Forsætisráðherra býr líka yfir sögum í anda Me Too Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. janúar 2018 21:30 Katrín Jakobsdóttir vill tryggja heildstæða nálgun í málefnum er varða kynferðisofbeldi. Vísir/Stefán Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, greindi frá því í viðtali hjá Ríkisútvarpinu í kvöld að hún byggi yfir sambærilegri reynslu og þær konur sem hafa stigið fram í „Ég líka“ byltingunni. Hún sagði jafnframt að ýmsir karlmenn hefðu komið að máli við sig og beðist afsökunar á framferði sínu. Hún hyggst tjá sig frekar um sína reynslu seinna. Spurð út í þessi orð segist Katrín, í samtali við Vísi, vera meðvituð um að karlmenn séu víða að líta í eigin barn og yfir farinn veg. „Það er auðvitað þetta sem maður vill sjá, að þetta snúist ekki um einstaklingana heldur að við náum fram breyttu viðhorfi yfir allt sviðið.“ Frásagnir kvenna á undanförnum árum í byltingum á borð við „ég líka“ eða „Mee Too“ hafa haft gríðarleg áhrif á samfélagið. Katrín segir að það sé brýnt að tryggja að „byltingin verði ekki bara vitundarvakning, sem er auðvitað mjög mikilvægt, heldur einnig að þetta skili sér í úrbótum heilt yfir,“ segir forsætisráðherra.Setja á fót stýrihóp um heildstæða sýn í kynferðisbrotamálumKatrín Jakobsdóttir mun setja á fót stýrihóp sem er ætlað að ná fram heildarsýn í kynferðisbrotamálum. Þetta var staðfest á vef Stjórnarráðsins í dag. Fulltrúi forsætisráðherra stýrir hópnum og starfsmaður dómsmálaráðuneytisins, sem vinnur að innleiðingu nýrrar aðgerðaáætlunar um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins, verður varaformaður hópsins. Stýrihópurinn mun leitast við að tryggja heildstæða nálgun í málaflokknum Í samtali við Vísi segir Katrín að hugmyndin að baki stýrihópnum sé sú að starfsfólk eigi í aukinni samvinnu þvert á kerfi og vinni betur saman. „Við leggjum áherslu á það. Þetta er viðkvæmur málaflokkur og einmitt í svona málaflokki þarf kerfið að vinna sem ein heild alveg óháð því undir hvaða ráðuneyti það heyrir eða hvaða stofnun nákvæmlega,“ segir forsætisráðherra. Í nýja fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir fjármögnun aðgerðaráætlunar um úrbætur í meðferð kynferðisbrotamála. Katrín segir að þrátt fyrir að kynferðisbrotamál tengist fyrst og fremst réttarvörslukerfinu og dómskerfinu finnist stjórnarflokkunum brýnt að horfa til málaflokksins út frá heildstæðri nálgun. „Til þess að tryggja það að þetta vinni allt saman þannig að úrbæturnar snúist ekki bara um þann þátt sem snýr að réttarvörslukerfinu og dómskerfinu heldur líka heilbrigðiskerfinu þar sem þessi mál byrja auðvitað oft og svo félagslega kerfinu þar sem hægt að tryggja betur ráðgjöf og skilning,“ segir Katrín til útskýringar. Aðgerðaráætlunum um verklag er ætlað að tryggja að mál fari tafarlaust í réttan farveg. „Það er hugsunin að það verði niðurstaðan; að það verði hvergi ekkert hik neins staðar og að það sé horft á þetta út frá sjónarhóli brotaþola í þessum málum.“ Tengdar fréttir Stýrihópur fjallar um úrbætur í kynferðisofbeldismálum í kjölfar MeToo Hópurinn á meðal annars að vinna að áætlun um að útrýma kynbundnu ofbeldi. 19. janúar 2018 14:45 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, greindi frá því í viðtali hjá Ríkisútvarpinu í kvöld að hún byggi yfir sambærilegri reynslu og þær konur sem hafa stigið fram í „Ég líka“ byltingunni. Hún sagði jafnframt að ýmsir karlmenn hefðu komið að máli við sig og beðist afsökunar á framferði sínu. Hún hyggst tjá sig frekar um sína reynslu seinna. Spurð út í þessi orð segist Katrín, í samtali við Vísi, vera meðvituð um að karlmenn séu víða að líta í eigin barn og yfir farinn veg. „Það er auðvitað þetta sem maður vill sjá, að þetta snúist ekki um einstaklingana heldur að við náum fram breyttu viðhorfi yfir allt sviðið.“ Frásagnir kvenna á undanförnum árum í byltingum á borð við „ég líka“ eða „Mee Too“ hafa haft gríðarleg áhrif á samfélagið. Katrín segir að það sé brýnt að tryggja að „byltingin verði ekki bara vitundarvakning, sem er auðvitað mjög mikilvægt, heldur einnig að þetta skili sér í úrbótum heilt yfir,“ segir forsætisráðherra.Setja á fót stýrihóp um heildstæða sýn í kynferðisbrotamálumKatrín Jakobsdóttir mun setja á fót stýrihóp sem er ætlað að ná fram heildarsýn í kynferðisbrotamálum. Þetta var staðfest á vef Stjórnarráðsins í dag. Fulltrúi forsætisráðherra stýrir hópnum og starfsmaður dómsmálaráðuneytisins, sem vinnur að innleiðingu nýrrar aðgerðaáætlunar um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins, verður varaformaður hópsins. Stýrihópurinn mun leitast við að tryggja heildstæða nálgun í málaflokknum Í samtali við Vísi segir Katrín að hugmyndin að baki stýrihópnum sé sú að starfsfólk eigi í aukinni samvinnu þvert á kerfi og vinni betur saman. „Við leggjum áherslu á það. Þetta er viðkvæmur málaflokkur og einmitt í svona málaflokki þarf kerfið að vinna sem ein heild alveg óháð því undir hvaða ráðuneyti það heyrir eða hvaða stofnun nákvæmlega,“ segir forsætisráðherra. Í nýja fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir fjármögnun aðgerðaráætlunar um úrbætur í meðferð kynferðisbrotamála. Katrín segir að þrátt fyrir að kynferðisbrotamál tengist fyrst og fremst réttarvörslukerfinu og dómskerfinu finnist stjórnarflokkunum brýnt að horfa til málaflokksins út frá heildstæðri nálgun. „Til þess að tryggja það að þetta vinni allt saman þannig að úrbæturnar snúist ekki bara um þann þátt sem snýr að réttarvörslukerfinu og dómskerfinu heldur líka heilbrigðiskerfinu þar sem þessi mál byrja auðvitað oft og svo félagslega kerfinu þar sem hægt að tryggja betur ráðgjöf og skilning,“ segir Katrín til útskýringar. Aðgerðaráætlunum um verklag er ætlað að tryggja að mál fari tafarlaust í réttan farveg. „Það er hugsunin að það verði niðurstaðan; að það verði hvergi ekkert hik neins staðar og að það sé horft á þetta út frá sjónarhóli brotaþola í þessum málum.“
Tengdar fréttir Stýrihópur fjallar um úrbætur í kynferðisofbeldismálum í kjölfar MeToo Hópurinn á meðal annars að vinna að áætlun um að útrýma kynbundnu ofbeldi. 19. janúar 2018 14:45 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Stýrihópur fjallar um úrbætur í kynferðisofbeldismálum í kjölfar MeToo Hópurinn á meðal annars að vinna að áætlun um að útrýma kynbundnu ofbeldi. 19. janúar 2018 14:45