Mynd að komast á framboðsmál flokkanna í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2018 13:42 Stjórnmálaflokkarnir í Reykjavík hafa margir ákveðið hvernig raðað verður á framboðslista þeirra fyrir borgarstjórnarkosningarnar hinn 27. maí. Vinstri græn ákváðu í gærkvöldi að forval fari fram um uppröðun á lista flokksins. Á félagsfundi Vinstri grænna í Reykjavík í gærkvöldi var ákveðið að halda forval hinn 24. febrúar fyrir kosningar til borgarstjórnar og verður kosið rafrænt um fulltrúa á listann. Framboðslistinn verður síðan lagður fram til samþykktar á félagsfundi í mars. Sjálfstæðismenn hafa boðað til leiðtogakjörs hinn 27. janúar þar sem fimm sækjast eftir því að leiða flokkinn í borginni. En stillt verður upp í önnur sæti en leiðtogasætið. Þá hefur Samfylkingin í Reykjavík ákveðið að flokksval fari fram hinn 10. febrúar um val á frambjóðendum í efstu sæti listans, en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gefur áfram kost á sér í fyrsta sætið. Kosið verður um allt að tíu sæti en kosning í fimm efstu sætin verður bindandi. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar mun Viðreisn bjóða fram í Reykjavík án samstarfs við aðra flokka. Annars staðar á höfuðborgarsvæðinu komi hins vegar til álita að bjóða fram í samstarfi við aðra flokka. En framboðsmál Viðreisnar munu liggja fyrir innan nokkurra vikna. Þá munu Píratar, Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn einnig bjóða fram í Reykjavík en ekki liggur fyrir hvort Björt framtíð bíður fram en hún er nú í meirihlutasamstarfi í borginni. Breytingar verða á skipan borgarstjórnar við kosningarnar hinn 26. maí. Borgarfulltrúar hafa verið 15 frá árinu 1985 en þá var þeim fækkað úr tuttugu og einum. Nú verður borgarfulltrúum fjölgað á nýjan leik og verða þeir 23 frá og með næstu kosningum. Við það lækkar þröskuldurinn fyrir að koma fólki í borgarstjórn. Ekki hefur verið staðfest hvort Flokkur fólksins býður fram í borginni en í ljósi úrslita alþingiskosninganna í október verður það að teljast líklegt. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Stjórnmálaflokkarnir í Reykjavík hafa margir ákveðið hvernig raðað verður á framboðslista þeirra fyrir borgarstjórnarkosningarnar hinn 27. maí. Vinstri græn ákváðu í gærkvöldi að forval fari fram um uppröðun á lista flokksins. Á félagsfundi Vinstri grænna í Reykjavík í gærkvöldi var ákveðið að halda forval hinn 24. febrúar fyrir kosningar til borgarstjórnar og verður kosið rafrænt um fulltrúa á listann. Framboðslistinn verður síðan lagður fram til samþykktar á félagsfundi í mars. Sjálfstæðismenn hafa boðað til leiðtogakjörs hinn 27. janúar þar sem fimm sækjast eftir því að leiða flokkinn í borginni. En stillt verður upp í önnur sæti en leiðtogasætið. Þá hefur Samfylkingin í Reykjavík ákveðið að flokksval fari fram hinn 10. febrúar um val á frambjóðendum í efstu sæti listans, en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gefur áfram kost á sér í fyrsta sætið. Kosið verður um allt að tíu sæti en kosning í fimm efstu sætin verður bindandi. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar mun Viðreisn bjóða fram í Reykjavík án samstarfs við aðra flokka. Annars staðar á höfuðborgarsvæðinu komi hins vegar til álita að bjóða fram í samstarfi við aðra flokka. En framboðsmál Viðreisnar munu liggja fyrir innan nokkurra vikna. Þá munu Píratar, Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn einnig bjóða fram í Reykjavík en ekki liggur fyrir hvort Björt framtíð bíður fram en hún er nú í meirihlutasamstarfi í borginni. Breytingar verða á skipan borgarstjórnar við kosningarnar hinn 26. maí. Borgarfulltrúar hafa verið 15 frá árinu 1985 en þá var þeim fækkað úr tuttugu og einum. Nú verður borgarfulltrúum fjölgað á nýjan leik og verða þeir 23 frá og með næstu kosningum. Við það lækkar þröskuldurinn fyrir að koma fólki í borgarstjórn. Ekki hefur verið staðfest hvort Flokkur fólksins býður fram í borginni en í ljósi úrslita alþingiskosninganna í október verður það að teljast líklegt.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira