Telur að ekki eigi að vera svo einfalt að skráð trúfélög geti sótt afslátt af gjöldum Ingvar Þór Björnsson skrifar 17. janúar 2018 21:28 Kjartan Magnússon og Áslaug, sem bæði gefa kost á sér í leiðtogaprófkjöri flokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík í vor, eru ekki sammála um málið. Vísir/Samsett Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sat hjá á borgarstjórnarfundi í gær þegar tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að Hjálpræðisherinn yrði undanþeginn gatnagerðargjaldi og byggingarréttargjaldi vegna úthlutunar lóðar við Suðurlandsbraut var tekin fyrir. Gjaldið nemur samtals rúmlega 44 milljónum króna. Á fundinum lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Kjartan Magnússon, Halldór Halldórsson og Marta Guðjónsdóttir fram tillögu um að þar sem að sú starfsemi sem Hjálpræðisherinn stendur fyrir og hefur staðið fyrir verði samtökin undanþegin gatnagerðargjaldi og byggingarréttargjaldi vegna úthlutunar lóðar við Suðurlandsbraut 72-74. Tillagan var felld með níu atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn fimm atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og flugvallarvina og Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa.„Mikilvægt að gæta að því að ákvarðanir um útdeilingu gæða séu teknar út frá almennum reglum en ekki hreinum geðþótta“Í bókun sem borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata lögðu fram kemur fram að samningar hafa tekist milli Hjálpræðishersins og Reykjavíkurborgar um eðlilegt endurgjald með afslætti sem báðir aðilar voru sáttir við. Þá kemur fram í bókun meirihlutans að hann geti ekki stutt við það verklag að taka núna ákvörðun um algjöra niðurfellingu gjalda út frá tillögu sem vísar í mjög matskenndar forsendur en hvorki í lög né reglur. „Þó hlýhugur í garð Hjálpræðishersins sé allra góða gjalda verður, þá er líka mikilvægt að gæta að því að ákvarðanir um útdeilingu gæða séu teknar út frá almennum reglum en ekki hreinum geðþótta,“ segir í bókun meirihlutans. Þá er bent á að ekkert sé því til fyrirstöðu að styðja frekar við starfsemi Hjálpræðishersins á nýjum stað með öðrum hætti.Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon ósammála um afgreiðslu málsinsAthygli vekur að Áslaug Friðriksdóttir sat hjá þegar greidd voru atkvæði um tillögu Sjálfstæðisflokksins. Kjartan Magnússon og Áslaug, sem bæði gefa kost á sér í leiðtogaprófkjöri flokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík í vor, hafa því ólíka sýn á málið. Áslaug segir að ekki eigi að vera svo einfalt að skráð trúfélög geti sótt afslátt af gjöldum eða fengið lóðir án greiðslu. Í bókun sem Áslaug lagði fram segir að skoða verði þetta mál heildstætt. „Vel getur verið að tækifæri séu í því að gera samninga við félög um afslátt af gjöldum ef þau vilja taka þátt í að sinna verkefnum sem styðja borgarsamfélagið og verkefnin eru í takt við markmið og stefnu borgarinnar,“ segir í bókun Áslaugar. Nefnir hún að það að um skráð trúfélag sé að ræða geti ekki eitt og sér verið nóg. „Betur færi á að horfa til þess hvaða samfélagsverkefnum félög muni sinna gegn slíkum afslætti eða undanþágum,“ segir hún.Tillagan fyrst lögð fram í októberBorgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina lögðu fyrst fram tillögu á borgarráðsfundi 6. október 2016 um að Hjálpræðisherinn myndi ekki greiða byggingarréttargjald vegna úthlutunar lóðarinnar. Í þeirri bókun var vísað í lóðaúthlutun Reykjavíkurborgar til Félags múslima árið 2013 en trúfélagið þurfti ekki að greiða byggingargjald. Þá var tillögunni einnig hafnað. Þann 5. janúar síðastliðinn var vakin athygli á því að Hjálpræðisherinn fengi ekki fría lóð undir nýtt húsnæði, þrátt fyrir að vera skráð trúfélag. Lögum samkvæmt ber hins vegar að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur þjóðkirkjunnar. Borgin hefur í gegnum tíðina túlkað ákvæðið með þeim hætti að hið sama skuli ganga yfir önnur trúfélög á grundvelli jafnræðisreglu. Þá sagði S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, að Hjálpræðisherinn hafi alla burði til að koma sér upp aðstöðu upp á eigin spýtur. Jafnframt nefndi hann að borgin liti svo á að hinum fríu lóðum sé ætlað það hlutverk að veita trúfélögum einhvern samastað í upphafi og því ekki rétt að félög sem þegar eigi verðmætar byggingar fái slíkt. