Drógu saman seglin eftir 57 milljóna tap Airwaves Baldur Guðmundsson skrifar 19. janúar 2018 07:00 Frá Airwaves 2017. vísir/Ernir „Þetta er þungur rekstur. Þetta er ekki auðvelt,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. Samkvæmt ársreikningi IA tónlistarhátíðar ehf. fyrir árið 2016 var hátíðin þá rekin með ríflega 57 milljóna króna tapi. Grímur segir að það ár hafi aðstandendur hátíðarinnar gert ráð fyrir um 10 þúsund gestum en að 8.500 gestir hafi mætt. Í ársreikningnum kemur fram að tekjurnar hafi numið 215,5 milljónum króna samanborið við 202,2 milljónir árið áður. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves.vísir/ernirSpurður um ástæður þessa svarar Grímur því til að að aukin samkeppni í innflutningi tónlistarmanna, dýrari flug og ríflega fimmtíu prósent hækkun á kostnaði við gistingu, hafi vegið þungt. Sterkt gengi krónunnar hafi haft í för með sér að dýrara varð fyrir ferðamenn að koma til landsins. Þessi rekstrarniðurstaða varð að sögn Gríms til þess að seglin voru dregin saman í fyrra. Til að ná niður kostnaði hafi færri bönd spilað 2017 auk þess sem tónlistarhúsið Harpa hafi verið tekið út sem tónleikastaður, svo dæmi séu tekin. „Við skárum niður kostnaðinn um rúmlega 80 milljónir,“ útskýrir Grímur og bætir við að niðurskurðurinn hafi orðið til þess að reksturinn í fyrra hafi verið í jafnvægi. „Það er mjög gott. Við gætum ekki rekið þetta í tómum mínus,“ segir Grímur og segir framtíð Airwaves bjarta. Airwaves Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
„Þetta er þungur rekstur. Þetta er ekki auðvelt,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. Samkvæmt ársreikningi IA tónlistarhátíðar ehf. fyrir árið 2016 var hátíðin þá rekin með ríflega 57 milljóna króna tapi. Grímur segir að það ár hafi aðstandendur hátíðarinnar gert ráð fyrir um 10 þúsund gestum en að 8.500 gestir hafi mætt. Í ársreikningnum kemur fram að tekjurnar hafi numið 215,5 milljónum króna samanborið við 202,2 milljónir árið áður. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves.vísir/ernirSpurður um ástæður þessa svarar Grímur því til að að aukin samkeppni í innflutningi tónlistarmanna, dýrari flug og ríflega fimmtíu prósent hækkun á kostnaði við gistingu, hafi vegið þungt. Sterkt gengi krónunnar hafi haft í för með sér að dýrara varð fyrir ferðamenn að koma til landsins. Þessi rekstrarniðurstaða varð að sögn Gríms til þess að seglin voru dregin saman í fyrra. Til að ná niður kostnaði hafi færri bönd spilað 2017 auk þess sem tónlistarhúsið Harpa hafi verið tekið út sem tónleikastaður, svo dæmi séu tekin. „Við skárum niður kostnaðinn um rúmlega 80 milljónir,“ útskýrir Grímur og bætir við að niðurskurðurinn hafi orðið til þess að reksturinn í fyrra hafi verið í jafnvægi. „Það er mjög gott. Við gætum ekki rekið þetta í tómum mínus,“ segir Grímur og segir framtíð Airwaves bjarta.
Airwaves Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira