Yfir 250 ferðalangar leituðu í fjöldahjálparmiðstöðina í Vík Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. janúar 2018 23:30 Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparmiðstöð í íþróttahúsinu í Vík í kvöld. Vísir Þjóðvegur 1 hefur verið opnaður á ný en lokað var frá Markarfljóti að Vík í Mýrdal vegna veðurs. Meira en 250 ferðalangar leituðu í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins sem opnuð var í íþróttahúsinu í Vík klukkan 19:30 í dag. Stanslaus straumur var inn í hjálparmiðstöðina í kvöld og mikill fjöldi bíla fyrir utan. Vegurinn undir Eyjafjöllum var opnaður að nýju eftir að snjóruðningstæki fóru um hann og ruddu burtu sköflum sem þar höfðu myndast. Enn er þó hálka og hálkublettir á svæðinu samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Rauði krossinn var með búnað til að taka á móti 30 manns á staðnum og því gátu ekki allir fengið teppi eða bedda til að liggja á, þar sem fjöldinn var svo gríðarlega mikill. „Við höfum getað boðið upp á kaffi og kex,“ segir Ragnheiður Högnadóttir sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum sem stödd er í fjöldahjálparstöðinni í íþróttahúsinu í Vík. Hún segir að allt hafi gengið vel og ferðalangarnir allir fegnir að fá húsaskjól í storminum.Frá íþróttahúsinu í Vík í kvöld þar sem meira en 250 ferðalangar biðu þess að veðrið yrði betra.VísirBjörgunarsveit flutti seint í kvöld 50 einstaklinga frá hjálparmiðstöðinni á gistiheimili fyrir utan Vík. „Við vorum svo heppin að eigendur opnuðu gistiheimili sem er ekki opið núna svo við gátum komið barnafjölskyldum þangað, sem var dásamlegt. Yndislegt að fólk bregðist svona vel við,“ segir Ragnheiður. Fólkið var bara að bíða af sér veðrið og voru allir mjög afslappaðir samkvæmt Ragnheiði. Enginn kom slasaður í hjálparmiðstöðina og þurfti ekki að veita fólkinu aðhlynningu. Fjöldi bíla var fyrir utan íþróttahúsið í Vík í kvöld, þar af margir bílaleigubílar.VísirFlestir héldu áfram ferðalagi sínu eftir að Þjóðvegur 1 var opnaður á ný eða eru að koma sér af stað núna en einhverjir ætla að bíða þangað til á morgun. „Það eru flestir farnir en það eru nokkrir sem leggja ekki í að keyra í nóttinni og veðrinu. Það eru um tuttugu sem ætla að gista hérna hjá okkur í nótt.“ Barnafjölskyldurnar ætla allar að gista á gistiheimilinu í nótt. Ragnheiður er ótrúlega ánægð með kvöldið og segir að „Það gekk mjög vel, þetta var alveg ótrúlegur fjöldi af fólki. Þetta endaði allt vel.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík í Mýrdal Öll gistiúrræði eru full á svæðinu svo íþróttahúsið hefur verið opnað fyrir ferðalanga. 2. janúar 2018 19:36 „Við höfum ekki teppi og bedda fyrir alla en það fá allir húsaskjól“ Yfir hundrað ferðalangar eru nú í fjöldahjálparstöðinni í Vík. 2. janúar 2018 20:21 Veginum undir Eyjafjöllum lokað vegna óveðurs Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar blæst talsvert syðst á landinu og í Öræfum. 2. janúar 2018 15:18 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Þjóðvegur 1 hefur verið opnaður á ný en lokað var frá Markarfljóti að Vík í Mýrdal vegna veðurs. Meira en 250 ferðalangar leituðu í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins sem opnuð var í íþróttahúsinu í Vík klukkan 19:30 í dag. Stanslaus straumur var inn í hjálparmiðstöðina í kvöld og mikill fjöldi bíla fyrir utan. Vegurinn undir Eyjafjöllum var opnaður að nýju eftir að snjóruðningstæki fóru um hann og ruddu burtu sköflum sem þar höfðu myndast. Enn er þó hálka og hálkublettir á svæðinu samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Rauði krossinn var með búnað til að taka á móti 30 manns á staðnum og því gátu ekki allir fengið teppi eða bedda til að liggja á, þar sem fjöldinn var svo gríðarlega mikill. „Við höfum getað boðið upp á kaffi og kex,“ segir Ragnheiður Högnadóttir sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum sem stödd er í fjöldahjálparstöðinni í íþróttahúsinu í Vík. Hún segir að allt hafi gengið vel og ferðalangarnir allir fegnir að fá húsaskjól í storminum.Frá íþróttahúsinu í Vík í kvöld þar sem meira en 250 ferðalangar biðu þess að veðrið yrði betra.VísirBjörgunarsveit flutti seint í kvöld 50 einstaklinga frá hjálparmiðstöðinni á gistiheimili fyrir utan Vík. „Við vorum svo heppin að eigendur opnuðu gistiheimili sem er ekki opið núna svo við gátum komið barnafjölskyldum þangað, sem var dásamlegt. Yndislegt að fólk bregðist svona vel við,“ segir Ragnheiður. Fólkið var bara að bíða af sér veðrið og voru allir mjög afslappaðir samkvæmt Ragnheiði. Enginn kom slasaður í hjálparmiðstöðina og þurfti ekki að veita fólkinu aðhlynningu. Fjöldi bíla var fyrir utan íþróttahúsið í Vík í kvöld, þar af margir bílaleigubílar.VísirFlestir héldu áfram ferðalagi sínu eftir að Þjóðvegur 1 var opnaður á ný eða eru að koma sér af stað núna en einhverjir ætla að bíða þangað til á morgun. „Það eru flestir farnir en það eru nokkrir sem leggja ekki í að keyra í nóttinni og veðrinu. Það eru um tuttugu sem ætla að gista hérna hjá okkur í nótt.“ Barnafjölskyldurnar ætla allar að gista á gistiheimilinu í nótt. Ragnheiður er ótrúlega ánægð með kvöldið og segir að „Það gekk mjög vel, þetta var alveg ótrúlegur fjöldi af fólki. Þetta endaði allt vel.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík í Mýrdal Öll gistiúrræði eru full á svæðinu svo íþróttahúsið hefur verið opnað fyrir ferðalanga. 2. janúar 2018 19:36 „Við höfum ekki teppi og bedda fyrir alla en það fá allir húsaskjól“ Yfir hundrað ferðalangar eru nú í fjöldahjálparstöðinni í Vík. 2. janúar 2018 20:21 Veginum undir Eyjafjöllum lokað vegna óveðurs Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar blæst talsvert syðst á landinu og í Öræfum. 2. janúar 2018 15:18 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík í Mýrdal Öll gistiúrræði eru full á svæðinu svo íþróttahúsið hefur verið opnað fyrir ferðalanga. 2. janúar 2018 19:36
„Við höfum ekki teppi og bedda fyrir alla en það fá allir húsaskjól“ Yfir hundrað ferðalangar eru nú í fjöldahjálparstöðinni í Vík. 2. janúar 2018 20:21
Veginum undir Eyjafjöllum lokað vegna óveðurs Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar blæst talsvert syðst á landinu og í Öræfum. 2. janúar 2018 15:18