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Hjálpræðisherinn má reisa nýjar höfuðstöðvar sínar á Suðurlandsbraut Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur heimilað Hjálpræðishernum að reisa höfuðstöðvar á tveimur hæðum á Suðurlandsbraut 32-34. 14. desember 2017 07:00 Vildu að Hjálpræðisherinn myndi sleppa við að borga byggingarréttargjald til borgarinnar Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina lögðu fram tillögu á borgarráðsfundi í dag um að Hjálpræðisherinn myndi ekki greiða byggingarréttargjald vegna úthlutunar lóðar sem trúfélagið hefur fengið við Suðurlandsbraut 72-74. 6. október 2016 23:13 Hjálpræðisherinn fær ekki fría lóð þrátt fyrir að vera skráð trúfélag Hjálpræðisherinn fær ekki fría lóð undir nýtt húsnæði sitt í Reykjavík, þrátt fyrir að vera skráð trúfélag. Foringi í hernum segir þetta skjóta skökku við, nú þegar borgin hafi úthlutað lóðum til nokkurra trúfélaga síðustu misseri án endurgjalds. 5. janúar 2018 20:00 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sat hjá á borgarstjórnarfundi í gær þegar tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að Hjálpræðisherinn yrði undanþeginn gatnagerðargjaldi og byggingarréttargjaldi vegna úthlutunar lóðar við Suðurlandsbraut var tekin fyrir. Gjaldið nemur samtals rúmlega 44 milljónum króna. Á fundinum lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Kjartan Magnússon, Halldór Halldórsson og Marta Guðjónsdóttir fram tillögu um að þar sem að sú starfsemi sem Hjálpræðisherinn stendur fyrir og hefur staðið fyrir verði samtökin undanþegin gatnagerðargjaldi og byggingarréttargjaldi vegna úthlutunar lóðar við Suðurlandsbraut 72-74. Tillagan var felld með níu atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn fimm atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og flugvallarvina og Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa.„Mikilvægt að gæta að því að ákvarðanir um útdeilingu gæða séu teknar út frá almennum reglum en ekki hreinum geðþótta“Í bókun sem borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata lögðu fram kemur fram að samningar hafa tekist milli Hjálpræðishersins og Reykjavíkurborgar um eðlilegt endurgjald með afslætti sem báðir aðilar voru sáttir við. Þá kemur fram í bókun meirihlutans að hann geti ekki stutt við það verklag að taka núna ákvörðun um algjöra niðurfellingu gjalda út frá tillögu sem vísar í mjög matskenndar forsendur en hvorki í lög né reglur. „Þó hlýhugur í garð Hjálpræðishersins sé allra góða gjalda verður, þá er líka mikilvægt að gæta að því að ákvarðanir um útdeilingu gæða séu teknar út frá almennum reglum en ekki hreinum geðþótta,“ segir í bókun meirihlutans. Þá er bent á að ekkert sé því til fyrirstöðu að styðja frekar við starfsemi Hjálpræðishersins á nýjum stað með öðrum hætti.Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon ósammála um afgreiðslu málsinsAthygli vekur að Áslaug Friðriksdóttir sat hjá þegar greidd voru atkvæði um tillögu Sjálfstæðisflokksins. Kjartan Magnússon og Áslaug, sem bæði gefa kost á sér í leiðtogaprófkjöri flokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík í vor, hafa því ólíka sýn á málið. Áslaug segir að ekki eigi að vera svo einfalt að skráð trúfélög geti sótt afslátt af gjöldum eða fengið lóðir án greiðslu. Í bókun sem Áslaug lagði fram segir að skoða verði þetta mál heildstætt. „Vel getur verið að tækifæri séu í því að gera samninga við félög um afslátt af gjöldum ef þau vilja taka þátt í að sinna verkefnum sem styðja borgarsamfélagið og verkefnin eru í takt við markmið og stefnu borgarinnar,“ segir í bókun Áslaugar. Nefnir hún að það að um skráð trúfélag sé að ræða geti ekki eitt og sér verið nóg. „Betur færi á að horfa til þess hvaða samfélagsverkefnum félög muni sinna gegn slíkum afslætti eða undanþágum,“ segir hún.Tillagan fyrst lögð fram í októberBorgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina lögðu fyrst fram tillögu á borgarráðsfundi 6. október 2016 um að Hjálpræðisherinn myndi ekki greiða byggingarréttargjald vegna úthlutunar lóðarinnar. Í þeirri bókun var vísað í lóðaúthlutun Reykjavíkurborgar til Félags múslima árið 2013 en trúfélagið þurfti ekki að greiða byggingargjald. Þá var tillögunni einnig hafnað. Þann 5. janúar síðastliðinn var vakin athygli á því að Hjálpræðisherinn fengi ekki fría lóð undir nýtt húsnæði, þrátt fyrir að vera skráð trúfélag. Lögum samkvæmt ber hins vegar að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur þjóðkirkjunnar. Borgin hefur í gegnum tíðina túlkað ákvæðið með þeim hætti að hið sama skuli ganga yfir önnur trúfélög á grundvelli jafnræðisreglu. Þá sagði S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, að Hjálpræðisherinn hafi alla burði til að koma sér upp aðstöðu upp á eigin spýtur. Jafnframt nefndi hann að borgin liti svo á að hinum fríu lóðum sé ætlað það hlutverk að veita trúfélögum einhvern samastað í upphafi og því ekki rétt að félög sem þegar eigi verðmætar byggingar fái slíkt.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Hjálpræðisherinn má reisa nýjar höfuðstöðvar sínar á Suðurlandsbraut Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur heimilað Hjálpræðishernum að reisa höfuðstöðvar á tveimur hæðum á Suðurlandsbraut 32-34. 14. desember 2017 07:00 Vildu að Hjálpræðisherinn myndi sleppa við að borga byggingarréttargjald til borgarinnar Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina lögðu fram tillögu á borgarráðsfundi í dag um að Hjálpræðisherinn myndi ekki greiða byggingarréttargjald vegna úthlutunar lóðar sem trúfélagið hefur fengið við Suðurlandsbraut 72-74. 6. október 2016 23:13 Hjálpræðisherinn fær ekki fría lóð þrátt fyrir að vera skráð trúfélag Hjálpræðisherinn fær ekki fría lóð undir nýtt húsnæði sitt í Reykjavík, þrátt fyrir að vera skráð trúfélag. Foringi í hernum segir þetta skjóta skökku við, nú þegar borgin hafi úthlutað lóðum til nokkurra trúfélaga síðustu misseri án endurgjalds. 5. janúar 2018 20:00 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Hjálpræðisherinn má reisa nýjar höfuðstöðvar sínar á Suðurlandsbraut Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur heimilað Hjálpræðishernum að reisa höfuðstöðvar á tveimur hæðum á Suðurlandsbraut 32-34. 14. desember 2017 07:00
Vildu að Hjálpræðisherinn myndi sleppa við að borga byggingarréttargjald til borgarinnar Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina lögðu fram tillögu á borgarráðsfundi í dag um að Hjálpræðisherinn myndi ekki greiða byggingarréttargjald vegna úthlutunar lóðar sem trúfélagið hefur fengið við Suðurlandsbraut 72-74. 6. október 2016 23:13
Hjálpræðisherinn fær ekki fría lóð þrátt fyrir að vera skráð trúfélag Hjálpræðisherinn fær ekki fría lóð undir nýtt húsnæði sitt í Reykjavík, þrátt fyrir að vera skráð trúfélag. Foringi í hernum segir þetta skjóta skökku við, nú þegar borgin hafi úthlutað lóðum til nokkurra trúfélaga síðustu misseri án endurgjalds. 5. janúar 2018 20:00