Vísindagarðar HÍ þróa randbyggð við Hringbraut Birgir Olgeirsson skrifar 3. janúar 2018 16:42 Eiríkur Hilmarsson, framkvæmdastjóri Vísindagarða HÍ og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri við undirritun samkomulagsins. Reykjavíkurborg Dagur B.Eggertsson borgarstjóri og Eiríkur Hilmarsson framkvæmdastjóri Vísindagarða hafa skrifað undir samning um að úthluta Vísindagörðum þremur lóðum Reykjavíkurborgar undir randbyggð við Hringbraut. Borgarráð hefur samþykkt samninginn. Lóðirnar sem um ræðir eru fyrir neðan svæðið þar sem nýi Landspítalinn mun rísa á næstu árum. „Þekkingarstarfsemi er einn mikilvægasti vaxtarbroddur í fjölbreyttu atvinnulífi borgarinnar til framtíðar,“ er haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í tilkynningu vegna málsins.. „Vatnsmýrarsvæðið er lykilsvæði til að nýta þau sóknarfæri sem leiða af því að hafa tvo öfluga háskóla og háskólasjúkrahús í návígi við hvern annan og öfluga og eftirsótta miðborg innan seilingar. Þróun randbyggðarinnar við nýjan Landspítala er spennandi þáttur í að nýta þau tækifæri sem atvinnulífið og vísindasamfélagið hefur á svæðinu.“ Vísindagarðar Háskóla Íslands munu þróa uppbyggingu lóðanna með sama hætti og á lóðum sem þeim hefur verið úthlutað í Vatnsmýri. Í greinargerð um viðskiptin til borgarráðs segir að mögulegum ágóða sem Vísindagarðar muni hafa af sölu lóðanna til þriðja aðila verði varið til nýsköpunar og í almannaþágu. Forsaga málsins er sú að nýtt heildarskipulag fyrir nýjan Landspítala við Hringbraut var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur í desember 2012. Á svæðinu verða ný mannvirki fyrir Landspítala háskólasjúkrahús og nýtt húsnæði fyrir Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. Í skipulaginu eru þrír reitir auðkenndir sem randbyggð. Þessir reitir eru sunnan við Læknagarð og liggja með fram Hringbraut að norðanverðu. Vísindagarðar greiða Reykjavíkurborg 50 þúsund krónur á fermetrann fyrir byggingarrétt með skuldabréfi, alls 750 milljónir króna fyrir 15.000 fermetra byggingarrétt, en alls er byggingarmagn á svæðinu áætlað 19.000 fermetrar með bílakjallara. Verðið byggir á verðmati sem Reykjavíkurborg lét gera vegna lóðanna. Vísindagarðar bera fasteignagjöld af lóðunum frá undirritun samningsins. Vísindagarðar Háskóla Íslands er félag í 94,6% eigu Háskóla Íslands og 5,4% í eigu Reykjavíkurborgar. Félaginu er ætlað að standa að uppbyggingu lóða í Vatnsmýrinni sem styðja við nýsköpun og vísindarannsóknir. Meðal verkefna félagsins er að skapa umhverfi þar sem slík starfsemi blómstrar. Félagið hefur hlotið viðurkenningu Ríkisskattstjóra sem félag sem starfar í þágu almenningsheilla og hagnaði er eingöngu varið í þágu tilgangs félagsins. Uppbygging randbyggðarinnar við Hringbraut mun kallast á við nýsköpunarumhverfið sem er að rísa á lóð Vísindagarða sunnan við Sturlugötu. Gert er ráð fyrir að uppbyggingu á svæðinu skuli lokið ári 2025. Skipulag Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Dagur B.Eggertsson borgarstjóri og Eiríkur Hilmarsson framkvæmdastjóri Vísindagarða hafa skrifað undir samning um að úthluta Vísindagörðum þremur lóðum Reykjavíkurborgar undir randbyggð við Hringbraut. Borgarráð hefur samþykkt samninginn. Lóðirnar sem um ræðir eru fyrir neðan svæðið þar sem nýi Landspítalinn mun rísa á næstu árum. „Þekkingarstarfsemi er einn mikilvægasti vaxtarbroddur í fjölbreyttu atvinnulífi borgarinnar til framtíðar,“ er haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í tilkynningu vegna málsins.. „Vatnsmýrarsvæðið er lykilsvæði til að nýta þau sóknarfæri sem leiða af því að hafa tvo öfluga háskóla og háskólasjúkrahús í návígi við hvern annan og öfluga og eftirsótta miðborg innan seilingar. Þróun randbyggðarinnar við nýjan Landspítala er spennandi þáttur í að nýta þau tækifæri sem atvinnulífið og vísindasamfélagið hefur á svæðinu.“ Vísindagarðar Háskóla Íslands munu þróa uppbyggingu lóðanna með sama hætti og á lóðum sem þeim hefur verið úthlutað í Vatnsmýri. Í greinargerð um viðskiptin til borgarráðs segir að mögulegum ágóða sem Vísindagarðar muni hafa af sölu lóðanna til þriðja aðila verði varið til nýsköpunar og í almannaþágu. Forsaga málsins er sú að nýtt heildarskipulag fyrir nýjan Landspítala við Hringbraut var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur í desember 2012. Á svæðinu verða ný mannvirki fyrir Landspítala háskólasjúkrahús og nýtt húsnæði fyrir Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. Í skipulaginu eru þrír reitir auðkenndir sem randbyggð. Þessir reitir eru sunnan við Læknagarð og liggja með fram Hringbraut að norðanverðu. Vísindagarðar greiða Reykjavíkurborg 50 þúsund krónur á fermetrann fyrir byggingarrétt með skuldabréfi, alls 750 milljónir króna fyrir 15.000 fermetra byggingarrétt, en alls er byggingarmagn á svæðinu áætlað 19.000 fermetrar með bílakjallara. Verðið byggir á verðmati sem Reykjavíkurborg lét gera vegna lóðanna. Vísindagarðar bera fasteignagjöld af lóðunum frá undirritun samningsins. Vísindagarðar Háskóla Íslands er félag í 94,6% eigu Háskóla Íslands og 5,4% í eigu Reykjavíkurborgar. Félaginu er ætlað að standa að uppbyggingu lóða í Vatnsmýrinni sem styðja við nýsköpun og vísindarannsóknir. Meðal verkefna félagsins er að skapa umhverfi þar sem slík starfsemi blómstrar. Félagið hefur hlotið viðurkenningu Ríkisskattstjóra sem félag sem starfar í þágu almenningsheilla og hagnaði er eingöngu varið í þágu tilgangs félagsins. Uppbygging randbyggðarinnar við Hringbraut mun kallast á við nýsköpunarumhverfið sem er að rísa á lóð Vísindagarða sunnan við Sturlugötu. Gert er ráð fyrir að uppbyggingu á svæðinu skuli lokið ári 2025.
Skipulag Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira