Vísindagarðar HÍ þróa randbyggð við Hringbraut Birgir Olgeirsson skrifar 3. janúar 2018 16:42 Eiríkur Hilmarsson, framkvæmdastjóri Vísindagarða HÍ og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri við undirritun samkomulagsins. Reykjavíkurborg Dagur B.Eggertsson borgarstjóri og Eiríkur Hilmarsson framkvæmdastjóri Vísindagarða hafa skrifað undir samning um að úthluta Vísindagörðum þremur lóðum Reykjavíkurborgar undir randbyggð við Hringbraut. Borgarráð hefur samþykkt samninginn. Lóðirnar sem um ræðir eru fyrir neðan svæðið þar sem nýi Landspítalinn mun rísa á næstu árum. „Þekkingarstarfsemi er einn mikilvægasti vaxtarbroddur í fjölbreyttu atvinnulífi borgarinnar til framtíðar,“ er haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í tilkynningu vegna málsins.. „Vatnsmýrarsvæðið er lykilsvæði til að nýta þau sóknarfæri sem leiða af því að hafa tvo öfluga háskóla og háskólasjúkrahús í návígi við hvern annan og öfluga og eftirsótta miðborg innan seilingar. Þróun randbyggðarinnar við nýjan Landspítala er spennandi þáttur í að nýta þau tækifæri sem atvinnulífið og vísindasamfélagið hefur á svæðinu.“ Vísindagarðar Háskóla Íslands munu þróa uppbyggingu lóðanna með sama hætti og á lóðum sem þeim hefur verið úthlutað í Vatnsmýri. Í greinargerð um viðskiptin til borgarráðs segir að mögulegum ágóða sem Vísindagarðar muni hafa af sölu lóðanna til þriðja aðila verði varið til nýsköpunar og í almannaþágu. Forsaga málsins er sú að nýtt heildarskipulag fyrir nýjan Landspítala við Hringbraut var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur í desember 2012. Á svæðinu verða ný mannvirki fyrir Landspítala háskólasjúkrahús og nýtt húsnæði fyrir Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. Í skipulaginu eru þrír reitir auðkenndir sem randbyggð. Þessir reitir eru sunnan við Læknagarð og liggja með fram Hringbraut að norðanverðu. Vísindagarðar greiða Reykjavíkurborg 50 þúsund krónur á fermetrann fyrir byggingarrétt með skuldabréfi, alls 750 milljónir króna fyrir 15.000 fermetra byggingarrétt, en alls er byggingarmagn á svæðinu áætlað 19.000 fermetrar með bílakjallara. Verðið byggir á verðmati sem Reykjavíkurborg lét gera vegna lóðanna. Vísindagarðar bera fasteignagjöld af lóðunum frá undirritun samningsins. Vísindagarðar Háskóla Íslands er félag í 94,6% eigu Háskóla Íslands og 5,4% í eigu Reykjavíkurborgar. Félaginu er ætlað að standa að uppbyggingu lóða í Vatnsmýrinni sem styðja við nýsköpun og vísindarannsóknir. Meðal verkefna félagsins er að skapa umhverfi þar sem slík starfsemi blómstrar. Félagið hefur hlotið viðurkenningu Ríkisskattstjóra sem félag sem starfar í þágu almenningsheilla og hagnaði er eingöngu varið í þágu tilgangs félagsins. Uppbygging randbyggðarinnar við Hringbraut mun kallast á við nýsköpunarumhverfið sem er að rísa á lóð Vísindagarða sunnan við Sturlugötu. Gert er ráð fyrir að uppbyggingu á svæðinu skuli lokið ári 2025. Skipulag Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Dagur B.Eggertsson borgarstjóri og Eiríkur Hilmarsson framkvæmdastjóri Vísindagarða hafa skrifað undir samning um að úthluta Vísindagörðum þremur lóðum Reykjavíkurborgar undir randbyggð við Hringbraut. Borgarráð hefur samþykkt samninginn. Lóðirnar sem um ræðir eru fyrir neðan svæðið þar sem nýi Landspítalinn mun rísa á næstu árum. „Þekkingarstarfsemi er einn mikilvægasti vaxtarbroddur í fjölbreyttu atvinnulífi borgarinnar til framtíðar,“ er haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í tilkynningu vegna málsins.. „Vatnsmýrarsvæðið er lykilsvæði til að nýta þau sóknarfæri sem leiða af því að hafa tvo öfluga háskóla og háskólasjúkrahús í návígi við hvern annan og öfluga og eftirsótta miðborg innan seilingar. Þróun randbyggðarinnar við nýjan Landspítala er spennandi þáttur í að nýta þau tækifæri sem atvinnulífið og vísindasamfélagið hefur á svæðinu.“ Vísindagarðar Háskóla Íslands munu þróa uppbyggingu lóðanna með sama hætti og á lóðum sem þeim hefur verið úthlutað í Vatnsmýri. Í greinargerð um viðskiptin til borgarráðs segir að mögulegum ágóða sem Vísindagarðar muni hafa af sölu lóðanna til þriðja aðila verði varið til nýsköpunar og í almannaþágu. Forsaga málsins er sú að nýtt heildarskipulag fyrir nýjan Landspítala við Hringbraut var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur í desember 2012. Á svæðinu verða ný mannvirki fyrir Landspítala háskólasjúkrahús og nýtt húsnæði fyrir Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. Í skipulaginu eru þrír reitir auðkenndir sem randbyggð. Þessir reitir eru sunnan við Læknagarð og liggja með fram Hringbraut að norðanverðu. Vísindagarðar greiða Reykjavíkurborg 50 þúsund krónur á fermetrann fyrir byggingarrétt með skuldabréfi, alls 750 milljónir króna fyrir 15.000 fermetra byggingarrétt, en alls er byggingarmagn á svæðinu áætlað 19.000 fermetrar með bílakjallara. Verðið byggir á verðmati sem Reykjavíkurborg lét gera vegna lóðanna. Vísindagarðar bera fasteignagjöld af lóðunum frá undirritun samningsins. Vísindagarðar Háskóla Íslands er félag í 94,6% eigu Háskóla Íslands og 5,4% í eigu Reykjavíkurborgar. Félaginu er ætlað að standa að uppbyggingu lóða í Vatnsmýrinni sem styðja við nýsköpun og vísindarannsóknir. Meðal verkefna félagsins er að skapa umhverfi þar sem slík starfsemi blómstrar. Félagið hefur hlotið viðurkenningu Ríkisskattstjóra sem félag sem starfar í þágu almenningsheilla og hagnaði er eingöngu varið í þágu tilgangs félagsins. Uppbygging randbyggðarinnar við Hringbraut mun kallast á við nýsköpunarumhverfið sem er að rísa á lóð Vísindagarða sunnan við Sturlugötu. Gert er ráð fyrir að uppbyggingu á svæðinu skuli lokið ári 2025.
Skipulag Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira