Hefur farið 300 ferðir á topp Hvannadalshnjúks: „Maður er náttúrulega eitthvað bilaður“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. janúar 2018 19:00 Einar Rúnar Sigurðsson hefur farið 300 sinnum alla leið upp á topp Hvannadalshnjúks og stefnir á að hætta ekki að fara á hnjúkinn fyrr en eftir áttrætt ef heilsan leyfir. Einar Rúnar Sigurðsson Fjallaleiðsögumaðurinn Einar Rúnar Sigurðsson fór á topp Hvannadalshnúks í 300. skiptið á Nýársdag. Einar segir í samtali við Vísi að vetrarbirtan hafi verið æðisleg og hann hefði ekki getað beðið um betri dag. „Þetta var svo fallegur dagur. Það var kalt en stillt og alveg ofboðslega fallegt veður.“ Einar segir að hann hafi aldrei tekið fleiri ljósmyndir eða ljósmyndastopp á Hvannadalshnjúk. Hann hefur farið 300 ferðir alveg upp á toppinn, ef ekki eru talin með þau skipti sem hann komst ekki alla leið vegna aðstæðna. „Ég fór því í rauninni miklu lengri leið en ég er vanur, „sikksakkaði“ þarna um allt fjallið að taka myndir. Þetta var því ótrúlega fín ljósmyndaferð.“ Einar fór 30 kílómetra í þessari ferð og var 10 klukkustundir á leiðinni. Einar gekk upp Sandfellsleið rúmlega átta um morguninn og var á toppnum tæpum 5 klukkustundum síðar. Svo fór hann yfir sigketilinn til að mæla hvað hann er orðinn djúpur og komst að því að hann hefur dýpkað töluvert. Eftir það skíðaði Einar niður framhjá Steðjakletti og Steðjahrygg og endaði á að labba með skíðin á bakinu niður að Hofsnesi ofan frá Gljúfri og Hofsfjalli. Það var í kringum 15 stiga frost á toppnum á Nýársdag.Einar Rúnar Humarsúpan frosin Hann var einn á ferðinni í þetta skiptið en oft fer hann með ferðafélögum eða fer þangað sem leiðsögumaður fyrir hópa. „Það var svona fimmtán gráðu frost þegar ég sat á toppnum að borða humarsúpu. Hún fraus jafn óðum í boxinu og ég borðaði hana með gaffli,“ segir Einar. Með súpunni drakk hann ískalda kók í gleri. „Fyrstu ferðina fór ég árið 1989 þegar ég var 21 árs gamall. Ég hélt þá að þetta yrði fyrsta og eina ferðin, bara svo ég gæti sagt barnabörnunum að ég hefði líka farið á Hvannadalshnjúk eins og sumir forfeðurnir. “ segir Einar. Hann vissi þó ekki í fyrstu ferð sinni að langafi hans, Páll Jónsson bóndi í Svínafelli, var fyrstur til þess að fara á topp Hvannadalshnjúks árið 1891. „Þetta voru einhver örlög í rauninni. Þetta greinilega gengur í einhverjar erfðir. Ég hef farið þangað upp með mikið af mínum ættmennum og ættingjum. Þetta er greinilega mikið í okkar genum að labba eins hátt og maður kemst á þessu landi.“ Einar Rúnar Gekk alla leið heim Einar segir að þar sem hann vilji halda sér í formi vegna ferðaþjónustunnar og að besta leiðin til þess að halda sér í formi fyrir Hvannadalshnjúk sé að fara á Hvannadalshnjúk. Hann fer oftast með fólk þangað upp á vorin. „Ég enda alltaf á að fara yfir allt árið til að halda mér í formi fyrir vorið.“ Aðspurður af hverju hann hafi farið svona oft upp á Hnjúkinn og fari alltaf aftur og aftur, svarar Einar: „Konan mín spyr mig oft að því líka, nei ég segi svona. Maður er náttúrulega eitthvað bilaður í hausnum sko, það er örugglega eitthvað þannig. Þetta er bara rosalega gaman, þetta er í bakgarðinum hjá mér, ég er fæddur hér og upp alinn hérna beint undir þessu fjalli.