Leynd yfir greiðslu sex milljóna miskabóta Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. janúar 2018 06:00 Anna Greta telur uppsögnina hafa verið ólögmæta en sveitarfélagið segist því ósammála – og tekur fram að samkomulagið feli ekki í sér nokkurt fordæmisgildi. Flóahreppur hefur gert samkomulag við Önnu Gretu Ólafsdóttur, fyrrverandi skólastjóra Flóaskóla, um að greiða henni sex milljónir króna vegna starfsloka hennar við skólann í júlí síðastliðnum. Hvorugur aðili vill greina frá ástæðu uppsagnarinnar, en Önnu Gretu var sagt upp í maí síðastliðnum, eftir þriggja ára starf. Anna Greta telur uppsögnina hafa verið ólögmæta en sveitarfélagið segist því ósammála – og tekur fram að samkomulagið feli ekki í sér nokkurt fordæmisgildi. Þetta kemur fram í samkomulagi sem Flóahreppur og Anna Greta gerðu sín á milli. Samkomulagið hefur hingað til verið trúnaðarmál en úrskurðanefnd upplýsingamála komst að þeirri niðurstöðu að sveitarfélaginu bæri að veita kæranda aðgang að starfslokasamningnum. Aðdragandi málsins er sá að Önnu Gretu var sagt upp störfum skriflega í apríl síðastliðnum, þar sem ákveðið var að starfslok hennar yrðu þann 31. júlí 2017. Í framhaldinu sögðu nokkrir starfsmenn og stjórnendur upp störfum, en Anna Greta segir ranglega hafa verið staðið að uppsögn hennar. „Ég er alveg klár á því að uppsögnin hafi verið ólögmæt þó það verði ekki skorið úr því úr þessu. Ég tel að nokkrar meginreglur stjórnsýslulaga hafi verið brotnar, þá sérstaklega andmælareglan, leiðbeiningarskylda stjórnvalda, rannsóknarreglan og fleira í þeim dúr. Það var til dæmis ekki veitt áminning, það var ekki trúnaðarmaður viðstaddur þegar uppsagnarbréfið var afhent, það voru ekki til gögn sem studdu þær ásakanir sem bornar voru á mig og mér var ekki gefið tækifæri til að koma mínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Anna Greta í samtali við Fréttablaðið. Þá segist hún mikið hafa velt fyrir sér stöðu smærri sveitarfélaga og fyrirkomulagi sveitarstjórnarstigsins innan stjórnsýslunnar, og ekki síður starfsöryggi skólastjórnenda. „Skólastjórnendur þurfa oft á tíðum að taka erfiðar ákvarðanir í sínu starfi sem jafnvel geta snert sveitarstjórnarmenn persónulega, eða áhrifamikla foreldra svo dæmi sé tekið. Það þarf því að vera mjög sterkt net í kringum skólastjórnendur svo fólk endist í þessu starfi og svo að til starfsins fáist hæft fólk. Umhverfið má ekki vera á þann veg að skólastjórinn óttist um starfsöryggi sitt taki hann erfiðar ákvarðanir“. Eydís Þ. Indriðadóttir, sveitarstjóri Flóahrepps, vildi ekki tjá sig um mál Önnu Gretu því samkvæmt starfslokasamningnum væri málinu að fullu lokið, né tjá sig um ástæður uppsagnarinnar. Anna Greta neitaði sömuleiðis að tjá sig um ástæðurnar. Flóahreppur Skóla - og menntamál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Flóahreppur hefur gert samkomulag við Önnu Gretu Ólafsdóttur, fyrrverandi skólastjóra Flóaskóla, um að greiða henni sex milljónir króna vegna starfsloka hennar við skólann í júlí síðastliðnum. Hvorugur aðili vill greina frá ástæðu uppsagnarinnar, en Önnu Gretu var sagt upp í maí síðastliðnum, eftir þriggja ára starf. Anna Greta telur uppsögnina hafa verið ólögmæta en sveitarfélagið segist því ósammála – og tekur fram að samkomulagið feli ekki í sér nokkurt fordæmisgildi. Þetta kemur fram í samkomulagi sem Flóahreppur og Anna Greta gerðu sín á milli. Samkomulagið hefur hingað til verið trúnaðarmál en úrskurðanefnd upplýsingamála komst að þeirri niðurstöðu að sveitarfélaginu bæri að veita kæranda aðgang að starfslokasamningnum. Aðdragandi málsins er sá að Önnu Gretu var sagt upp störfum skriflega í apríl síðastliðnum, þar sem ákveðið var að starfslok hennar yrðu þann 31. júlí 2017. Í framhaldinu sögðu nokkrir starfsmenn og stjórnendur upp störfum, en Anna Greta segir ranglega hafa verið staðið að uppsögn hennar. „Ég er alveg klár á því að uppsögnin hafi verið ólögmæt þó það verði ekki skorið úr því úr þessu. Ég tel að nokkrar meginreglur stjórnsýslulaga hafi verið brotnar, þá sérstaklega andmælareglan, leiðbeiningarskylda stjórnvalda, rannsóknarreglan og fleira í þeim dúr. Það var til dæmis ekki veitt áminning, það var ekki trúnaðarmaður viðstaddur þegar uppsagnarbréfið var afhent, það voru ekki til gögn sem studdu þær ásakanir sem bornar voru á mig og mér var ekki gefið tækifæri til að koma mínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Anna Greta í samtali við Fréttablaðið. Þá segist hún mikið hafa velt fyrir sér stöðu smærri sveitarfélaga og fyrirkomulagi sveitarstjórnarstigsins innan stjórnsýslunnar, og ekki síður starfsöryggi skólastjórnenda. „Skólastjórnendur þurfa oft á tíðum að taka erfiðar ákvarðanir í sínu starfi sem jafnvel geta snert sveitarstjórnarmenn persónulega, eða áhrifamikla foreldra svo dæmi sé tekið. Það þarf því að vera mjög sterkt net í kringum skólastjórnendur svo fólk endist í þessu starfi og svo að til starfsins fáist hæft fólk. Umhverfið má ekki vera á þann veg að skólastjórinn óttist um starfsöryggi sitt taki hann erfiðar ákvarðanir“. Eydís Þ. Indriðadóttir, sveitarstjóri Flóahrepps, vildi ekki tjá sig um mál Önnu Gretu því samkvæmt starfslokasamningnum væri málinu að fullu lokið, né tjá sig um ástæður uppsagnarinnar. Anna Greta neitaði sömuleiðis að tjá sig um ástæðurnar.
Flóahreppur Skóla - og menntamál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira