga hafi öllu heldur ekki skipt neinu máli. Hún hafi einungis ráðist af því hvenær Stundin og Reykjavík Media hófu að birta upplýsingar úr gögnunum Auk þess snúist málið um friðhelgi einkalífs stefnanda og viðskiptavina hans. Því hafi verið nauðsynlegt að grípa í taumana áður en frekari upplýsingar viðskiptavina litu dagsins ljós. Í þeim efnum vísaði hann til þess að fjallað hefði verið um viðskipti fólks tengt forsætisráðherranum fyrrverandi, sem ekki gegndi opinberum störfum. Er þá farið fram á afhendingu gagnanna út frá ákvæði um bankaleynd í lögum og var einnig vitnað til þagnarskyldu í lögum um fjármálafyrirtæki. Upplýsingarnar njóti einnig stjórnarskrárbundinnar verndar en að lögmæt takmörkun tjáningarfrelsis sé þar einnig til staðar. Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir „Frekar myndum við fara í fangelsi“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. janúar 2018 09:05 „Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi?“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis gegn Stundinni fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. 5. janúar 2018 11:11 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Í dag lýkur aðalmeðferð við Héraðsdóm Reykjavíkur í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn fjölmiðlunum Stundinni og Reykjavik Media. Skýrslutökum er lokið yfir vitnum og helstu leikendum í málinu. Auk þess flutti lögmaður stefnenda, Ólafur Eiríksson, mál sitt sem og Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður stefndu. Stefnendur þrotabús Glitnis segja að málið snúist ekki um Bjarna Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og tengsl hans við bankann. Meðferðin hófst snemma í morgun með skýrslutöku á þeim Jóni Trausta Reynissyni, framkvæmdastjóra og ritstjóra Stundarinnar, og Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, hjá Reykjavik Media. Var það mat beggja að upplýsingar sem miðlarnir hefðu undir höndum ættu fullt erindi við almenning enda væri um að ræða viðskipti einnar af æðstu opinberu persónum á Íslandi dagana fyrir efnahagshrunið árið 2008. Er þá átt við viðskipti Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, auk venslamanna hans við Glitni.Sjá einnig:„Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi?“Sagði Jón Trausti fyrir dómi að það hafi aldrei verið ætlunin að birta allar upplýsingar úr gögnunum, sem eru talin vera um viðskipti yfir þúsund einstaklinga og fyrirtækja, heldur einungis að birta hluti sem miðlarnir töldu varða almannahagsmuni. Það væri því fullkomlega eðlilegt og raunar sjálfsagt að fjalla um tengsl opinberra persóna við viðskiptalífið.Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar.vísir/ernirBeittu fyrir sig 25. gr. fjölmiðlalagaLögmenn stefnenda, Glitnis HoldCo, óskuðu svara frá Jóni Trausta og Jóhannesi um hvers konar gögn væri að ræða og hvert umfang þeirra væri. Vísuðu þeir báðir til 25. gr. fjölmiðlalaga um vernd heimildarmanna. Í framhaldinu var Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóri Stundarinnar, leidd til skýrslutöku og voru svörin á sömu leið. Óskaði lögmaður Glitnis eftir því að úrskurðað yrði hvort vitnin þyrftu efnislega að svara þeim spurningum sem fram höfðu verið bornar. Þeirri beiðni var synjað af dómara málsins, Kjartani Bjarna Björgvinssyni. Því næst voru þeir Ingi Freyr Vilhjálmsson og Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamenn Stundarinnar leiddir fyrir dóminn. Svöruðu þeir á sömu leið og vísuðu til 25. greinarinnar eftir úrskurð dómsins.Málið snúist ekki um forsætisráðherrann fyrrverandiÍ málflutningi Ólafs Eiríkssonar, lögmanns Glitnis, segir að af hálfu bankans snúist málið ekki um viðskipti Bjarna Benediktssonar dagana örlagaríku fyrir efnahagshrun. Tímasetning þingkosninga hafi öllu heldur ekki skipt neinu máli. Hún hafi einungis ráðist af því hvenær Stundin og Reykjavík Media hófu að birta upplýsingar úr gögnunum Auk þess snúist málið um friðhelgi einkalífs stefnanda og viðskiptavina hans. Því hafi verið nauðsynlegt að grípa í taumana áður en frekari upplýsingar viðskiptavina litu dagsins ljós. Í þeim efnum vísaði hann til þess að fjallað hefði verið um viðskipti fólks tengt forsætisráðherranum fyrrverandi, sem ekki gegndi opinberum störfum. Er þá farið fram á afhendingu gagnanna út frá ákvæði um bankaleynd í lögum og var einnig vitnað til þagnarskyldu í lögum um fjármálafyrirtæki. Upplýsingarnar njóti einnig stjórnarskrárbundinnar verndar en að lögmæt takmörkun tjáningarfrelsis sé þar einnig til staðar.
Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir „Frekar myndum við fara í fangelsi“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. janúar 2018 09:05 „Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi?“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis gegn Stundinni fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. 5. janúar 2018 11:11 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
„Frekar myndum við fara í fangelsi“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. janúar 2018 09:05
„Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi?“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis gegn Stundinni fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. 5. janúar 2018 11:11
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent