„Við höfum ekki teppi og bedda fyrir alla en það fá allir húsaskjól“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. janúar 2018 20:21 Veðurstofan varar við stormi á Suður og Suðausturlandi. Skjáskot/Veðurstofa „Það streymir hér inn fólk,“ segir Ragnheiður Högnadóttir sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum sem stödd er í fjöldahjálparstöðinni í íþróttahúsinu í Vík. Þjóðvegur 1 frá Markarfljóti að Vík í Mýrdal hefur verið lokaður frá því í dag vegna veðurhams. Fjöldi ferðalanga er fastur á svæðinu og öll gistiúrræði full. Rauði krossinn er með búnað til að taka á móti 30 manns á staðnum en ljóst er að mun fleiri verða í fjöldahjálparstöðinni í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi eru rúmlega 100 manns nú þegar í hjálparmiðstöðinni og eitthvað af fólki á leiðinni. „Við getum afskaplega lítið boðið fólki annað en húsaskjól en það er hægt að koma mörgum inn í íþróttasal,“ segir Ragnheiður. Fjöldahjálparstöðin átti að opna klukkan 19:30 í kvöld en klukkan 19:20 voru 20 fyrstu einstaklingarnir mættir á staðinn. „Það er stanslaus straumur af fólki hér inn. Fólk er ánægt með húsaskjólið því það er brjálað veður úti.“Vindhviður gætu farið yfir 35 m/s Ragnheiður segir að vel gangi að koma fólkinu inn en erfitt sé að átta sig á því á þessum tímapunkti hversu margir muni koma í hjálparmiðstöðina í kvöld. Hún á von á því að fjöldinn gæti verið í kringum 150 manns. Samkvæmt Vegagerðinni blæs talsvert syðst á landinu og í Öræfum, austan og norðaustan 18-25 m/s og slydda eða snjókoma í Öræfum og þar fyrir vestan að Eyjafjöllum. Vindhviður gætu farið yfir 35 m/s, einkum í Öræfum. Hvessir undir Eyjafjöllum eftir hádegi með slyddu eða snjókomu. Austan 18-25 m/s þar síðdegis og fram á kvöld. Veðurstofan varar við stormi og hefur sett á svokallaða gula viðvörun fyrir Suðurland og Suðausturland. Blæs mikið á svæðinu núna. Austan og norðaustan 20-25 m/s sunnan Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls, vindhviður gætu farið yfir 35 m/s. Veðurfræðingur segir svæðið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Mögulega er einnig snjókoma með köflum, til dæmis á veginum um Reynisfjall og þá erfið akstursskilyrði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er áætlað að veðrið gangi niður þegar líður á nóttina. Allt hefur gengið vel í hjálparmiðstöðinni og væsir ekki um neinn í vistinni. „Við höfum ekki teppi og bedda fyrir alla en það fá allir húsaskjól,“ segir Ragnheiður. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík í Mýrdal Öll gistiúrræði eru full á svæðinu svo íþróttahúsið hefur verið opnað fyrir ferðalanga. 2. janúar 2018 19:36 Veginum undir Eyjafjöllum lokað vegna óveðurs Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar blæst talsvert syðst á landinu og í Öræfum. 2. janúar 2018 15:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Það streymir hér inn fólk,“ segir Ragnheiður Högnadóttir sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum sem stödd er í fjöldahjálparstöðinni í íþróttahúsinu í Vík. Þjóðvegur 1 frá Markarfljóti að Vík í Mýrdal hefur verið lokaður frá því í dag vegna veðurhams. Fjöldi ferðalanga er fastur á svæðinu og öll gistiúrræði full. Rauði krossinn er með búnað til að taka á móti 30 manns á staðnum en ljóst er að mun fleiri verða í fjöldahjálparstöðinni í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi eru rúmlega 100 manns nú þegar í hjálparmiðstöðinni og eitthvað af fólki á leiðinni. „Við getum afskaplega lítið boðið fólki annað en húsaskjól en það er hægt að koma mörgum inn í íþróttasal,“ segir Ragnheiður. Fjöldahjálparstöðin átti að opna klukkan 19:30 í kvöld en klukkan 19:20 voru 20 fyrstu einstaklingarnir mættir á staðinn. „Það er stanslaus straumur af fólki hér inn. Fólk er ánægt með húsaskjólið því það er brjálað veður úti.“Vindhviður gætu farið yfir 35 m/s Ragnheiður segir að vel gangi að koma fólkinu inn en erfitt sé að átta sig á því á þessum tímapunkti hversu margir muni koma í hjálparmiðstöðina í kvöld. Hún á von á því að fjöldinn gæti verið í kringum 150 manns. Samkvæmt Vegagerðinni blæs talsvert syðst á landinu og í Öræfum, austan og norðaustan 18-25 m/s og slydda eða snjókoma í Öræfum og þar fyrir vestan að Eyjafjöllum. Vindhviður gætu farið yfir 35 m/s, einkum í Öræfum. Hvessir undir Eyjafjöllum eftir hádegi með slyddu eða snjókomu. Austan 18-25 m/s þar síðdegis og fram á kvöld. Veðurstofan varar við stormi og hefur sett á svokallaða gula viðvörun fyrir Suðurland og Suðausturland. Blæs mikið á svæðinu núna. Austan og norðaustan 20-25 m/s sunnan Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls, vindhviður gætu farið yfir 35 m/s. Veðurfræðingur segir svæðið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Mögulega er einnig snjókoma með köflum, til dæmis á veginum um Reynisfjall og þá erfið akstursskilyrði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er áætlað að veðrið gangi niður þegar líður á nóttina. Allt hefur gengið vel í hjálparmiðstöðinni og væsir ekki um neinn í vistinni. „Við höfum ekki teppi og bedda fyrir alla en það fá allir húsaskjól,“ segir Ragnheiður.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík í Mýrdal Öll gistiúrræði eru full á svæðinu svo íþróttahúsið hefur verið opnað fyrir ferðalanga. 2. janúar 2018 19:36 Veginum undir Eyjafjöllum lokað vegna óveðurs Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar blæst talsvert syðst á landinu og í Öræfum. 2. janúar 2018 15:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík í Mýrdal Öll gistiúrræði eru full á svæðinu svo íþróttahúsið hefur verið opnað fyrir ferðalanga. 2. janúar 2018 19:36
Veginum undir Eyjafjöllum lokað vegna óveðurs Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar blæst talsvert syðst á landinu og í Öræfum. 2. janúar 2018 15:18