Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hrund Þórsdóttir skrifar
Mæður tveggja langveikra stúlkna segja regluverkið í kringum foreldragreiðslur vera meingallað. Önnur neyðist til að vinna ekki neitt svo hún fái greiðslurnar og hin fær engar greiðslur þar sem hún kýs að vinna í hlutastarfi. Þær segjast ekki geta beðið endalaust eftir breytingum enda sé óvissa um líftíma dætra þeirra, en rætt verður við mæðurnar í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18:30.

Við hittum líka fimm manna fjölskyldu í Kópavogi sem ætlar að takmarka neyslufé sitt við hundrað þúsund krónur í janúarmánuði, en foreldrarnir segja markmiðið að börnin læri að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur.

Loks heimsækjum við fjörugt heimili á Akranesi, en þar búa alls fimmtán hundar, meðal annars ellefu Sjeffer-hvolpar sem komu í heiminn í desember. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×