“ Einar hefur alltaf búið á bænum Hofsnesi í Öræfum og eftir að hann fór á hnjúkinn á Nýársdag ákvað hann að ganga alla leið heim til sín. „Ég fór 30 kílómetra í gær í staðinn fyrir þessa hefðbundnu 22 kílómetra. Ég fór aðra leið niður og labbaði alla leið niður í húsið mitt, kom bara gangandi heim með skíðin á pokanum mínum eftir tæpa 10 tíma ferð. Maður finnur það bara að þá var ég komin á ystu mörkin og maður finnur að fyrir þennan skrokk er þetta akkúrat það sem hann þarf.“ Einar segir að það sé hollt og gott fyrir sig að fara á toppinn nokkrum sinnum á ári.Einar Rúnar Ímyndaði sér kúreka Hann var snemma byrjaður að hugsa um að fara á toppinn, fjallið hafi alltaf dregið sig til sín. „Þetta blundaði strax í mér. Ég var bara pjakkur og sjónvarpið var rétt nýbyrjað og sá svarthvítar kúrekamyndir. Vestrarnir voru bara hátíð, popp og kók og vestri. Ég sé þessa tinda beint út um gluggann hjá mér og ég ímyndaði mér þá alltaf að ef ég myndi klifra þarna upp að tindum og myndi horfa niður hinu megin þá væru þar kúrekar og indíánar á sléttunni hinu megin.“ Einar segir léttur að það hafi verið ákveðin vonbrigði að sjá í fyrstu ferð sinni upp að þar væri ekkert nema stór slétta, eldgígur en engir kúrekar. Hann stefnir ekkert á að hætta að fara upp á Hvannadalshnjúk á næstunni á meðan heilsan leyfir. „Maður er bara heppinn að heilsan leyfir. Ég er búinn að fara með áttræðan karl frá Sviss þarna upp á topp þannig að ég sé að ég á ennþá 30 ár eftir, ég verð fimmtugur núna í sumar.“ Einar Rúnar Þegar Einar kom niður af hnjúknum í gær fór hann beint í slökun í heita pottinum. „Það er svo gott að njóta lífsins og slappa af eftir svona ferðir, manni líður aldrei betur. Ég held að þetta sé bara hollt og gott fyrir mig.“ Fjallamennska Hvannadalshnjúkur Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Fjallaleiðsögumaðurinn Einar Rúnar Sigurðsson fór á topp Hvannadalshnúks í 300. skiptið á Nýársdag. Einar segir í samtali við Vísi að vetrarbirtan hafi verið æðisleg og hann hefði ekki getað beðið um betri dag. „Þetta var svo fallegur dagur. Það var kalt en stillt og alveg ofboðslega fallegt veður.“ Einar segir að hann hafi aldrei tekið fleiri ljósmyndir eða ljósmyndastopp á Hvannadalshnjúk. Hann hefur farið 300 ferðir alveg upp á toppinn, ef ekki eru talin með þau skipti sem hann komst ekki alla leið vegna aðstæðna. „Ég fór því í rauninni miklu lengri leið en ég er vanur, „sikksakkaði“ þarna um allt fjallið að taka myndir. Þetta var því ótrúlega fín ljósmyndaferð.“ Einar fór 30 kílómetra í þessari ferð og var 10 klukkustundir á leiðinni. Einar gekk upp Sandfellsleið rúmlega átta um morguninn og var á toppnum tæpum 5 klukkustundum síðar. Svo fór hann yfir sigketilinn til að mæla hvað hann er orðinn djúpur og komst að því að hann hefur dýpkað töluvert. Eftir það skíðaði Einar niður framhjá Steðjakletti og Steðjahrygg og endaði á að labba með skíðin á bakinu niður að Hofsnesi ofan frá Gljúfri og Hofsfjalli. Það var í kringum 15 stiga frost á toppnum á Nýársdag.Einar Rúnar Humarsúpan frosin Hann var einn á ferðinni í þetta skiptið en oft fer hann með ferðafélögum eða fer þangað sem leiðsögumaður fyrir hópa. „Það var svona fimmtán gráðu frost þegar ég sat á toppnum að borða humarsúpu. Hún fraus jafn óðum í boxinu og ég borðaði hana með gaffli,“ segir Einar. Með súpunni drakk hann ískalda kók í gleri. „Fyrstu ferðina fór ég árið 1989 þegar ég var 21 árs gamall. Ég hélt þá að þetta yrði fyrsta og eina ferðin, bara svo ég gæti sagt barnabörnunum að ég hefði líka farið á Hvannadalshnjúk eins og sumir forfeðurnir. “ segir Einar. Hann vissi þó ekki í fyrstu ferð sinni að langafi hans, Páll Jónsson bóndi í Svínafelli, var fyrstur til þess að fara á topp Hvannadalshnjúks árið 1891. „Þetta voru einhver örlög í rauninni. Þetta greinilega gengur í einhverjar erfðir. Ég hef farið þangað upp með mikið af mínum ættmennum og ættingjum. Þetta er greinilega mikið í okkar genum að labba eins hátt og maður kemst á þessu landi.“ Einar Rúnar Gekk alla leið heim Einar segir að þar sem hann vilji halda sér í formi vegna ferðaþjónustunnar og að besta leiðin til þess að halda sér í formi fyrir Hvannadalshnjúk sé að fara á Hvannadalshnjúk. Hann fer oftast með fólk þangað upp á vorin. „Ég enda alltaf á að fara yfir allt árið til að halda mér í formi fyrir vorið.“ Aðspurður af hverju hann hafi farið svona oft upp á Hnjúkinn og fari alltaf aftur og aftur, svarar Einar: „Konan mín spyr mig oft að því líka, nei ég segi svona. Maður er náttúrulega eitthvað bilaður í hausnum sko, það er örugglega eitthvað þannig. Þetta er bara rosalega gaman, þetta er í bakgarðinum hjá mér, ég er fæddur hér og upp alinn hérna beint undir þessu fjalli.“ Einar hefur alltaf búið á bænum Hofsnesi í Öræfum og eftir að hann fór á hnjúkinn á Nýársdag ákvað hann að ganga alla leið heim til sín. „Ég fór 30 kílómetra í gær í staðinn fyrir þessa hefðbundnu 22 kílómetra. Ég fór aðra leið niður og labbaði alla leið niður í húsið mitt, kom bara gangandi heim með skíðin á pokanum mínum eftir tæpa 10 tíma ferð. Maður finnur það bara að þá var ég komin á ystu mörkin og maður finnur að fyrir þennan skrokk er þetta akkúrat það sem hann þarf.“ Einar segir að það sé hollt og gott fyrir sig að fara á toppinn nokkrum sinnum á ári.Einar Rúnar Ímyndaði sér kúreka Hann var snemma byrjaður að hugsa um að fara á toppinn, fjallið hafi alltaf dregið sig til sín. „Þetta blundaði strax í mér. Ég var bara pjakkur og sjónvarpið var rétt nýbyrjað og sá svarthvítar kúrekamyndir. Vestrarnir voru bara hátíð, popp og kók og vestri. Ég sé þessa tinda beint út um gluggann hjá mér og ég ímyndaði mér þá alltaf að ef ég myndi klifra þarna upp að tindum og myndi horfa niður hinu megin þá væru þar kúrekar og indíánar á sléttunni hinu megin.“ Einar segir léttur að það hafi verið ákveðin vonbrigði að sjá í fyrstu ferð sinni upp að þar væri ekkert nema stór slétta, eldgígur en engir kúrekar. Hann stefnir ekkert á að hætta að fara upp á Hvannadalshnjúk á næstunni á meðan heilsan leyfir. „Maður er bara heppinn að heilsan leyfir. Ég er búinn að fara með áttræðan karl frá Sviss þarna upp á topp þannig að ég sé að ég á ennþá 30 ár eftir, ég verð fimmtugur núna í sumar.“ Einar Rúnar Þegar Einar kom niður af hnjúknum í gær fór hann beint í slökun í heita pottinum. „Það er svo gott að njóta lífsins og slappa af eftir svona ferðir, manni líður aldrei betur. Ég held að þetta sé bara hollt og gott fyrir mig.“
Fjallamennska Hvannadalshnjúkur Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira