Gestir taka himingeiminn með sér heim Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. janúar 2018 17:45 Katrín og Lukas búa í Þýskalandi og halda til síns heima strax eftir helgi en verða í Nýlistasafninu við opnun sýningarinnar í dag og svo í listamannaspjalli á sunnudaginn. Vísir/Vilhelm Þegar blaðamann ber að garði í Nýlistasafninu er myndlistarfólkið Katrín Agnes Klar og Lukas Kinderman í óða önn að hengja upp plaköt á stóran vegg og mynda með þeim sérstakt mynstur. Becky Forsythe sýningarstjóri leggur línurnar. „Grunnurinn að þessu verki er ljósmynd sem ég tók skýjum ofar á flugi milli Íslands og Þýskalands,“ segir Katrín brosandi og bendir á að plakötin verði líka í stöflum á gólfinu til reiðu fyrir gesti sem vilja taka brot af himingeimnum með sér heim. Myndir Lukasar eru enn í stöflum upp við vegg, þær líkjast vefnaði, þar sem uppistaða og ívaf mynda ólík mynstur. Allt eru það prentverk. Auk þess er hann með þrívíddarlíkön af ýmsum hlutum, meðal annars einum grip úr geimnum. Distant Matter útleggst sem Fjarlægt efni og í sýningunni er unnið með fjarlægðir í víðum skilningi orðsins. Katrín og Lukas eru par. Þau búa og starfa í München í Þýskalandi en Katrín er dóttir Ingu Ragnarsdóttur, myndlistarkonu og fararstjóra, og hefur verið viðloðandi Ísland frá fyrstu tíð. Lukas er þýskur en er orðinn lunkinn í íslenskunni líka enda kveðst hann oft hafa komið til landsins síðustu tíu ár, eða frá því þau Katrín kynntust. „Við vorum í sama listaháskóla í Þýskalandi og hittumst þar,“ segir hann brosandi. „Það heitir Media-myndlist sem við lærðum, þá aðallega nýmiðlunarlist, vídeó og svoleiðis en nú erum við bæði mikið að vinna í alls konar prenttækni og í verkum sem snúast dálítið um miðlunina sjálfa,“ botnar Katrín. Þau segjast bæði hafa alist upp við myndlist heima fyrir og þar hafi brautin verið lögð á vissan hátt. Katrín og Lukas hafa sýnt víða í Evrópu, ýmist saman eða með öðrum en er Distant Matter þeirra fyrsta sýning hér á landi? „Fyrsta stóra sýningin,“ segir Katrín. „Við vorum með litla sýningu á Seyðisfirði 2014 og meðal gesta þar var Becky Forsythe sýningarstjóri, eftir það kviknaði hugmyndin hjá henni um að fá okkur hingað í Nýlistasafnið. Undanfarið höfum við verið í þéttu sambandi við hana við að velja verkin.“ Distant Matter verður opnuð í dag í Nýlistasafninu, Marshallhúsinu, milli klukkan 17 og 19. Á sunnudaginn klukkan 14 verður gestum boðið upp á ókeypis leiðsögn og spjall um sýninguna ásamt listamönnunum og sýningarstjóranum. Síðan munu þau Katrín og Lukas rjúka aftur út til Þýskalands til sinna starfa. Menning Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Þegar blaðamann ber að garði í Nýlistasafninu er myndlistarfólkið Katrín Agnes Klar og Lukas Kinderman í óða önn að hengja upp plaköt á stóran vegg og mynda með þeim sérstakt mynstur. Becky Forsythe sýningarstjóri leggur línurnar. „Grunnurinn að þessu verki er ljósmynd sem ég tók skýjum ofar á flugi milli Íslands og Þýskalands,“ segir Katrín brosandi og bendir á að plakötin verði líka í stöflum á gólfinu til reiðu fyrir gesti sem vilja taka brot af himingeimnum með sér heim. Myndir Lukasar eru enn í stöflum upp við vegg, þær líkjast vefnaði, þar sem uppistaða og ívaf mynda ólík mynstur. Allt eru það prentverk. Auk þess er hann með þrívíddarlíkön af ýmsum hlutum, meðal annars einum grip úr geimnum. Distant Matter útleggst sem Fjarlægt efni og í sýningunni er unnið með fjarlægðir í víðum skilningi orðsins. Katrín og Lukas eru par. Þau búa og starfa í München í Þýskalandi en Katrín er dóttir Ingu Ragnarsdóttur, myndlistarkonu og fararstjóra, og hefur verið viðloðandi Ísland frá fyrstu tíð. Lukas er þýskur en er orðinn lunkinn í íslenskunni líka enda kveðst hann oft hafa komið til landsins síðustu tíu ár, eða frá því þau Katrín kynntust. „Við vorum í sama listaháskóla í Þýskalandi og hittumst þar,“ segir hann brosandi. „Það heitir Media-myndlist sem við lærðum, þá aðallega nýmiðlunarlist, vídeó og svoleiðis en nú erum við bæði mikið að vinna í alls konar prenttækni og í verkum sem snúast dálítið um miðlunina sjálfa,“ botnar Katrín. Þau segjast bæði hafa alist upp við myndlist heima fyrir og þar hafi brautin verið lögð á vissan hátt. Katrín og Lukas hafa sýnt víða í Evrópu, ýmist saman eða með öðrum en er Distant Matter þeirra fyrsta sýning hér á landi? „Fyrsta stóra sýningin,“ segir Katrín. „Við vorum með litla sýningu á Seyðisfirði 2014 og meðal gesta þar var Becky Forsythe sýningarstjóri, eftir það kviknaði hugmyndin hjá henni um að fá okkur hingað í Nýlistasafnið. Undanfarið höfum við verið í þéttu sambandi við hana við að velja verkin.“ Distant Matter verður opnuð í dag í Nýlistasafninu, Marshallhúsinu, milli klukkan 17 og 19. Á sunnudaginn klukkan 14 verður gestum boðið upp á ókeypis leiðsögn og spjall um sýninguna ásamt listamönnunum og sýningarstjóranum. Síðan munu þau Katrín og Lukas rjúka aftur út til Þýskalands til sinna starfa.
Menning Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira