Davíð hvergi nærri hættur Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. janúar 2018 08:45 Davíð Oddsson fagnar 70 ára afmæli í dag. Vísir/Ernir Davíð Oddsson hyggst ekki láta af störfum sem ritstjóri Morgunblaðsins. Þetta tilkynnti hann í útvarpsviðtali á K100, sem eins og Morgunblaðið er í eigu Árvakurs, nú fyrir skömmu. Davíð fagnar 70 ára afmæli í dag og var hann fenginn í viðtal í tilefni dagsins.Sjá einnig: Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis DavíðsÝmsir höfðu velt því fyrir sér hvort Davíð myndi, í ljósi þessara tímamóta, láta af störfum sem ritstjóri Morgunblaðsins. Ekkert hafði komið fram þar um en reglur Árvakurs kveða á um að þegar menn hafi náð þeim aldri skuli þeir láta af störfum. Forveri Davíðs á ritstjórastóli, Styrmir Gunnarsson, lét af störfum árið 2008 þegar hann varð sjötugur. Hið sama má segja um Matthías Johannessen þegar hann fagnaði sjötugsafmæli árið 2000. Davíð mætti í hljóðver í morgun og hér sést hann með þáttastjórnandanum Jóni Axel Ólafssyni.SkjáskotÍ viðtalinu tók Davíð af allan vafa um eigin ritstjóraferil, hann ætlar sér að halda ótrauður áfram. „Nú er ég sjötugur og Mogginn 105 ára. Ekki hætti hann þegar hann var sjötugur,“ sagði Davíð sem var ráðinn ritstjóri ásamt Haraldi Johannessen árið 2009. Davíð minntist á barnabörn sín í viðtalinu. Eitt þeirra hafi haft á orði nýlega að Davíð „bullaði bara“. Þakkaði Davíð fyrir að kollegar hans í stjórnmálum hefðu ekki verið jafnhreinskilnir á sínum tíma. „Ég er jafn geggjaður og Donald Trump. Ekki það að ég sé að segja að hann sé geggjaður,“ sagði Davíð.Sjá einnig: Dansar eins og fiðrildi og stingur eins og býSíðan þá hefur Davíð skrifað hundruð leiðara, Staksteina og Reykjavíkurbréfa en að eigin sögn hefur Davíð aðeins tekið sér viku í sumarfrí á þeim rúmu 8 árum sem hann hefur verið ritstjóri blaðsins. Afmælisveisla Davíð til heiðurs mun fara fram í húsakynnum Morgunblaðsins að Hádegismóum á milli klukkan 16 til 18 í dag. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Dansar eins og fiðrildi og stingur eins og bý Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fagnar sjötugsafmæli sínu í dag. Kári Stefánsson segir Davíð vera hjartahlýrri mann en fólk geri sér almennt grein fyrir. Hann geti þótt ósveigjanlegur en sé staðfastur og traustur vinur vina si 17. janúar 2018 07:00 Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins verður sjötugur á morgun. 16. janúar 2018 15:25 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
Davíð Oddsson hyggst ekki láta af störfum sem ritstjóri Morgunblaðsins. Þetta tilkynnti hann í útvarpsviðtali á K100, sem eins og Morgunblaðið er í eigu Árvakurs, nú fyrir skömmu. Davíð fagnar 70 ára afmæli í dag og var hann fenginn í viðtal í tilefni dagsins.Sjá einnig: Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis DavíðsÝmsir höfðu velt því fyrir sér hvort Davíð myndi, í ljósi þessara tímamóta, láta af störfum sem ritstjóri Morgunblaðsins. Ekkert hafði komið fram þar um en reglur Árvakurs kveða á um að þegar menn hafi náð þeim aldri skuli þeir láta af störfum. Forveri Davíðs á ritstjórastóli, Styrmir Gunnarsson, lét af störfum árið 2008 þegar hann varð sjötugur. Hið sama má segja um Matthías Johannessen þegar hann fagnaði sjötugsafmæli árið 2000. Davíð mætti í hljóðver í morgun og hér sést hann með þáttastjórnandanum Jóni Axel Ólafssyni.SkjáskotÍ viðtalinu tók Davíð af allan vafa um eigin ritstjóraferil, hann ætlar sér að halda ótrauður áfram. „Nú er ég sjötugur og Mogginn 105 ára. Ekki hætti hann þegar hann var sjötugur,“ sagði Davíð sem var ráðinn ritstjóri ásamt Haraldi Johannessen árið 2009. Davíð minntist á barnabörn sín í viðtalinu. Eitt þeirra hafi haft á orði nýlega að Davíð „bullaði bara“. Þakkaði Davíð fyrir að kollegar hans í stjórnmálum hefðu ekki verið jafnhreinskilnir á sínum tíma. „Ég er jafn geggjaður og Donald Trump. Ekki það að ég sé að segja að hann sé geggjaður,“ sagði Davíð.Sjá einnig: Dansar eins og fiðrildi og stingur eins og býSíðan þá hefur Davíð skrifað hundruð leiðara, Staksteina og Reykjavíkurbréfa en að eigin sögn hefur Davíð aðeins tekið sér viku í sumarfrí á þeim rúmu 8 árum sem hann hefur verið ritstjóri blaðsins. Afmælisveisla Davíð til heiðurs mun fara fram í húsakynnum Morgunblaðsins að Hádegismóum á milli klukkan 16 til 18 í dag.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Dansar eins og fiðrildi og stingur eins og bý Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fagnar sjötugsafmæli sínu í dag. Kári Stefánsson segir Davíð vera hjartahlýrri mann en fólk geri sér almennt grein fyrir. Hann geti þótt ósveigjanlegur en sé staðfastur og traustur vinur vina si 17. janúar 2018 07:00 Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins verður sjötugur á morgun. 16. janúar 2018 15:25 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
Dansar eins og fiðrildi og stingur eins og bý Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fagnar sjötugsafmæli sínu í dag. Kári Stefánsson segir Davíð vera hjartahlýrri mann en fólk geri sér almennt grein fyrir. Hann geti þótt ósveigjanlegur en sé staðfastur og traustur vinur vina si 17. janúar 2018 07:00
Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins verður sjötugur á morgun. 16. janúar 2018 15:25