Nýársávarp forseta: Áhyggjuefni hve illa hefur gengið að safna í sjóði þegar vel árar Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2018 13:32 Guðni Th. Jóhannesson forseti fluttinýársávarp sitt fyrr í dag. Vísir/ernir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir það áhyggjuefni hve illa hefur gengið á Íslandi að safna í sjóði þegar vel árar. Hann spyr jafnframt hvort það hafi eitthvað með þjóðarsálina að gera og kveðst hann fagna áformum ríkisstjórnar um stofnun þjóðarsjóðs. Þetta kom fram í nýársávarpi forseta sem flutt var í dag. Þar ræddi forseti einnig sorgina sem þjóðin upplifði vegna hvarfs og dauða Birnu Brjánsdóttur í byrjun nýliðins árs.Fagnar áformum um þjóðarsjóðForseti sagði að nú væri uppi mikið hagvaxtarskeið hér á landi, góðæri sem sumir líki jafnvel við hið ljúfsára ár 2007.„Laust fyrir jól mátti lesa í einum fjölmiðli að þessi gósentíð sæist meðal annars í eldhúsum landsmanna „sem virðast verða flottari og dýrari með hverjum deginum“. Annars staðar var frá því greint að endurvinnslustöðvar hefðu vart undan að taka við varningi fólks, oftar en ekki í góðu lagi en utan tískustrauma og þyrfti því að farga. Er þetta alveg sjálfsagt? Á sama tíma berjast margir við að ná endum saman, búa jafnvel við sára fátækt. Víst er að efnisleg verðmæti tryggja ekki endilega hamingju og lífsgæði. Og víst er það áhyggjuefni hve illa hefur gengið á Íslandi að safna í sjóði þegar vel árar. Er þetta eitthvað í þjóðarsálinni? Í rapplaginu „Græða peninginn“ syngur tíu ári snáði, Úlfur Emilio Machado Tinnuson, um þá list sem geri honum kleift að kaupa ís og bland í poka. „Sóaði öllum peningunum en ég bara græði á morgun,“ segir svo áfram í laginu. Bragð er að þá barnið finnur! Hér má horfa öfundaraugum til Norðmanna sem báru gæfu til að setja olíuauð sinn í þjóðarsjóð. Við búum líka yfir sameiginlegum auðlindum. Þau lofa því góðu, áform stjórnvalda um þjóðarsjóð Íslands sem tryggi að arður auðlindanna renni til nýsköpunar og nauðsynlegra endurbóta í heilbrigðiskerfinu, auk annarra þjóðþrifamála,“ sagði forseti.Höfnum ráðríki hinna frekuGuðni sagði að kannski verði nýliðins árs einkum minnst fyrir „þau tímamót að konur fylktu liði gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi, sögðu hingað og ekki lengra og karlar tóku undir. Við eigum að standa saman um samfélag sem hafnar ráðríki hinna freku, áfergju þeirra sem þykjast geta komist upp með hvað sem er. Í þessum efnum sem öðrum má þó varast alhæfingar, hviksögur og haldlausar ásakanir; þær spilla góðum málstað.“Tryggja stöðu íslenskunnar í rafrænum heimi Forsetinn ræddi einnig um stöðu íslenskunnar í hinum hraða heimi. „Já, látum fjölbreytni endilega ríkja í menningu okkar og siðum. Við skulum horfa á Hollywood-myndir og þætti, leyfa ungviðinu að vera í tölvuleikjum á ensku en njóta um leið bóka, kvikmynda og dægurlaga á hinni lífseigu og dýrmætu tungu okkar. Brýnt er þó að grípa til aðgerða og tryggja íslensku sess í rafrænum heimi. Á nýrri öld munum við tala við hvers kyns tæki og tól – erum þegar byrjuð á því – og það þurfum við að geta gert um alla framtíð á okkar eigin ástkæra og ylhýra máli,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti. Lesa má ávarp forseta í heild sinni á vef forsetaembættisins. Forseti Íslands Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fleiri fréttir Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir það áhyggjuefni hve illa hefur gengið á Íslandi að safna í sjóði þegar vel árar. Hann spyr jafnframt hvort það hafi eitthvað með þjóðarsálina að gera og kveðst hann fagna áformum ríkisstjórnar um stofnun þjóðarsjóðs. Þetta kom fram í nýársávarpi forseta sem flutt var í dag. Þar ræddi forseti einnig sorgina sem þjóðin upplifði vegna hvarfs og dauða Birnu Brjánsdóttur í byrjun nýliðins árs.Fagnar áformum um þjóðarsjóðForseti sagði að nú væri uppi mikið hagvaxtarskeið hér á landi, góðæri sem sumir líki jafnvel við hið ljúfsára ár 2007.„Laust fyrir jól mátti lesa í einum fjölmiðli að þessi gósentíð sæist meðal annars í eldhúsum landsmanna „sem virðast verða flottari og dýrari með hverjum deginum“. Annars staðar var frá því greint að endurvinnslustöðvar hefðu vart undan að taka við varningi fólks, oftar en ekki í góðu lagi en utan tískustrauma og þyrfti því að farga. Er þetta alveg sjálfsagt? Á sama tíma berjast margir við að ná endum saman, búa jafnvel við sára fátækt. Víst er að efnisleg verðmæti tryggja ekki endilega hamingju og lífsgæði. Og víst er það áhyggjuefni hve illa hefur gengið á Íslandi að safna í sjóði þegar vel árar. Er þetta eitthvað í þjóðarsálinni? Í rapplaginu „Græða peninginn“ syngur tíu ári snáði, Úlfur Emilio Machado Tinnuson, um þá list sem geri honum kleift að kaupa ís og bland í poka. „Sóaði öllum peningunum en ég bara græði á morgun,“ segir svo áfram í laginu. Bragð er að þá barnið finnur! Hér má horfa öfundaraugum til Norðmanna sem báru gæfu til að setja olíuauð sinn í þjóðarsjóð. Við búum líka yfir sameiginlegum auðlindum. Þau lofa því góðu, áform stjórnvalda um þjóðarsjóð Íslands sem tryggi að arður auðlindanna renni til nýsköpunar og nauðsynlegra endurbóta í heilbrigðiskerfinu, auk annarra þjóðþrifamála,“ sagði forseti.Höfnum ráðríki hinna frekuGuðni sagði að kannski verði nýliðins árs einkum minnst fyrir „þau tímamót að konur fylktu liði gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi, sögðu hingað og ekki lengra og karlar tóku undir. Við eigum að standa saman um samfélag sem hafnar ráðríki hinna freku, áfergju þeirra sem þykjast geta komist upp með hvað sem er. Í þessum efnum sem öðrum má þó varast alhæfingar, hviksögur og haldlausar ásakanir; þær spilla góðum málstað.“Tryggja stöðu íslenskunnar í rafrænum heimi Forsetinn ræddi einnig um stöðu íslenskunnar í hinum hraða heimi. „Já, látum fjölbreytni endilega ríkja í menningu okkar og siðum. Við skulum horfa á Hollywood-myndir og þætti, leyfa ungviðinu að vera í tölvuleikjum á ensku en njóta um leið bóka, kvikmynda og dægurlaga á hinni lífseigu og dýrmætu tungu okkar. Brýnt er þó að grípa til aðgerða og tryggja íslensku sess í rafrænum heimi. Á nýrri öld munum við tala við hvers kyns tæki og tól – erum þegar byrjuð á því – og það þurfum við að geta gert um alla framtíð á okkar eigin ástkæra og ylhýra máli,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti. Lesa má ávarp forseta í heild sinni á vef forsetaembættisins.
Forseti Íslands Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fleiri fréttir Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Sjá meira